Pólskt súpermódel og tveir Sauðkrækingar Stefán Þór Hjartarson skrifar 1. nóvember 2016 10:00 Arnar Freyr Frostason var bara slakur á ættarmóti þegar hann fékk fréttirnar um að Vice og frægt pólskt módel vildu gera myndband með Úlfur Úlfur. Vísir/Anton Brink Það er merkilega saga bak við þetta myndband, ekki satt? „Ég fæ símtal í sumar þar sem ég ligg á túni, laufléttur á ættarmóti, frá Evu Sigurðardóttur. Þá er hún að pródúsera seríu sem Vice er að skjóta um ævintýri Moniku á Íslandi og segir mér frá áhuga hópsins á að gera tónlistarmyndband. Hún segir mér í raun ekki meira en að Monika sé pólskt módel, stjarna í heimalandi sínu, og að hún sé reiðubúin að vera í myndbandi með okkur ef við erum til. Vice skaffar mannskap og græjur – við þurfum bara að finna leikstjóra. Auðvitað sögðum við já. Þegar svona ruglaðir hlutir lenda í höndunum á manni þá heldur maður fast.“Ég heyrði að leikstjórinn hefði ekki fengið langan tíma, hvernig gekk þetta og af hverju var tíminn svona naumur? „Greyið Freyr. Hann er að svæfa strákinn sinn þegar ég hringi í hann, segi honum frá stöðunni og spyr hvort hann sé til í að leikstýra þessu. Hann segir já. Ég bæti við að tökur verði að hefjast strax á morgun. Hann gefur sér ekki einu sinni tíma í að hugsa sig tvisvar um, jáar bara og segist þurfa að svæfa strákinn sinn. 12 tímum síðar erum við búnir að hertaka Skáksamband Íslands, velta öllu um koll þar og reka krakka úr salnum. Hugmyndin var einföld, bara að tefla og impróvísera. Þetta gekk hratt fyrir sig enda Vice með stórt krú með sér, þrjár kamerur og 15 manns. Algjört bíó!“Monika á sýningarpallinum fyrir Victoria's Secret.Vísir/GettyHvernig var svo að vinna með henni Moniku? „Monika var kúl. Tökukrúið hennar taldi henni trú um að hún væri að fara á fund með Guðna forseta svo hún var í því hugarástandi þegar hún gekk inn á settið. Hún dýrkaði hugmyndina og var fljót að komast í karakter. Okkur fannst spennandi að gera „órappað“ myndband með söguþræði. Það er hægt að lesa í söguna að vild, sjá metafórur úti um allt og spá í þessu þótt þeim hafi sennilega ekki verið plantað viljandi. Þú veist, hver er hún? Guð? Satan? Lífið? Bara einhver stelpa og alls ekki neitt meira en það? Það er hvers og eins að túlka eða sleppa því alfarið.“Er það svo ekki bara Airwaves fram undan? Hvernig er stemmingin fyrir hátíðinni í ár? „Þetta verður skemmtileg Airwaves-hátíð hjá okkur. Langt síðan ég hef verið svona peppaður. Við erum að spila oft, 8 eða 9 sinnum í allt, og með mikið af nýju efni sem okkur finnst ógeðslega gott. Sándið okkar er í frussandi þróun og ég hef aldrei verið jafn sáttur við það og í dag,“ segir Arnar kokhraustur að lokum en þeir félagar í Úlfur Úlfur eru ekki beint að spila á sinni fyrstu hátíð, en þeir hafa verið fastagestir á Airwaves síðan hljómsveitin var stofnuð. Airwaves Mest lesið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Komst í jólaskapið í september Lífið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Sjá meira
Það er merkilega saga bak við þetta myndband, ekki satt? „Ég fæ símtal í sumar þar sem ég ligg á túni, laufléttur á ættarmóti, frá Evu Sigurðardóttur. Þá er hún að pródúsera seríu sem Vice er að skjóta um ævintýri Moniku á Íslandi og segir mér frá áhuga hópsins á að gera tónlistarmyndband. Hún segir mér í raun ekki meira en að Monika sé pólskt módel, stjarna í heimalandi sínu, og að hún sé reiðubúin að vera í myndbandi með okkur ef við erum til. Vice skaffar mannskap og græjur – við þurfum bara að finna leikstjóra. Auðvitað sögðum við já. Þegar svona ruglaðir hlutir lenda í höndunum á manni þá heldur maður fast.“Ég heyrði að leikstjórinn hefði ekki fengið langan tíma, hvernig gekk þetta og af hverju var tíminn svona naumur? „Greyið Freyr. Hann er að svæfa strákinn sinn þegar ég hringi í hann, segi honum frá stöðunni og spyr hvort hann sé til í að leikstýra þessu. Hann segir já. Ég bæti við að tökur verði að hefjast strax á morgun. Hann gefur sér ekki einu sinni tíma í að hugsa sig tvisvar um, jáar bara og segist þurfa að svæfa strákinn sinn. 12 tímum síðar erum við búnir að hertaka Skáksamband Íslands, velta öllu um koll þar og reka krakka úr salnum. Hugmyndin var einföld, bara að tefla og impróvísera. Þetta gekk hratt fyrir sig enda Vice með stórt krú með sér, þrjár kamerur og 15 manns. Algjört bíó!“Monika á sýningarpallinum fyrir Victoria's Secret.Vísir/GettyHvernig var svo að vinna með henni Moniku? „Monika var kúl. Tökukrúið hennar taldi henni trú um að hún væri að fara á fund með Guðna forseta svo hún var í því hugarástandi þegar hún gekk inn á settið. Hún dýrkaði hugmyndina og var fljót að komast í karakter. Okkur fannst spennandi að gera „órappað“ myndband með söguþræði. Það er hægt að lesa í söguna að vild, sjá metafórur úti um allt og spá í þessu þótt þeim hafi sennilega ekki verið plantað viljandi. Þú veist, hver er hún? Guð? Satan? Lífið? Bara einhver stelpa og alls ekki neitt meira en það? Það er hvers og eins að túlka eða sleppa því alfarið.“Er það svo ekki bara Airwaves fram undan? Hvernig er stemmingin fyrir hátíðinni í ár? „Þetta verður skemmtileg Airwaves-hátíð hjá okkur. Langt síðan ég hef verið svona peppaður. Við erum að spila oft, 8 eða 9 sinnum í allt, og með mikið af nýju efni sem okkur finnst ógeðslega gott. Sándið okkar er í frussandi þróun og ég hef aldrei verið jafn sáttur við það og í dag,“ segir Arnar kokhraustur að lokum en þeir félagar í Úlfur Úlfur eru ekki beint að spila á sinni fyrstu hátíð, en þeir hafa verið fastagestir á Airwaves síðan hljómsveitin var stofnuð.
Airwaves Mest lesið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Komst í jólaskapið í september Lífið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið