Fólkið á Airwaves: Frá skothvellum í Eþíópíu til óvænts öryggis á Íslandi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 2. nóvember 2016 20:00 Wesley Zebrowski er í skiptinámi á Ísafirði Vísir/Vilhelm Wesley Zebrowski þurfti ekki að gera sér ferð frá Wisconsin, þaðan sem hann er, til að kíkja á tónlistarhátíðina Iceland Airwaves. Hann er nú þegar búsettur hér á landi, nánar tiltekið á Ísafirði, þar sem hann er í skiptinámi að rannsaka loftslagsbreytingar. Hann gerði sér þó ferð til Reykjavíkur í viku yfir hátíðina og til að sjá Björk. „Ég veit ekki hvað ég er spenntastur að sjá. Ég áttaði mig ekki á hversu mikið af íslenskum hljómsveitum ég fílaði áður en ég kom hingað. Ég var alveg „Já ég þekki þessa hljómsveit!“ En það eru að minnsta kosti 12 hljómsveitir sem ég er með á lista sem ég ætla mér að sjá,“ segir Wesley í samtali við Vísi. Hann hefur dvalið hér á landi síðan í lok ágúst. Hann segist þó spenntur að sjá Múm, Mammút og Kate Tempest. Svo auðvitað Björk. „Ég er að fara á Björk, það er mjög spennandi,“ segir Wesley og virðist gera sér grein fyrir að hann sé heppinn að eiga miða. „Ég var alveg með það á hreinu. Um leið og þeir opnuðu fyrir miðasöluna þá var ég mættur á síðuna.“Öryggið kom á óvart Áður en hann kom til Íslands var Wesley að læra í Eþíópíu. Hann segir það hafa komið sér á óvart hvað Ísland er öruggur staður. „Kannski átti það ekki að koma mér á óvart,“ segir Wesley. „Þar sem ég var í Eþíópíu var mikill órói í samfélaginu. Þannig að ég kom hingað frá stað þar sem maður mátti venjast því að heyra skothvelli fyrir utan hótelið. Svo kemur maður hingað þar sem það er nær óhugsandi. Það eru ekki glæpir hér, virðist vera.“ Wesley segir þó að Ísland sé ekki gallalaust og þá sérstaklega hve dýrt sé að dvelja hér. Honum líki þó vel við Reykjavík sem borg. „Þegar maður hugsar út í það þá er þetta ekki fjölmenn borg en samt iðar allt að lífi sem var frekar óvænt og skemmtilegt.“ Airwaves Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Bíó og sjónvarp Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Lífið Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Fleiri fréttir Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Kittý og Egill byrjuð saman Stjörnulífið: Brúðkaup í Rússlandi og hiti í desember Var Kurt Cobain myrtur? Enginn ætti að lesa skilaboðin sem honum hafi borist Krakkatían: Póstnúmer, prumpulagið og pólitík Bein útsending: Sterkustu skákmenn landsins mætast Sjá meira
Wesley Zebrowski þurfti ekki að gera sér ferð frá Wisconsin, þaðan sem hann er, til að kíkja á tónlistarhátíðina Iceland Airwaves. Hann er nú þegar búsettur hér á landi, nánar tiltekið á Ísafirði, þar sem hann er í skiptinámi að rannsaka loftslagsbreytingar. Hann gerði sér þó ferð til Reykjavíkur í viku yfir hátíðina og til að sjá Björk. „Ég veit ekki hvað ég er spenntastur að sjá. Ég áttaði mig ekki á hversu mikið af íslenskum hljómsveitum ég fílaði áður en ég kom hingað. Ég var alveg „Já ég þekki þessa hljómsveit!“ En það eru að minnsta kosti 12 hljómsveitir sem ég er með á lista sem ég ætla mér að sjá,“ segir Wesley í samtali við Vísi. Hann hefur dvalið hér á landi síðan í lok ágúst. Hann segist þó spenntur að sjá Múm, Mammút og Kate Tempest. Svo auðvitað Björk. „Ég er að fara á Björk, það er mjög spennandi,“ segir Wesley og virðist gera sér grein fyrir að hann sé heppinn að eiga miða. „Ég var alveg með það á hreinu. Um leið og þeir opnuðu fyrir miðasöluna þá var ég mættur á síðuna.“Öryggið kom á óvart Áður en hann kom til Íslands var Wesley að læra í Eþíópíu. Hann segir það hafa komið sér á óvart hvað Ísland er öruggur staður. „Kannski átti það ekki að koma mér á óvart,“ segir Wesley. „Þar sem ég var í Eþíópíu var mikill órói í samfélaginu. Þannig að ég kom hingað frá stað þar sem maður mátti venjast því að heyra skothvelli fyrir utan hótelið. Svo kemur maður hingað þar sem það er nær óhugsandi. Það eru ekki glæpir hér, virðist vera.“ Wesley segir þó að Ísland sé ekki gallalaust og þá sérstaklega hve dýrt sé að dvelja hér. Honum líki þó vel við Reykjavík sem borg. „Þegar maður hugsar út í það þá er þetta ekki fjölmenn borg en samt iðar allt að lífi sem var frekar óvænt og skemmtilegt.“
Airwaves Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Bíó og sjónvarp Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Lífið Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Fleiri fréttir Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Kittý og Egill byrjuð saman Stjörnulífið: Brúðkaup í Rússlandi og hiti í desember Var Kurt Cobain myrtur? Enginn ætti að lesa skilaboðin sem honum hafi borist Krakkatían: Póstnúmer, prumpulagið og pólitík Bein útsending: Sterkustu skákmenn landsins mætast Sjá meira