Búið að ráða leikara fyrir íslenska kvikmynd sem fjallar um líkfundarmálið Stefán Árni Pálsson skrifar 11. nóvember 2016 12:30 Hér má sjá leikarana. Nú er búið að ráða leikara í íslenska kvikmynd sem fjallar um atburði sem gerðust hér á landi þegar lík fannst í sjónum árið 2004. Myndin ber nafnið Mihkel er nútímasaga sem snýst um hörmuleg örlög manns sem var raunverulega til. Sagan byggir á atburðum sem gerðust árið 2004 á Íslandi, svokallað líkfundarmál. Sagan fjallar um Mihkel og Veru, kærustu hans, sem dreymir um að flytja frá Eistlandi til Íslands. Óvæntir atburðir gerast sem hafa afdrifaríkar afleiðingar og enda með því að Mihkel er svikinn af sínum besta og elsta vini. Lík Litháans Vaidasar Juceviciusar fannst í höfninni í Neskaupsstað og fjallar myndin um atburðina í kringum það. Tökur á Mihkel hefjast mánudaginn 14. nóvember og verður hún að mestu tekin upp í Reykjavík en einnig eru fjórir tökudagar á Austfjörðum. Myndin verður frumsýnd haustið 2017. Aðalleikarar myndarinnar eru:Paaru Oja (Mihkel) og Kasper Velberg - (Igor), Atli Rafn Sigurðarson (Jóhann) og Tómas Lemarquis (Bóbó). Ari Alexander Ergis Magnússon er handritshöfundur kvikmyndarinnar og leikstýrir hann myndinni. Framleiðendur Mihkel eru:Friðrik Þór Friðriksson, Kristinn Þórðarsson og Leifur B. Dagfinnsson hjá Truenorth. Meðframleiðendur eru Evelin Soosaar-Penttilä frá Eistlandi og Egil Ødegård frá Noregi Bíó og sjónvarp Mest lesið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Eliza Reid efst á bóksölulistanum Menning Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Nú er búið að ráða leikara í íslenska kvikmynd sem fjallar um atburði sem gerðust hér á landi þegar lík fannst í sjónum árið 2004. Myndin ber nafnið Mihkel er nútímasaga sem snýst um hörmuleg örlög manns sem var raunverulega til. Sagan byggir á atburðum sem gerðust árið 2004 á Íslandi, svokallað líkfundarmál. Sagan fjallar um Mihkel og Veru, kærustu hans, sem dreymir um að flytja frá Eistlandi til Íslands. Óvæntir atburðir gerast sem hafa afdrifaríkar afleiðingar og enda með því að Mihkel er svikinn af sínum besta og elsta vini. Lík Litháans Vaidasar Juceviciusar fannst í höfninni í Neskaupsstað og fjallar myndin um atburðina í kringum það. Tökur á Mihkel hefjast mánudaginn 14. nóvember og verður hún að mestu tekin upp í Reykjavík en einnig eru fjórir tökudagar á Austfjörðum. Myndin verður frumsýnd haustið 2017. Aðalleikarar myndarinnar eru:Paaru Oja (Mihkel) og Kasper Velberg - (Igor), Atli Rafn Sigurðarson (Jóhann) og Tómas Lemarquis (Bóbó). Ari Alexander Ergis Magnússon er handritshöfundur kvikmyndarinnar og leikstýrir hann myndinni. Framleiðendur Mihkel eru:Friðrik Þór Friðriksson, Kristinn Þórðarsson og Leifur B. Dagfinnsson hjá Truenorth. Meðframleiðendur eru Evelin Soosaar-Penttilä frá Eistlandi og Egil Ødegård frá Noregi
Bíó og sjónvarp Mest lesið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Eliza Reid efst á bóksölulistanum Menning Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira