Enski boltinn

Kane fær frí gegn Spánverjum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Harry Kane, framherji Tottenham, leikur ekki með enska landsliðinu þegar það mætir því spænska í vináttulandsleik á Wembley á þriðjudaginn.

Kane var valinn í enska landsliðið fyrir leikina gegn Skotum og Spánverjum þótt hann væri nýkominn aftur eftir meiðsli.

Kane spilaði ekkert í 3-0 sigrinum á Skotum og Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, hefur nú sent framherjann heim svo hann geti haldið endurhæfingu sinni áfram hjá Tottenham.

Kane var í byrjunarliðinu og skoraði þegar Tottenham og Arsenal gerðu 1-1 jafntefli um síðustu helgi. Það var fyrsti leikur hans í sjö vikur.

Kane hefur skorað þrjú mörk í sex deildarleikjum á tímabilinu. Tottenham, sem hefur gert jafntefli í síðustu fjórum leikjum sínum, er í 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.


Tengdar fréttir

Southgate valdi Wilshere og Kane

Jack Wilshere og Harry Kane koma aftur inn í enska landsliðshópinn sem mætir Skotum og Spánverjum á næstunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×