Renault-Nissan aðalsamstarfsaðili SÞ Finnur Thorlacius skrifar 2. nóvember 2016 09:18 Nissan e-NV200 tekur 7 manns í sæti. Renault-Nissan verður aðalsamstarfsaðili Sameinuðu þjóðanna í samgöngumálum við framkvæmd loftslagsráðstefnunnar sem haldin verður í Marokkó dagana 7. til 18. nóvember. Hana sækja um 25 þúsund gestir frá 195 löndum og verða 50 Renault ZOE, Nissan LEAF og 7 sæta Nissan e-NV200 á þönum allan sólarhringinn við fólksflutninga til og frá fundarstaðnum í Marrakech, þar sem ráðstefnan fer fram. Auk bílanna mun Renault-Nissan setja upp tuttugu hraðhleðslustöðvar í borginni sem hlaðið geta geyma rafbílanna í 80% á innan við klukkustund.Stæsti rafbílaframleiðandi heims Renault-Nissan er sá bílaframleiðandi sem kominn er lengst í þróun mengunarlausra bíla fyrir almennan markað og hefur selt yfir 360 þúsund rafbíla í flestum löndum heims. Vinsælasti bíllinn á heimsvísu er Nissan Leaf á meðan Renault Zoe er vinsælastur í Evrópu. Um það bil helmingur allra rafbíla sem nú eru í umferðinni í heiminum er frá Renault-Nissan. Auk Leaf og Zoe má nefna tveggja sæta borgarbílinn Renault Twizy og skutluna Nissan e-NV200 sem tekur allt að 7 manns í sæti. Stjórnvöld í Marakkó hafa markað sér stefnu í loftslagsmálum þar sem m.a. er á stefnuskránni að stórauka áherslu á aukinn hlut mengunarlausra farartækja. Renault Group er einn helsti bílaframleiðandinn í Marokkó sem býður úrval rafmagnsbíla á markaðnum og nú þegar hafa fjölmörg fyrirtæki þar í landi ákveðið að innleiða rafmagnsbíla í flota sinn í stað bíla með hefðbundnum aflgjafa. Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent
Renault-Nissan verður aðalsamstarfsaðili Sameinuðu þjóðanna í samgöngumálum við framkvæmd loftslagsráðstefnunnar sem haldin verður í Marokkó dagana 7. til 18. nóvember. Hana sækja um 25 þúsund gestir frá 195 löndum og verða 50 Renault ZOE, Nissan LEAF og 7 sæta Nissan e-NV200 á þönum allan sólarhringinn við fólksflutninga til og frá fundarstaðnum í Marrakech, þar sem ráðstefnan fer fram. Auk bílanna mun Renault-Nissan setja upp tuttugu hraðhleðslustöðvar í borginni sem hlaðið geta geyma rafbílanna í 80% á innan við klukkustund.Stæsti rafbílaframleiðandi heims Renault-Nissan er sá bílaframleiðandi sem kominn er lengst í þróun mengunarlausra bíla fyrir almennan markað og hefur selt yfir 360 þúsund rafbíla í flestum löndum heims. Vinsælasti bíllinn á heimsvísu er Nissan Leaf á meðan Renault Zoe er vinsælastur í Evrópu. Um það bil helmingur allra rafbíla sem nú eru í umferðinni í heiminum er frá Renault-Nissan. Auk Leaf og Zoe má nefna tveggja sæta borgarbílinn Renault Twizy og skutluna Nissan e-NV200 sem tekur allt að 7 manns í sæti. Stjórnvöld í Marakkó hafa markað sér stefnu í loftslagsmálum þar sem m.a. er á stefnuskránni að stórauka áherslu á aukinn hlut mengunarlausra farartækja. Renault Group er einn helsti bílaframleiðandinn í Marokkó sem býður úrval rafmagnsbíla á markaðnum og nú þegar hafa fjölmörg fyrirtæki þar í landi ákveðið að innleiða rafmagnsbíla í flota sinn í stað bíla með hefðbundnum aflgjafa.
Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent