Nissan Qashqai áfram framleiddur í Bretlandi Finnur Thorlacius skrifar 1. nóvember 2016 09:53 Nissan Qashqai er mest seldi jepplingur Evrópu. Þrátt fyrir alla þá óvissu sem útganga Bretlands úr Evrópusambandinu hefur skapað fyrir bíliðnaðinn hefur Nissan staðfest að framleiðsla vinsælasta jepplings Evrópu og heimsins alls, Nissan Qashqai verður áfram í Bretlandi, en bíllinn er framleiddur þar í miklu magni í borginni Sunderland. Ekki nóg með það heldur verður bætt við framleiðslu næstu kynslóðar Nissan X-Trail jeppans í verksmiðjunni. Hins vegar sagði forstjóri Renault-Nissan, Carlos Ghosn, að hann muni skera niður frekari fjárfestingar í Bretlandi ef mótaðgerðir við aukna skatta á bíla framleidda í Bretlandi verða ekki að veruleika. Breska ríkisstjórnin hefur þó nýlega sannfært Ghosn um að fyrirtækið muni njóta stuðnings og trygginga fyrir framleiðslu sinni og það ætti að þýða að hún muni jafna út þá skatta sem á bíla Nissan gæti lagst á meginlandi Evrópu. Brexit Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent
Þrátt fyrir alla þá óvissu sem útganga Bretlands úr Evrópusambandinu hefur skapað fyrir bíliðnaðinn hefur Nissan staðfest að framleiðsla vinsælasta jepplings Evrópu og heimsins alls, Nissan Qashqai verður áfram í Bretlandi, en bíllinn er framleiddur þar í miklu magni í borginni Sunderland. Ekki nóg með það heldur verður bætt við framleiðslu næstu kynslóðar Nissan X-Trail jeppans í verksmiðjunni. Hins vegar sagði forstjóri Renault-Nissan, Carlos Ghosn, að hann muni skera niður frekari fjárfestingar í Bretlandi ef mótaðgerðir við aukna skatta á bíla framleidda í Bretlandi verða ekki að veruleika. Breska ríkisstjórnin hefur þó nýlega sannfært Ghosn um að fyrirtækið muni njóta stuðnings og trygginga fyrir framleiðslu sinni og það ætti að þýða að hún muni jafna út þá skatta sem á bíla Nissan gæti lagst á meginlandi Evrópu.
Brexit Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent