Hannes: Var möguleiki að fá eitthvað út úr þessu Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 12. nóvember 2016 19:01 „Við áttum ekki að tapa þessum leik,“ sagði Hannes Þór Halldórsson markvörður Íslands eftir 2-0 tapið í Króatíu í kvöld. „Við vissum að þeir eru góðir. Þeir eru með frábært lið. Þetta var líklega ekki þeirra besti dagur og við vorum góðir framan af. Það voru möguleikar að fá eitthvað út úr þessu.“ Króatía skoraði nokkuð gegn gangi leiksins í fyrri hálfleik þar sem Hannes hefði þurft að taka eitt skref til hægri til að geta náð til boltans. „Þeir voru ekki búnir að fá neitt. Skotið var fínt hjá honum. Ég sé boltann seint og var aðeins of lengi að bregðast við. Kannski á mínum besta degi hefði ég hugsanlega getað gert eitthvað í þessu,“ sagði Hannes. Ekkert er hægt að setja út á Hannes í seinna markinu og skotið óverjandi. „Það var vel gert hjá honum. Það var komið í uppbótartíma og langsótt að við næðum einhverju út úr þessu. „Þeir koma á okkur eins og þeir eru góðir í. Þegar við erum komnir framarlega þá eru þeir flinkir.“ Ísland fékk margar góðar sóknir í fyrri hálfleik og vantaði herslumuninn að liðið næði að skapa sér dauðafæri og skora. „Mér fannst við byrja mjög vel. Við getum tekið það út úr þessum leik. Við höfum náð í mörg frábær úrslit gegn góðum liðum í gegnum tíðina og Króatar eru með mjög gott lið og sýndu að þeim er alvara í þessari keppni. „En við hefðum getað tekið punkt út úr þessu. Það hefði verið spennandi að sjá hvað hefði gerst ef við hefðum náð að setja á þá snemma leiks. Íslandi gekk ekki eins vel að halda boltanum í seinni hálfleik og þeim fyrri og virtist liðið hreinlega þreytast við erfiðar aðstæður. „Við náðum ekki að vera alveg nógu ákveðnir. Þeir fá líka sinn besta leikmann inn á (Luka Modric). Hann nær að stjórna aðeins betur spilinu. Þá ná þeir að vera aðeins rólegri með forystuna. Þetta var upp í móti í seinni hálfleik,“ sagði Hannes. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Króatía - Ísland 2-0 | Glötuð tækifæri í Zagreb Ágæt spilamennska á köflum í Zagreb var ekki nóg. Mannekla í sóknarlínu íslenska liðsins var strákunum okkar að falli. Ísland tapaði í dag sínum fyrsta leik í undankeppni HM 2018. 12. nóvember 2016 18:45 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Sjá meira
„Við áttum ekki að tapa þessum leik,“ sagði Hannes Þór Halldórsson markvörður Íslands eftir 2-0 tapið í Króatíu í kvöld. „Við vissum að þeir eru góðir. Þeir eru með frábært lið. Þetta var líklega ekki þeirra besti dagur og við vorum góðir framan af. Það voru möguleikar að fá eitthvað út úr þessu.“ Króatía skoraði nokkuð gegn gangi leiksins í fyrri hálfleik þar sem Hannes hefði þurft að taka eitt skref til hægri til að geta náð til boltans. „Þeir voru ekki búnir að fá neitt. Skotið var fínt hjá honum. Ég sé boltann seint og var aðeins of lengi að bregðast við. Kannski á mínum besta degi hefði ég hugsanlega getað gert eitthvað í þessu,“ sagði Hannes. Ekkert er hægt að setja út á Hannes í seinna markinu og skotið óverjandi. „Það var vel gert hjá honum. Það var komið í uppbótartíma og langsótt að við næðum einhverju út úr þessu. „Þeir koma á okkur eins og þeir eru góðir í. Þegar við erum komnir framarlega þá eru þeir flinkir.“ Ísland fékk margar góðar sóknir í fyrri hálfleik og vantaði herslumuninn að liðið næði að skapa sér dauðafæri og skora. „Mér fannst við byrja mjög vel. Við getum tekið það út úr þessum leik. Við höfum náð í mörg frábær úrslit gegn góðum liðum í gegnum tíðina og Króatar eru með mjög gott lið og sýndu að þeim er alvara í þessari keppni. „En við hefðum getað tekið punkt út úr þessu. Það hefði verið spennandi að sjá hvað hefði gerst ef við hefðum náð að setja á þá snemma leiks. Íslandi gekk ekki eins vel að halda boltanum í seinni hálfleik og þeim fyrri og virtist liðið hreinlega þreytast við erfiðar aðstæður. „Við náðum ekki að vera alveg nógu ákveðnir. Þeir fá líka sinn besta leikmann inn á (Luka Modric). Hann nær að stjórna aðeins betur spilinu. Þá ná þeir að vera aðeins rólegri með forystuna. Þetta var upp í móti í seinni hálfleik,“ sagði Hannes.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Króatía - Ísland 2-0 | Glötuð tækifæri í Zagreb Ágæt spilamennska á köflum í Zagreb var ekki nóg. Mannekla í sóknarlínu íslenska liðsins var strákunum okkar að falli. Ísland tapaði í dag sínum fyrsta leik í undankeppni HM 2018. 12. nóvember 2016 18:45 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Sjá meira
Umfjöllun: Króatía - Ísland 2-0 | Glötuð tækifæri í Zagreb Ágæt spilamennska á köflum í Zagreb var ekki nóg. Mannekla í sóknarlínu íslenska liðsins var strákunum okkar að falli. Ísland tapaði í dag sínum fyrsta leik í undankeppni HM 2018. 12. nóvember 2016 18:45