Fjallið slær frá sér Brynhildur Björnsdóttir skrifar 19. nóvember 2016 15:00 Bókakápur Bækur Nóttin sem öllu breytti Sóley Eiríksdóttir og Helga Guðrún Johnson Útgefandi: JPV útgáfa Kápa: Alexandra Buhl Ljósmynd á kápu: Ragnar Axelsson Fjöldi síðna: 245 „Einn daginn bjó ég í fallegu húsi með foreldrum mínum, næsta dag átti ég hvergi heima og systir mín var dáin.” Það er venjulegt miðvikudagskvöld á Flateyri og snjónum kyngir niður. Veðurspáin ekkert sérlega góð og fólki ráðlagt að halda sig heima við. Sóley Eiríksdóttir ellefu ára og stóra systir hennar Svana, sem er í heimsókn frá Reykjavík þar sem hún er í skóla, horfa saman á spólu og fara svo að sofa. Þegar Sóley vaknar er hún grafin undir rústunum af heimili sínu og mörgum tonnum af snjó þar sem hún liggur og bíður björgunar klukkustundum saman. Í húsunum í kring gerðist hið sama, fólk sofnaði heima hjá sér þar sem það taldi sig öruggt og vaknaði til ólýsanlegrar skelfingar. Í bókinni Nóttin sem breytti öllu er sögð saga þeirra sem lentu í snjóflóðinu á Flateyri, saga björgunarinnar, þeirra sem lifðu af og þeirra sem gerðu það ekki. Atburðir þessarar skelfilegu nætur eru raktir eins nákvæmlega og unnt er og Sóley og meðhöfundur hennar Helga Guðrún Johnson tóku fjölda viðtala við Flateyringa til að fá sem gleggsta mynd af atburðarásinni þegar mörg hundruð þúsund tonna snjófleki skríður niður fjall og á byggð, splundrar húsum og tekur tuttugu mannslíf. Bókin er að hluta unnin eins og heimildaverk með nákvæmum lýsingum á staðháttum, kortum af þeim hlutum bæjarins sem flóðið féll á og skýringarmyndum af því hvernig það féll. Þá er einnig rakin saga snjóflóðavarna í bænum og spurningunni óhjákvæmilegu en þó hryllilegu velt upp: þurfti þetta að gerast? Sóley segir sína sögu í fyrstu persónu en annars eru sögurnar í þriðju persónu sem gerir þær ópersónulegri sem í þessu tilfelli er nauðsynlegt. Lýsingarnar á líðan fólks þegar það gerir sér grein fyrir að börnin þess eru látin eða björgunarmanna þegar þeim tekst að bjarga einhverjum verða þannig nákvæmlega nógu sterkar til að hreyfa við lesandanum á kraftmikinn hátt án þess að hann bugist frammi fyrir þeim ósköpum sem fólkið á Flateyri upplifði þessa nótt. Bókin er ekki brotin um eins og skáldsaga og er það góð ákvörðun. Fjöldi mynda af björguninni er í bókinni en líka myndir af mannlífinu í þorpinu, þeim sem létust og húsunum og bæjarbragnum sem hvarf eða breyttist. Frásögnin af hamförunum á Flateyri minnir okkur á að missa ekki virðinguna fyrir náttúrunni, að við búum í lifandi landi og í samanburðinum erum við pínulítil, næstum ekki neitt, en þó hvert um sig og hvort öðru svo óendanlega mikilvæg. Og hún minnir okkur á hvað býr í okkur, hverju og einu þegar kallið kemur og einnig hvað við ættum að vera meira vakandi fyrir þeim krafti. „Í hjarta sínu voru Íslendingar allir Flateyringar meðan hörmungarnar gengu yfir,” segir Sóley í lokakafla bókarinnar og eflaust geta flestir sem muna eftir þessum atburðum tekið undir það heilshugar. Þetta er saga skelfilegrar lífsreynslu en líka mannlegrar reisnar, samhjálpar og kærleika, sögð af ástríðu og sorg. Ég klökknaði oft yfir þessari bók en samt var engin leið að leggja hana frá sér.Niðurstaða: Falleg og áhrifamikil bók sem engin leið er að leggja frá sér og á erindi við alla.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. nóvember. Bókmenntir Menning Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Bækur Nóttin sem öllu breytti Sóley Eiríksdóttir og Helga Guðrún Johnson Útgefandi: JPV útgáfa Kápa: Alexandra Buhl Ljósmynd á kápu: Ragnar Axelsson Fjöldi síðna: 245 „Einn daginn bjó ég í fallegu húsi með foreldrum mínum, næsta dag átti ég hvergi heima og systir mín var dáin.” Það er venjulegt miðvikudagskvöld á Flateyri og snjónum kyngir niður. Veðurspáin ekkert sérlega góð og fólki ráðlagt að halda sig heima við. Sóley Eiríksdóttir ellefu ára og stóra systir hennar Svana, sem er í heimsókn frá Reykjavík þar sem hún er í skóla, horfa saman á spólu og fara svo að sofa. Þegar Sóley vaknar er hún grafin undir rústunum af heimili sínu og mörgum tonnum af snjó þar sem hún liggur og bíður björgunar klukkustundum saman. Í húsunum í kring gerðist hið sama, fólk sofnaði heima hjá sér þar sem það taldi sig öruggt og vaknaði til ólýsanlegrar skelfingar. Í bókinni Nóttin sem breytti öllu er sögð saga þeirra sem lentu í snjóflóðinu á Flateyri, saga björgunarinnar, þeirra sem lifðu af og þeirra sem gerðu það ekki. Atburðir þessarar skelfilegu nætur eru raktir eins nákvæmlega og unnt er og Sóley og meðhöfundur hennar Helga Guðrún Johnson tóku fjölda viðtala við Flateyringa til að fá sem gleggsta mynd af atburðarásinni þegar mörg hundruð þúsund tonna snjófleki skríður niður fjall og á byggð, splundrar húsum og tekur tuttugu mannslíf. Bókin er að hluta unnin eins og heimildaverk með nákvæmum lýsingum á staðháttum, kortum af þeim hlutum bæjarins sem flóðið féll á og skýringarmyndum af því hvernig það féll. Þá er einnig rakin saga snjóflóðavarna í bænum og spurningunni óhjákvæmilegu en þó hryllilegu velt upp: þurfti þetta að gerast? Sóley segir sína sögu í fyrstu persónu en annars eru sögurnar í þriðju persónu sem gerir þær ópersónulegri sem í þessu tilfelli er nauðsynlegt. Lýsingarnar á líðan fólks þegar það gerir sér grein fyrir að börnin þess eru látin eða björgunarmanna þegar þeim tekst að bjarga einhverjum verða þannig nákvæmlega nógu sterkar til að hreyfa við lesandanum á kraftmikinn hátt án þess að hann bugist frammi fyrir þeim ósköpum sem fólkið á Flateyri upplifði þessa nótt. Bókin er ekki brotin um eins og skáldsaga og er það góð ákvörðun. Fjöldi mynda af björguninni er í bókinni en líka myndir af mannlífinu í þorpinu, þeim sem létust og húsunum og bæjarbragnum sem hvarf eða breyttist. Frásögnin af hamförunum á Flateyri minnir okkur á að missa ekki virðinguna fyrir náttúrunni, að við búum í lifandi landi og í samanburðinum erum við pínulítil, næstum ekki neitt, en þó hvert um sig og hvort öðru svo óendanlega mikilvæg. Og hún minnir okkur á hvað býr í okkur, hverju og einu þegar kallið kemur og einnig hvað við ættum að vera meira vakandi fyrir þeim krafti. „Í hjarta sínu voru Íslendingar allir Flateyringar meðan hörmungarnar gengu yfir,” segir Sóley í lokakafla bókarinnar og eflaust geta flestir sem muna eftir þessum atburðum tekið undir það heilshugar. Þetta er saga skelfilegrar lífsreynslu en líka mannlegrar reisnar, samhjálpar og kærleika, sögð af ástríðu og sorg. Ég klökknaði oft yfir þessari bók en samt var engin leið að leggja hana frá sér.Niðurstaða: Falleg og áhrifamikil bók sem engin leið er að leggja frá sér og á erindi við alla.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. nóvember.
Bókmenntir Menning Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira