Fótbolti

Rakitic: Vitum allt um íslenska liðið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rakitic í leik með Barcelona.
Rakitic í leik með Barcelona. vísir/getty
Miðjumaðurinn frábæri hjá Barcelona, Ivan Rakitic, býst við mjög erfiðum leik gegn Íslandi á morgun.

„Við vitum allt um íslenska liðið. Þekkjum þeirra leik fullkomlega og þurfum að nýta okkur veikleikana í þeirra leik,“ sagði Rakitic á blaðamannafundi í dag.

Hann segir að króatíska liðið sé betra í dag en fyrir þrem árum er liðið lagði Ísland, 2-0, í umspili um laust sæti á HM.

„Allir leikmenn hafa mætt sig mikið á þessum árum. Ísland hefur líka bætt sig mikið. Við erum með lið sem er á flottum aldri,“ sagði Rakitic en hann er á því að það verði þolinmæðisverk að brjóta íslenska liðið niður.

„Þetta verður erfitt og við þurfum að eiga okkar besta leik. Liðsheildin er helsti styrkleiki íslenska liðsins. Íslenska liðið er mjög vel skipulagt og leikmenn þess agaðir. Það verður erfitt að brjóta þá niður.“


Tengdar fréttir

Var ölvaður undir stýri en spilar samt á móti Íslandi

Króatíski landsliðsmaðurinn Domagoj Vida var handtekinn síðasta föstudag fyrir að aka ölvaður í Úkraínu þar sem hann spilar. Sú uppákoma hefur engin áhrif á stöðu hans hjá króatíska liðinu.

Æfðu í rigningunni án Ara Freys

Allir leikmenn íslenska landsliðsins taka nú þátt í æfingu á Maksimir-vellinum fyrir utan Ara Frey Skúlason.

Króatar munu ekki labba yfir Íslendinga

Króatískur blaðamaður segir að mikil virðing sé borin fyrir íslenska landsliðinu og allir eigi von á hörkuleik á morgun. Engir áhorfendur verða á leiknum og óljóst hvaða áhrif það mun hafa á króatíska­ liðið sem ætlar sér st

Kári: Mandzukic er ótrúlega útsjónarsamur

"Það er mjög góð stemning. Við eigum harma að hefna síðan við vorum hérna fyrir þrem árum síðan,“ segir varnarjaxlinn Kári Árnason en hann var þá að koma á Maksimir-völlinn í fyrsta sinn síðan Ísland tapaði hér í umspilsleik um laust sæti á HM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×