Fokk kjararáð, gljáð jólabráð Sif Sigmarsdóttir skrifar 5. nóvember 2016 07:00 Í dag eru sjö vikur til jóla. Hverjum er ekki sama hvaða jólasveinn verður forsætisráðherra? Tortóla hvað? Málið er jóla hvað? Fokk kjararáð, gljáð jólabráð. Kosningafirra, reykelsi og myrra. Emm ess, jólastress. Pólitísk spilling, kalkúnafylling. Bjarni Ben, amen. Tökum saman lagið, burt með allt jagið. Allir saman nú:Nú skal segja, nú skal segjahvernig litlar telpur gera:Vagga brúðu, vagga brúðu-og svo snúa þær sér í hring.Nú skal segja, nú skal segjahvernig litlir þingmenn gera:Gefa Borgun, gleymt á morgun-og svo snúa þeir sér í hring.Nú skal segja, nú skal segjahvernig ráðherrar aur sinn geyma:Í skjóli skatta, en ekkert fatta-og svo snúa þeir sér í hring.Nú skal segja, nú skal segjahvernig kvótakóngar gera:Hirða aflann og kaupa Moggann-og svo snúa þeir sér í hring.Nú skal segja, nú skal segjahvernig mafían landsmenn mjólkar:Engan valkost, bara brauðost-og svo snýr hún sér í hring.Nú skal segja, nú skal segjahvernig leiðir landar gera:Berj' í potta, ver' ei motta-og svo snúa þeir sér í hring.Nú skal segja, nú skal segjahvernig svipular sálir gera:Öllu gleyma, hætt' að veina-og svo snúa þær sér í hring.Nú skal segja, nú skal segjahvernig þekkir þegnar kjósa:Sama gamla má brjóta og bramla-og svo snúa þeir sér í hring.Nú skal segja, nú skal segjahvernig spilltir valdsmenn gera:Koma aftur, kló og kjaftur-og svo snúa þeir sér í hring.Nú skal segja, nú skal segjahvernig kjarahvuttar gera:Þeir sig hneigja, bukt' og beygja-og svo snúa þeir sér í hring.Nú skal segja, nú skal segjahvernig gamlir þingmenn gera:Biðj' um bitling, fyrir helling-og svo snúa þeir sér í hring.Nú skal segja, nú skal segjahvernig þingmenn við þjóð gera:Taka í nefið, taka í nefið-og svo snúa þeir sér í hring.AAATSJÚ!Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Í dag eru sjö vikur til jóla. Hverjum er ekki sama hvaða jólasveinn verður forsætisráðherra? Tortóla hvað? Málið er jóla hvað? Fokk kjararáð, gljáð jólabráð. Kosningafirra, reykelsi og myrra. Emm ess, jólastress. Pólitísk spilling, kalkúnafylling. Bjarni Ben, amen. Tökum saman lagið, burt með allt jagið. Allir saman nú:Nú skal segja, nú skal segjahvernig litlar telpur gera:Vagga brúðu, vagga brúðu-og svo snúa þær sér í hring.Nú skal segja, nú skal segjahvernig litlir þingmenn gera:Gefa Borgun, gleymt á morgun-og svo snúa þeir sér í hring.Nú skal segja, nú skal segjahvernig ráðherrar aur sinn geyma:Í skjóli skatta, en ekkert fatta-og svo snúa þeir sér í hring.Nú skal segja, nú skal segjahvernig kvótakóngar gera:Hirða aflann og kaupa Moggann-og svo snúa þeir sér í hring.Nú skal segja, nú skal segjahvernig mafían landsmenn mjólkar:Engan valkost, bara brauðost-og svo snýr hún sér í hring.Nú skal segja, nú skal segjahvernig leiðir landar gera:Berj' í potta, ver' ei motta-og svo snúa þeir sér í hring.Nú skal segja, nú skal segjahvernig svipular sálir gera:Öllu gleyma, hætt' að veina-og svo snúa þær sér í hring.Nú skal segja, nú skal segjahvernig þekkir þegnar kjósa:Sama gamla má brjóta og bramla-og svo snúa þeir sér í hring.Nú skal segja, nú skal segjahvernig spilltir valdsmenn gera:Koma aftur, kló og kjaftur-og svo snúa þeir sér í hring.Nú skal segja, nú skal segjahvernig kjarahvuttar gera:Þeir sig hneigja, bukt' og beygja-og svo snúa þeir sér í hring.Nú skal segja, nú skal segjahvernig gamlir þingmenn gera:Biðj' um bitling, fyrir helling-og svo snúa þeir sér í hring.Nú skal segja, nú skal segjahvernig þingmenn við þjóð gera:Taka í nefið, taka í nefið-og svo snúa þeir sér í hring.AAATSJÚ!Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun