Lewis Hamilton á ráspól í Brasilíu Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 12. nóvember 2016 16:44 Lewis Hamilton var fljótastur allra í dag. Vísir/Getty Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur í tímatöku dagsins fyrir brasilíska kappaksturinn. Liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar og Kimi Raikkonen á Ferrari varð þriðji. Rosberg leiðir heimsmeistarakeppnina með 19 stigum þegar tvær keppnir eru eftir. Hann verður heimsmseistari ef hann vinnur á morgun eða nær með öðrum hætti sjö stigum meira en Hamilton í keppninni á morgun. Hamilton er þó staðráðinn í að koma í veg fyrir það. Keppnin verður því afar spennandi á morgun.Fyrsta lota Sebastian Vettel á Ferrari missti af upphafi tímatökunnar, bíll hann svar í bútum þegar tímatakan hófst. Bremsuvandamál gerði vart við sig í æfingunni í morgun. Vettel komst þó áfram eftir snör handtök þjónustuliðs Ferrari. Hamilton var fljótastur í fyrstu umferð tímatökunnar og Rosberg annar. Þeir ökumenn sem duttu út í fyrstu lotu voru; Sauber- og Manorökumennirnir ásamt Jenson Button á McLaren og Kevin Magnussen á Renault.Felipe Massa fékk sérmerktan bíl í tilefni af síðustu keppni hans á heimavelli í Brasilíu.Vísir/GettyÖnnur lota Hamilton varð aftur fljótastur og Rosberg aftur annar. Bilið á milli þeirra í annarri lotunni var 0,135 sekúnda. Í annarri lotu duttu út; Jolyon Palmer á Renault, Williams- og Toro Rosso ökumennirnir ásamt Nico Hulkenberg á Force India. Heimamaðurinn Felipe Massa komst ekki áfram í lokaumferðina á Williams bílnum í sinni síðustu Formúlu 1 keppni á heimavelli. Gríðarlega svekkjandi fyrir Massa.Þriðja lota Ráspóllinn í Brasilíu er ekki sá mikilvægasti en þó hjálpar að vera fremstur. Enda getur sá ökumaður frekar sloppið við bröltið sem getur oft myndast fyrir aftan hann á fyrsta hring í Brasilíu. Hamilton var fljótari í fyrri tilraun Mercedes ökumanna. Munurinn var 0,162 sekúndur, Hamilton í vil. Rosberg var 0,102 á eftir Hamilton þegar upp var staðið en báðir bættu sig í síðustu tilrauninni. Formúla Tengdar fréttir Magnussen til Haas | Palmer áfram hjá Renault Renault ökumennirnir Kevin Mangussen og Jolyon Palmer hafa báðir tryggt sér keppnissæti í Formúlu 1 á næsta tímabili. Magnussen hjá Haas og Palmer áfram hjá Renault. 10. nóvember 2016 16:15 Lance Stroll verður ökumaður Williams Hinn 18 ára Lance Stroll mun taka sæti Felipe Massa hjá Williams liðinu í Formúlu 1 á næsta ári. Massa ætlar að láta af störfum eftir tímabilið. 4. nóvember 2016 16:15 Hamilton fljótastur á báðum föstudagsæfingum Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á báðum föstudagsæfingunum fyrir brasilíska kappaksturinn sem fram fer um helgina. 11. nóvember 2016 23:30 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti McGregor sakaður um nauðgun Sport Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Körfubolti „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur í tímatöku dagsins fyrir brasilíska kappaksturinn. Liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar og Kimi Raikkonen á Ferrari varð þriðji. Rosberg leiðir heimsmeistarakeppnina með 19 stigum þegar tvær keppnir eru eftir. Hann verður heimsmseistari ef hann vinnur á morgun eða nær með öðrum hætti sjö stigum meira en Hamilton í keppninni á morgun. Hamilton er þó staðráðinn í að koma í veg fyrir það. Keppnin verður því afar spennandi á morgun.Fyrsta lota Sebastian Vettel á Ferrari missti af upphafi tímatökunnar, bíll hann svar í bútum þegar tímatakan hófst. Bremsuvandamál gerði vart við sig í æfingunni í morgun. Vettel komst þó áfram eftir snör handtök þjónustuliðs Ferrari. Hamilton var fljótastur í fyrstu umferð tímatökunnar og Rosberg annar. Þeir ökumenn sem duttu út í fyrstu lotu voru; Sauber- og Manorökumennirnir ásamt Jenson Button á McLaren og Kevin Magnussen á Renault.Felipe Massa fékk sérmerktan bíl í tilefni af síðustu keppni hans á heimavelli í Brasilíu.Vísir/GettyÖnnur lota Hamilton varð aftur fljótastur og Rosberg aftur annar. Bilið á milli þeirra í annarri lotunni var 0,135 sekúnda. Í annarri lotu duttu út; Jolyon Palmer á Renault, Williams- og Toro Rosso ökumennirnir ásamt Nico Hulkenberg á Force India. Heimamaðurinn Felipe Massa komst ekki áfram í lokaumferðina á Williams bílnum í sinni síðustu Formúlu 1 keppni á heimavelli. Gríðarlega svekkjandi fyrir Massa.Þriðja lota Ráspóllinn í Brasilíu er ekki sá mikilvægasti en þó hjálpar að vera fremstur. Enda getur sá ökumaður frekar sloppið við bröltið sem getur oft myndast fyrir aftan hann á fyrsta hring í Brasilíu. Hamilton var fljótari í fyrri tilraun Mercedes ökumanna. Munurinn var 0,162 sekúndur, Hamilton í vil. Rosberg var 0,102 á eftir Hamilton þegar upp var staðið en báðir bættu sig í síðustu tilrauninni.
Formúla Tengdar fréttir Magnussen til Haas | Palmer áfram hjá Renault Renault ökumennirnir Kevin Mangussen og Jolyon Palmer hafa báðir tryggt sér keppnissæti í Formúlu 1 á næsta tímabili. Magnussen hjá Haas og Palmer áfram hjá Renault. 10. nóvember 2016 16:15 Lance Stroll verður ökumaður Williams Hinn 18 ára Lance Stroll mun taka sæti Felipe Massa hjá Williams liðinu í Formúlu 1 á næsta ári. Massa ætlar að láta af störfum eftir tímabilið. 4. nóvember 2016 16:15 Hamilton fljótastur á báðum föstudagsæfingum Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á báðum föstudagsæfingunum fyrir brasilíska kappaksturinn sem fram fer um helgina. 11. nóvember 2016 23:30 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti McGregor sakaður um nauðgun Sport Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Körfubolti „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Magnussen til Haas | Palmer áfram hjá Renault Renault ökumennirnir Kevin Mangussen og Jolyon Palmer hafa báðir tryggt sér keppnissæti í Formúlu 1 á næsta tímabili. Magnussen hjá Haas og Palmer áfram hjá Renault. 10. nóvember 2016 16:15
Lance Stroll verður ökumaður Williams Hinn 18 ára Lance Stroll mun taka sæti Felipe Massa hjá Williams liðinu í Formúlu 1 á næsta ári. Massa ætlar að láta af störfum eftir tímabilið. 4. nóvember 2016 16:15
Hamilton fljótastur á báðum föstudagsæfingum Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á báðum föstudagsæfingunum fyrir brasilíska kappaksturinn sem fram fer um helgina. 11. nóvember 2016 23:30