Gísli B. með sýningu í Smiðjunni Stefán Árni Pálsson skrifar 14. nóvember 2016 17:00 Gísli er hér til hægri. Margt var um manninn þegar Gísli B. Björnsson, myndlistarmaður og teiknari, opnaði sýningu á verkum sínum í Smiðjunni Listhúsi að Ármúla 36 í síðustu viku. „Líf mitt hefur tengst myndlist og sköpun frá æsku til þessa dags. Ég hef alla tíð verið innan um myndlistamenn,“ segir Gísli. „Áhrifavaldarnir í myndlistinni eru margir; vinir, kennarar, samnemendur, samstarfsmenn og ýmsir aðrir myndlistarmenn. Myndirnar á sýningunni eru unnar með ekta olíukrít sem er sama efni og í olíulitum. Sköpun verkanna er mikil handavinna. Það er nokkurt verk að smyrja litnum á flötinn, leita að rétta tóninum og áferðinni. Koma að því aftur með gagnrýnum augum og fara yfir hvað má betur fara. Reyna að bæta og að lokum setja merki sitt á verkið. Birtan frá þungum skýjabökkum til bjartra geislatóna leikur stórt hlutverk í myndunum. Form, litir og tónar tilverunnar hafa alltaf heillað mig.“ Gísli sýnir á þriðja tug verka en viðfangsefni Gísla er landið og landslagið sjálft. Gísli hefur tengst myndlist alla sína ævi. Hann hóf myndlistarnám í Myndlista- og handíðarskóla Íslands um tvítugt og er enn með vinnustofu í gamla skólanum sínum að Skipholti 1. Hann fór síðar í myndlistarnám til Stuttgart í Þýskalandi. Gísli starfaði við grafíska hönnun og kennslu í greininni í 50 ár og var m.a. framkvæmdastjóri Auglýsingastofunnar hf í 20 ár. Hann hefur síðustu ár einbeitt sér að sköpun myndverka. Sýningin í Smiðjunni stendur yfir til 23. nóvember. Hér að ofan má sjá myndir frá opnuninni. Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Margt var um manninn þegar Gísli B. Björnsson, myndlistarmaður og teiknari, opnaði sýningu á verkum sínum í Smiðjunni Listhúsi að Ármúla 36 í síðustu viku. „Líf mitt hefur tengst myndlist og sköpun frá æsku til þessa dags. Ég hef alla tíð verið innan um myndlistamenn,“ segir Gísli. „Áhrifavaldarnir í myndlistinni eru margir; vinir, kennarar, samnemendur, samstarfsmenn og ýmsir aðrir myndlistarmenn. Myndirnar á sýningunni eru unnar með ekta olíukrít sem er sama efni og í olíulitum. Sköpun verkanna er mikil handavinna. Það er nokkurt verk að smyrja litnum á flötinn, leita að rétta tóninum og áferðinni. Koma að því aftur með gagnrýnum augum og fara yfir hvað má betur fara. Reyna að bæta og að lokum setja merki sitt á verkið. Birtan frá þungum skýjabökkum til bjartra geislatóna leikur stórt hlutverk í myndunum. Form, litir og tónar tilverunnar hafa alltaf heillað mig.“ Gísli sýnir á þriðja tug verka en viðfangsefni Gísla er landið og landslagið sjálft. Gísli hefur tengst myndlist alla sína ævi. Hann hóf myndlistarnám í Myndlista- og handíðarskóla Íslands um tvítugt og er enn með vinnustofu í gamla skólanum sínum að Skipholti 1. Hann fór síðar í myndlistarnám til Stuttgart í Þýskalandi. Gísli starfaði við grafíska hönnun og kennslu í greininni í 50 ár og var m.a. framkvæmdastjóri Auglýsingastofunnar hf í 20 ár. Hann hefur síðustu ár einbeitt sér að sköpun myndverka. Sýningin í Smiðjunni stendur yfir til 23. nóvember. Hér að ofan má sjá myndir frá opnuninni.
Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira