100.000 Nissan Leaf seldir í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 15. nóvember 2016 16:36 Nissan Leaf. Nissan náði þeim áfanga að selja hundrað þúsundasta Leaf bíl sinn í Bandaríkjunum í septembermánuði. Mánuðurinn var einnig góður hvað sölu bílsins áhrærir því 14% fleiri slíkir seldust en í sama mánuði í fyrra. Engu að síður er heildarsala Nissan Leaf 28% undir sölunni í fyrra á fyrstu 9 mánuðum ársins og hafa alls selst 10.650 bílar í ár. Bandaríkin eru langstærsti markaður heims fyrir Nissan Leaf bíla, en Nissan hefur frá upphafi framleitt 239.000 Leaf bíla, svo 42% þeirra hafa selst í Bandaríkjunum. Í heimalandinu Japan hafa selst 70.000 bílar og 63.000 í Evrópu. Chevrolet Volt hefur frá upphafi verið aðal samkeppnisbíll Nissan leaf en Chevrolet náði því takmarki að selja 100.000 Volt bíla í júlí síðastliðinn og hefur nú alls selt ríflega 107.000 bíla. Nissan Leaf mun á næstunni fá stærri 60 kWh rafhlöður og ná þá 320 km drægni. Ef til vill mun salan á Leaf aftur taka kipp við markaðssetningu hans. Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent
Nissan náði þeim áfanga að selja hundrað þúsundasta Leaf bíl sinn í Bandaríkjunum í septembermánuði. Mánuðurinn var einnig góður hvað sölu bílsins áhrærir því 14% fleiri slíkir seldust en í sama mánuði í fyrra. Engu að síður er heildarsala Nissan Leaf 28% undir sölunni í fyrra á fyrstu 9 mánuðum ársins og hafa alls selst 10.650 bílar í ár. Bandaríkin eru langstærsti markaður heims fyrir Nissan Leaf bíla, en Nissan hefur frá upphafi framleitt 239.000 Leaf bíla, svo 42% þeirra hafa selst í Bandaríkjunum. Í heimalandinu Japan hafa selst 70.000 bílar og 63.000 í Evrópu. Chevrolet Volt hefur frá upphafi verið aðal samkeppnisbíll Nissan leaf en Chevrolet náði því takmarki að selja 100.000 Volt bíla í júlí síðastliðinn og hefur nú alls selt ríflega 107.000 bíla. Nissan Leaf mun á næstunni fá stærri 60 kWh rafhlöður og ná þá 320 km drægni. Ef til vill mun salan á Leaf aftur taka kipp við markaðssetningu hans.
Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent