Fótbolti

Króatísku blöðin tala af virðingu um íslenska liðið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Varað við því að Ísland sé hættulegt lið og spáð í spilin með Luka Modric.
Varað við því að Ísland sé hættulegt lið og spáð í spilin með Luka Modric.
Það er áhugavert að fletta króatísku blöðunum á leikdegi í Zagreb.

Þar er því slegið upp að litla liðið sem hafi staðið fyrir utan sé orðið sigursælt og líklegt til afreka.

Í blöðunum er talað um að það verði erfitt verk hjá króatíska liðinu að brjóta Ísland niður. Króatar þurfi sinn besta leik til þess að leggja Ísland.

Einnig er spáð í byrjunarlið liðanna og króatísku blöðin gera ekki ráð fyrir því að Aron Einar Gunnarsson verði í íslenska liðinu. Sú spá mun líklega ekki ganga upp hjá þeim.

Króatar spá líka í hver verði frammi með Jóni Daða Böðvarssyni. Eitt blaðið spáir því að Viðar Örn Kjartansson verði í framlínunni en annað blað setur sinn pening á Arnór Smárason.

Svo er einnig talað um einvígi Gylfa Þórs Sigurðssonar og Ivan Rakitic á miðjunni.


Tengdar fréttir

Þessir gæjar kunna að refsa

Margir leikmenn íslenska landsliðsins fá í dag tækifæri til að hefna fyrir tapið á Maksimir-leikvanginum fyrir þremur árum í umspili um sæti á HM. Einn af þeim er landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson.

Heimir: Þarf að varast nánast allt hjá Króötum

"Það er misjafnt eftir mönnum hvernig þeir tækla tapleiki. Ég á til að mynda mjög erfitt með það,“ segir Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari er hann var nýkominn á Maksimir-völlinn í fyrsta sinn síðan í tapleiknum hér árið 2013.

Feluleikur með Modric

Ante Cacic, landsliðsþjálfari Kró­atíu, neitaði að staðfesta á blaðamannafundi í gær að Luka Modric, miðjumaður Real Madrid, myndi verða í byrjunarliði Króata í kvöld.

Gylfi: Verð sáttur hvar sem ég spila á vellinum

"Ég man vel eftir því að hafa verið inn í klefa hérna eftir leikinn fyrir þrem árum síðan. Maður gleymir því ekkert,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson um tilfinninguna að koma aftur á Maksimir-völlinn í Zagreb.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×