Horft var 127,6 milljónum sinnum á stikluna á 24 klukkustundum en þar munar um vinsældir leikkonunnar Emmu Watson sem fer með hlutverk Fríðu, að mati spekinga vestanhafs.
Hún á sér afar öflugan aðdáendahóp á samfélagsmiðlum, en 27 milljón áhorfanna komu beint af Facebook-síðu hennar.
Stiklan sló þar með við stiklum úr stórmyndum á borð við Fifty Shades Darker, Star Wars: The Force Awakens og Captain America: Civil War.
Myndin verður frumsýnd í mars á næsta ári.