Afganskir flóttamenn flykkjast aftur til heimalandsins Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 4. nóvember 2016 15:17 Margir Afganir segjast hafa orðið fyrir áreiti af hálfu pakistanskra stjórnvalda og á það þátt í því að margir skráðra afganskra flóttamanna neyðast til að yfirgefa landið Búist er við að 1,5 milljónir flóttamanna muni flytja til Afganistan þegar árinu lýkur en fólkið á það sameiginlegt að vera Afganir sem hafa flúið heimaland sitt á seinustu árum og áratugum. Afganistan er því að taka við meira af afgönskum flóttamönnum á þessu ári en Evrópa og Suður-Asía til samans. Þetta kemur fram í grein New York Times.Sumir þeirra munu koma frá Evrópu en samkomulag náðist á milli Evrópusambandsins og Afganistans í október um að afhenda aftur þá afgönsku flóttamenn sem ekki fengu landvistarleyfi. Stór hluti kemur einnig frá Íran og Pakistan. Sameinuðu þjóðirnar segja að Pakistan og Íran hýsi nú um 1,3 milljónir afganskra flóttamanna en þar að auki hafast um 700.000 óskráðra afganskra flóttamanna þar að. Verða fyrir áreiti Margir Afganir segjast hafa orðið fyrir áreiti af hálfu pakistanskra stjórnvalda og á það þátt í því að margir skráðra afganskra flóttamanna neyðast til að yfirgefa landið. Talsverður hluti þessara afgönsku flóttamanna hafa jafnvel dvalið í Pakistan í fleiri áratugi. Nú standa þeir hins vegar frammi fyrir því að þurfa að snúa aftur heim þar sem skilyrðin í nýju heimalöndunum séu orðin óbærileg og þeim gert erfitt fyrir af stjórnvöldum.Ströng tímamörk Stjórnvöld í Pakistan hafa einnig gefið óskráðum flóttamönnum þau fyrirmæli að þeir þurfi að afla sér löglegra skilríkja og pappíra á borð við landvistarleyfi og vegabréf. Þeir hafa til 15. nóvember næstkomandi en ef þeir hafa ekki náð að uppfylla þessi skilyrði fyrir þann tíma eiga þeir á hættu á því að verða handteknir eða vísað úr landi. Þessi þróun gæti valdið því að fleiri afganskir flóttamenn muni yfirgefa Pakistan á komandi vikum. Þeir geta flestir ekki farið aftur til gamla heimabæjar síns enda oft sem heimabærinn er illa farinn og stríðshrjáður.Gera stjórnvöldum erfitt fyrir Samkvæmt yfirvöldum í Afganistan gerir þessi mikli aðflutningur flóttamanna stjórnvöldum erfitt fyrir enda landið í erfiðri stöðu eftir mikil stríðsátök. Fjármagn vantar og hjálparsamtök ná ekki að halda utan um allan þennan fjölda sem streymir inn í landið. Samkvæmt afgönskum stjórnvöldum hefur stríðið í landinu leitt til mikilla brottfluttninga frá átakasvæðum landsins. Á síðustu tveimur mánuðum hafa 600.000 manns þurft að yfirgefa heimili sín og bætast því við þá 1,2 milljónir flóttamanna sem þegar voru í landinu. Þannig er flóttamannafjöldi þeirra sem dvalið hafa í landinu fljótlega kominn upp í 1,8 milljón manns. Við þetta bætist innflutningur 1,5 milljóna flóttamanna frá Evrópu, Pakistan og Íran. Það þýðir að þrjár milljónir flóttamanna, þeir sem sendir voru aftur til landsins og þeir sem aldrei fóru, dvelja nú innan landamæra Afganistans en það er mesti fjöldi sem hefur verið. Flóttamenn Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
Búist er við að 1,5 milljónir flóttamanna muni flytja til Afganistan þegar árinu lýkur en fólkið á það sameiginlegt að vera Afganir sem hafa flúið heimaland sitt á seinustu árum og áratugum. Afganistan er því að taka við meira af afgönskum flóttamönnum á þessu ári en Evrópa og Suður-Asía til samans. Þetta kemur fram í grein New York Times.Sumir þeirra munu koma frá Evrópu en samkomulag náðist á milli Evrópusambandsins og Afganistans í október um að afhenda aftur þá afgönsku flóttamenn sem ekki fengu landvistarleyfi. Stór hluti kemur einnig frá Íran og Pakistan. Sameinuðu þjóðirnar segja að Pakistan og Íran hýsi nú um 1,3 milljónir afganskra flóttamanna en þar að auki hafast um 700.000 óskráðra afganskra flóttamanna þar að. Verða fyrir áreiti Margir Afganir segjast hafa orðið fyrir áreiti af hálfu pakistanskra stjórnvalda og á það þátt í því að margir skráðra afganskra flóttamanna neyðast til að yfirgefa landið. Talsverður hluti þessara afgönsku flóttamanna hafa jafnvel dvalið í Pakistan í fleiri áratugi. Nú standa þeir hins vegar frammi fyrir því að þurfa að snúa aftur heim þar sem skilyrðin í nýju heimalöndunum séu orðin óbærileg og þeim gert erfitt fyrir af stjórnvöldum.Ströng tímamörk Stjórnvöld í Pakistan hafa einnig gefið óskráðum flóttamönnum þau fyrirmæli að þeir þurfi að afla sér löglegra skilríkja og pappíra á borð við landvistarleyfi og vegabréf. Þeir hafa til 15. nóvember næstkomandi en ef þeir hafa ekki náð að uppfylla þessi skilyrði fyrir þann tíma eiga þeir á hættu á því að verða handteknir eða vísað úr landi. Þessi þróun gæti valdið því að fleiri afganskir flóttamenn muni yfirgefa Pakistan á komandi vikum. Þeir geta flestir ekki farið aftur til gamla heimabæjar síns enda oft sem heimabærinn er illa farinn og stríðshrjáður.Gera stjórnvöldum erfitt fyrir Samkvæmt yfirvöldum í Afganistan gerir þessi mikli aðflutningur flóttamanna stjórnvöldum erfitt fyrir enda landið í erfiðri stöðu eftir mikil stríðsátök. Fjármagn vantar og hjálparsamtök ná ekki að halda utan um allan þennan fjölda sem streymir inn í landið. Samkvæmt afgönskum stjórnvöldum hefur stríðið í landinu leitt til mikilla brottfluttninga frá átakasvæðum landsins. Á síðustu tveimur mánuðum hafa 600.000 manns þurft að yfirgefa heimili sín og bætast því við þá 1,2 milljónir flóttamanna sem þegar voru í landinu. Þannig er flóttamannafjöldi þeirra sem dvalið hafa í landinu fljótlega kominn upp í 1,8 milljón manns. Við þetta bætist innflutningur 1,5 milljóna flóttamanna frá Evrópu, Pakistan og Íran. Það þýðir að þrjár milljónir flóttamanna, þeir sem sendir voru aftur til landsins og þeir sem aldrei fóru, dvelja nú innan landamæra Afganistans en það er mesti fjöldi sem hefur verið.
Flóttamenn Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“