Messi og allt landslið Argentínu neitaði að tjá sig við fjölmiðla Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. nóvember 2016 08:30 Lionel Messi í leiknum í nótt. Vísir/Getty Lionel Messi tilkynnti eftir sigur 3-0 Argentínu á Kólumbíu í undankeppni HM 2018 í nótt að liðið myndi ekki ræða við fjölmiðla. Ástæðan eru ásakanir sem blaðamaður kom með gagnvart Ezequiel Lavezzi fyrir leikinn. Lavezzi var ekki í leikmannahópi Argentínu í nótt. Umræddur blaðamaður, Gabriel Anello, velti því upp á Twitter-síðu sinni hvort að Lavezzi væri ekki í landsliðshópnum vegna þess að hann hefði verið uppvís að því að neyta kannabisefna í æfingabúðum liðsins fyrir leik.Lavezzi queda fuera del banco de suplentes mañana por el porro q se fumo anoche en la concentración ? Pregunto ... solo pregunto — Gabriel Anello (@anellogaby) November 15, 2016 Lavezzi se fuma su segundo porro en la concentración y el "impresentable" es quien los dice ... Tenemos la selección y jugadores q merecemos — Gabriel Anello (@anellogaby) November 15, 2016 Lavezzi brást illur við þessum ásökunum og hét þess að leita réttar síns vegna skrifa Anello.pic.twitter.com/pSOLWFXPOA — Ezequiel Lavezzi (@PochoLavezzi) November 15, 2016 Allir 23 liðsfélagar Lavezzi tóku sér stöðu fyrir blaðamenn eftir leikinn í nótt þar sem Lionel Messi tilkynnti að enginn þeirra myndi ræða við fjölmiðla vegna umræddra skrifa. „Ásakarirnar gagnvart Lavezzi voru miklar. Við hörmum þetta en höfðum enga aðra valkosti,“ sagði Messi og bætti við að það væri eitt að gagnrýna frammistöðu leikmanna inni á vellinum en annað að blanda sér í einkalíf manna. „Við vildum segja þetta fyrir framan alla í stað þess að gefa út yfirlýsingu,“ sagði hann enn fremur en ræðuna má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Argentína er í fimmta sæti Suður-Ameríkuriðilsins í undankeppni HM 2018 með nítján stig, einu á eftir Ekvador og Síle. Brasilía, sem vann 2-0 sigur á Perú í nótt með mörkum Gabriel Jesus og Renato Augusto, er efst með 27 stig. Messi skoraði fyrsta mark Argentínumanna í nótt en Lucas Prato og Angel Di Maria hin mörk Argentínu í leiknum. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Torino | Komast Albert og félagar á sigurbraut? Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Sjá meira
Lionel Messi tilkynnti eftir sigur 3-0 Argentínu á Kólumbíu í undankeppni HM 2018 í nótt að liðið myndi ekki ræða við fjölmiðla. Ástæðan eru ásakanir sem blaðamaður kom með gagnvart Ezequiel Lavezzi fyrir leikinn. Lavezzi var ekki í leikmannahópi Argentínu í nótt. Umræddur blaðamaður, Gabriel Anello, velti því upp á Twitter-síðu sinni hvort að Lavezzi væri ekki í landsliðshópnum vegna þess að hann hefði verið uppvís að því að neyta kannabisefna í æfingabúðum liðsins fyrir leik.Lavezzi queda fuera del banco de suplentes mañana por el porro q se fumo anoche en la concentración ? Pregunto ... solo pregunto — Gabriel Anello (@anellogaby) November 15, 2016 Lavezzi se fuma su segundo porro en la concentración y el "impresentable" es quien los dice ... Tenemos la selección y jugadores q merecemos — Gabriel Anello (@anellogaby) November 15, 2016 Lavezzi brást illur við þessum ásökunum og hét þess að leita réttar síns vegna skrifa Anello.pic.twitter.com/pSOLWFXPOA — Ezequiel Lavezzi (@PochoLavezzi) November 15, 2016 Allir 23 liðsfélagar Lavezzi tóku sér stöðu fyrir blaðamenn eftir leikinn í nótt þar sem Lionel Messi tilkynnti að enginn þeirra myndi ræða við fjölmiðla vegna umræddra skrifa. „Ásakarirnar gagnvart Lavezzi voru miklar. Við hörmum þetta en höfðum enga aðra valkosti,“ sagði Messi og bætti við að það væri eitt að gagnrýna frammistöðu leikmanna inni á vellinum en annað að blanda sér í einkalíf manna. „Við vildum segja þetta fyrir framan alla í stað þess að gefa út yfirlýsingu,“ sagði hann enn fremur en ræðuna má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Argentína er í fimmta sæti Suður-Ameríkuriðilsins í undankeppni HM 2018 með nítján stig, einu á eftir Ekvador og Síle. Brasilía, sem vann 2-0 sigur á Perú í nótt með mörkum Gabriel Jesus og Renato Augusto, er efst með 27 stig. Messi skoraði fyrsta mark Argentínumanna í nótt en Lucas Prato og Angel Di Maria hin mörk Argentínu í leiknum.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Torino | Komast Albert og félagar á sigurbraut? Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Sjá meira