Dagur gegn einelti í dag Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 8. nóvember 2016 09:45 Kolbrún G. Þorsteinsdóttir stjórnarmaður og Björg Jónsdóttir, verkefnisstjóri í Erindi, samtökum um samskipti og skólamál. Vísir/GVA „Við eigum erindi við fólk. Stóru verkefnin hjá okkur eru að hjálpa skólastjórnendum, kennurum og foreldrum að höggva á erfiða samskiptahnúta og uppræta einelti. Við sendum ráðgjafa í skólana og fögur ummæli sem við höfum fengið frá skólastjórum sýna að aðkoma okkar hefur skilað góðum árangri,“ segir Kolbrún G. Þorsteinsdóttir í samtökunum Erindi þar sem hún er í stjórn. „Ég held að með sama áframhaldi verðum við Íslendingar fyrirmyndarþjóð í samskiptum.“ Erindi, samtök um samskipti og skólamál, opnuðu aðsetur í Spönginni 37 í byrjun þessa árs. Þar verður opið hús í dag milli klukkan 17 og 19 fyrir þá sem hafa áhuga á að skoða aðstöðu samtakanna og kynna sér starf þeirra. „Þjóðin safnaði fyrir þessu setri í fyrra með átakinu Á allra vörum – einelti er ógeð og hér eiga allir rétt á þremur tímum hjá ráðgjafa. Björg Jónsdóttir er verkefnisstjóri og heldur utan um starfið,“ segir Kolbrún. „Mest er það fólk frá skólunum sem hefur samband en líka einstaklingar með áhyggjur af börnunum sínum. Tilkynningum til umboðsmanns barna vegna eineltismála hefur stórlega fækkað eftir að við opnuðum og komi upp erfið mál þar þá er þeim vísað til okkar.“ Fræðsluerindi um aðgerðir gegn vinnustaðaeinelti verður haldið 17. nóvember í safnaðarheimili Vídalínskirkju í Garðabæ, að sögn Kolbrúnar. Þar taka höndum saman Erindi og fyrirtækið Officium sem sérhæfir sig í vinnustaðaeinelti og kulnun í starfi. „Einnig er á dagskrá að setja saman hóp fullorðinna einstaklinga sem hafa lent í einelti og vilja stuðning við að vinna sig út úr þeirri reynslu,“ segir hún og bendir áhugasömum á að senda línu á erindi@erindi.is Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 8. nóvember 2016 Lífið Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Fleiri fréttir Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Sjá meira
„Við eigum erindi við fólk. Stóru verkefnin hjá okkur eru að hjálpa skólastjórnendum, kennurum og foreldrum að höggva á erfiða samskiptahnúta og uppræta einelti. Við sendum ráðgjafa í skólana og fögur ummæli sem við höfum fengið frá skólastjórum sýna að aðkoma okkar hefur skilað góðum árangri,“ segir Kolbrún G. Þorsteinsdóttir í samtökunum Erindi þar sem hún er í stjórn. „Ég held að með sama áframhaldi verðum við Íslendingar fyrirmyndarþjóð í samskiptum.“ Erindi, samtök um samskipti og skólamál, opnuðu aðsetur í Spönginni 37 í byrjun þessa árs. Þar verður opið hús í dag milli klukkan 17 og 19 fyrir þá sem hafa áhuga á að skoða aðstöðu samtakanna og kynna sér starf þeirra. „Þjóðin safnaði fyrir þessu setri í fyrra með átakinu Á allra vörum – einelti er ógeð og hér eiga allir rétt á þremur tímum hjá ráðgjafa. Björg Jónsdóttir er verkefnisstjóri og heldur utan um starfið,“ segir Kolbrún. „Mest er það fólk frá skólunum sem hefur samband en líka einstaklingar með áhyggjur af börnunum sínum. Tilkynningum til umboðsmanns barna vegna eineltismála hefur stórlega fækkað eftir að við opnuðum og komi upp erfið mál þar þá er þeim vísað til okkar.“ Fræðsluerindi um aðgerðir gegn vinnustaðaeinelti verður haldið 17. nóvember í safnaðarheimili Vídalínskirkju í Garðabæ, að sögn Kolbrúnar. Þar taka höndum saman Erindi og fyrirtækið Officium sem sérhæfir sig í vinnustaðaeinelti og kulnun í starfi. „Einnig er á dagskrá að setja saman hóp fullorðinna einstaklinga sem hafa lent í einelti og vilja stuðning við að vinna sig út úr þeirri reynslu,“ segir hún og bendir áhugasömum á að senda línu á erindi@erindi.is Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 8. nóvember 2016
Lífið Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Fleiri fréttir Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Sjá meira