“The Escape” frá BMW vinsælla en auglýsingar Trump Finnur Thorlacius skrifar 15. nóvember 2016 12:50 BMW hefur framleitt stuttmynd sem af stórum hluta er magnaður bílaeltingaleikur og hefur myndin fengið gríðarlegt áhorf á youtube, reyndar svo mikinn að það var vinsælla en auglýsingar Trump í aðdragandi kosninganna í Bandaríkjunum. Þessi mynd ekki sú eina sem BMW hefur framleitt og hafa þær allar fengið gríðarlegt áhorf. Í myndinni eru engir slorleikarar og er Clive Owen ökumaður BMW bílsins í myndinni og Dakota Fanning fórnarlambið sem hann bjargar í “The Escape”, en það heitir myndin. Clive Owen ekur BMW 540i bíl og verður ekki annað sagt en hann gagnist vel í flóttanum sem myndin hverfist um. Það eru ekki margir góðir bílaeltingaleikir sem sjást á hvíta tjaldinu þessa dagana, heldur mestmegnis svo óraunverulegir og heimskulegir eltingaleikir eins og í Fast & Furious eða hreinlega illa gerðir líkt og í Need For Speed. Því er hér komin hressileg upprifjun á vel gerðum eltingaleikjum, sem myndi sóma sér vel í hvaða James Bond mynd sem er. Myndin er ekki nema um 10 mínútur, en er hverrar mínútu virði. Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent
BMW hefur framleitt stuttmynd sem af stórum hluta er magnaður bílaeltingaleikur og hefur myndin fengið gríðarlegt áhorf á youtube, reyndar svo mikinn að það var vinsælla en auglýsingar Trump í aðdragandi kosninganna í Bandaríkjunum. Þessi mynd ekki sú eina sem BMW hefur framleitt og hafa þær allar fengið gríðarlegt áhorf. Í myndinni eru engir slorleikarar og er Clive Owen ökumaður BMW bílsins í myndinni og Dakota Fanning fórnarlambið sem hann bjargar í “The Escape”, en það heitir myndin. Clive Owen ekur BMW 540i bíl og verður ekki annað sagt en hann gagnist vel í flóttanum sem myndin hverfist um. Það eru ekki margir góðir bílaeltingaleikir sem sjást á hvíta tjaldinu þessa dagana, heldur mestmegnis svo óraunverulegir og heimskulegir eltingaleikir eins og í Fast & Furious eða hreinlega illa gerðir líkt og í Need For Speed. Því er hér komin hressileg upprifjun á vel gerðum eltingaleikjum, sem myndi sóma sér vel í hvaða James Bond mynd sem er. Myndin er ekki nema um 10 mínútur, en er hverrar mínútu virði.
Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent