Miðvörður Króata tekinn blindfullur undir stýri átta dögum fyrir Íslandsleik Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. nóvember 2016 09:45 Fyrirliðinn fullur. vísir/getty Domagoj Vida, miðvörður og fyrirliði úkraínska liðsins Dynamo Kiev og leikmaður króatíska landsliðsins í fótbolta, var gripinn af lögreglunni í Kænugarði blindfullur undir stýri síðastliðinn föstudag, átta dögum fyrir leikinn mikilvæga gegn Íslandi í undankeppni HM 2018. Vida var úti að skemmta sér til klukkan fjögur um nóttina en í staðinn fyrir að taka leigubíl settist hann upp í Mercedes-bifreið sína og keyrði heimleiðis. Frá þessu er greint í króatískum og úkraínskum fjölmiðlum. Lögreglan stöðvaði Vida á bílnum og lét hann blása en 1,51 prómill mældust í miðverðinum. Hér á Íslandi væri það 18 mánaða svipting og 160.000 króna sekt. Ökuleyfið var tekið af Vida og hann látinn greiða myndarlega sekt. Forráðamenn og þjálfaralið Dynamo Kiev var lítið að kippa sér upp við þetta því Vida var í byrjunarliðinu í 2-1 sigurleik gegn Dnipro á sunnudaginn, tveimur dögum eftir að vera tekinn fullur á bílnum. Spurning er þó hvort einhver hafi vitað af þessu fyrr en í gærkvöldi þegar fréttin birtist fyrst.4 gun once Domagoj Vida, 1.51 promil alkollu oldugu Kiev polisince belirlenmis pic.twitter.com/t7YyPJGcLa— rüştü şenyüz (@rustusnyz) November 8, 2016 Vida er staddur í Zagreb með króatíska landsliðinu þar sem það undirbýr sig fyrir toppslag gegn strákunum okkar í íslenska landsliðinu á laugardaginn. Bæði lið eru með sjö stig eftir þrjá leiki í I-riðli undankeppni HM 2018. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Vida lendir í basli með bakkus. Þegar hann var leikmaður Dinamo Zagreb fyrir fjórum árum síðan opnaði hann bjór í liðsrútunni á leið í bikarleik gegn Vrsar. Þáverandi þjálfari Dinamo henti honum út úr rútunni og skildi Vida eftir á miðjum veginum. Sá maður heitir Ante Cacic og er þjálfari króatíska landsliðsins í dag. Nú á bara eftir að koma í ljós hvernig hann tekur þessum fréttum. Domagoj Vida er lykilmaður í króatíska landsliðinu en hann er búinn að byrja alla þrjá leikina í undankeppninni til þessa. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Sjá meira
Domagoj Vida, miðvörður og fyrirliði úkraínska liðsins Dynamo Kiev og leikmaður króatíska landsliðsins í fótbolta, var gripinn af lögreglunni í Kænugarði blindfullur undir stýri síðastliðinn föstudag, átta dögum fyrir leikinn mikilvæga gegn Íslandi í undankeppni HM 2018. Vida var úti að skemmta sér til klukkan fjögur um nóttina en í staðinn fyrir að taka leigubíl settist hann upp í Mercedes-bifreið sína og keyrði heimleiðis. Frá þessu er greint í króatískum og úkraínskum fjölmiðlum. Lögreglan stöðvaði Vida á bílnum og lét hann blása en 1,51 prómill mældust í miðverðinum. Hér á Íslandi væri það 18 mánaða svipting og 160.000 króna sekt. Ökuleyfið var tekið af Vida og hann látinn greiða myndarlega sekt. Forráðamenn og þjálfaralið Dynamo Kiev var lítið að kippa sér upp við þetta því Vida var í byrjunarliðinu í 2-1 sigurleik gegn Dnipro á sunnudaginn, tveimur dögum eftir að vera tekinn fullur á bílnum. Spurning er þó hvort einhver hafi vitað af þessu fyrr en í gærkvöldi þegar fréttin birtist fyrst.4 gun once Domagoj Vida, 1.51 promil alkollu oldugu Kiev polisince belirlenmis pic.twitter.com/t7YyPJGcLa— rüştü şenyüz (@rustusnyz) November 8, 2016 Vida er staddur í Zagreb með króatíska landsliðinu þar sem það undirbýr sig fyrir toppslag gegn strákunum okkar í íslenska landsliðinu á laugardaginn. Bæði lið eru með sjö stig eftir þrjá leiki í I-riðli undankeppni HM 2018. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Vida lendir í basli með bakkus. Þegar hann var leikmaður Dinamo Zagreb fyrir fjórum árum síðan opnaði hann bjór í liðsrútunni á leið í bikarleik gegn Vrsar. Þáverandi þjálfari Dinamo henti honum út úr rútunni og skildi Vida eftir á miðjum veginum. Sá maður heitir Ante Cacic og er þjálfari króatíska landsliðsins í dag. Nú á bara eftir að koma í ljós hvernig hann tekur þessum fréttum. Domagoj Vida er lykilmaður í króatíska landsliðinu en hann er búinn að byrja alla þrjá leikina í undankeppninni til þessa.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Sjá meira