Uppruni ADHD Óttar Guðmundsson skrifar 12. nóvember 2016 07:00 Landlæknisembættið birti á dögunum nýjustu tölur um óeðlilega mikla notkun Ritalins (Methylphenidat) á Íslandi. Viðurkenndir álitsgjafar veltu upp fjölmörgum spurningum í fréttaskýringaþáttum. Eru Íslendingar að ofgreina ofvirkni/athyglisbrest hjá fullorðnum eða eru aðrar þjóðir að vangreina þetta ástand? Er þetta séríslenskt vandamál? Þetta á sér reyndar einfaldar skýringar. Fyrstu íbúarnir á Íslandi voru ungt fólk sem flutti frá Noregi undan harðræði Haraldar hárfagra. Þetta voru agalausir og fljótfærir einstaklingar sem ekki þoldu skattheimtu og yfirráð konungs. Þau sættu sig engan veginn við þær breytingar sem fylgdu nýjum stjórnarháttum og ruku því af landi brott í frekjukasti. Þessi mikla hvatvísi bendir til að hér hafi verið á ferð ungir menn og konur með mótþróaþrjóskuröskun og ADHD. Í þessum hópi pólitískra flóttamanna voru karlmenn í meirihluta þótt fjölmargar konur slæddust með. Menn ákváðu að koma við á Skotlandi og Írlandi og eyjunum norður af til að útvega sér fylgikonur og ambáttir og leiðrétta kynjahlutfallið. Þegar víkingaskipin sigldu að þessum landsvæðum sló miklum óhug á heimamenn sem flýðu. Fjölmargar konur urðu þó eftir og veittu víkingunum enga athygli. Þær héldu áfram að sinna bústörfum þótt flotinn nálgaðist. Gæti verið að þær hafi haft svo mikinn athyglisbrest að þær týndust í eigin hugarheimi? Norðmenn tóku þær herfangi og höfðu með sér til Íslands. Þegar þangað kom varð eðlileg blóðblöndun með þessum ofvirku Norðmönnum og konum með skerta einbeitingu. Útkoman varð íslensk þjóð eins og Landlæknir lýsir henni í skýrslum sínum. Ákveðinn hluti hennar er með athyglisbrest/ofvirkni sem ætti ekki að koma neinum á óvart sem kann söguna. Venjulega er nefnilega nóg að lesa Landnámu til að skýra flókin erfðafræðileg vandamál.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óttar Guðmundsson Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun
Landlæknisembættið birti á dögunum nýjustu tölur um óeðlilega mikla notkun Ritalins (Methylphenidat) á Íslandi. Viðurkenndir álitsgjafar veltu upp fjölmörgum spurningum í fréttaskýringaþáttum. Eru Íslendingar að ofgreina ofvirkni/athyglisbrest hjá fullorðnum eða eru aðrar þjóðir að vangreina þetta ástand? Er þetta séríslenskt vandamál? Þetta á sér reyndar einfaldar skýringar. Fyrstu íbúarnir á Íslandi voru ungt fólk sem flutti frá Noregi undan harðræði Haraldar hárfagra. Þetta voru agalausir og fljótfærir einstaklingar sem ekki þoldu skattheimtu og yfirráð konungs. Þau sættu sig engan veginn við þær breytingar sem fylgdu nýjum stjórnarháttum og ruku því af landi brott í frekjukasti. Þessi mikla hvatvísi bendir til að hér hafi verið á ferð ungir menn og konur með mótþróaþrjóskuröskun og ADHD. Í þessum hópi pólitískra flóttamanna voru karlmenn í meirihluta þótt fjölmargar konur slæddust með. Menn ákváðu að koma við á Skotlandi og Írlandi og eyjunum norður af til að útvega sér fylgikonur og ambáttir og leiðrétta kynjahlutfallið. Þegar víkingaskipin sigldu að þessum landsvæðum sló miklum óhug á heimamenn sem flýðu. Fjölmargar konur urðu þó eftir og veittu víkingunum enga athygli. Þær héldu áfram að sinna bústörfum þótt flotinn nálgaðist. Gæti verið að þær hafi haft svo mikinn athyglisbrest að þær týndust í eigin hugarheimi? Norðmenn tóku þær herfangi og höfðu með sér til Íslands. Þegar þangað kom varð eðlileg blóðblöndun með þessum ofvirku Norðmönnum og konum með skerta einbeitingu. Útkoman varð íslensk þjóð eins og Landlæknir lýsir henni í skýrslum sínum. Ákveðinn hluti hennar er með athyglisbrest/ofvirkni sem ætti ekki að koma neinum á óvart sem kann söguna. Venjulega er nefnilega nóg að lesa Landnámu til að skýra flókin erfðafræðileg vandamál.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun