Rysjótt veður en nokkrir með ágæta veiði Karl Lúðvíksson skrifar 31. október 2016 11:20 Rjúpa er jólamatur hjá um það bil 10% íslendinga Fyrsta veiðihelgin í rjúpu er afstaðinn og þrátt fyrir að veðrið hafi verið leiðinlegt fóru margir á fjöll til að freista þess að ná í jólamatinn. Það slapp varla nokkurt landssvæði undan roki og rigningu alla helgina en það breytti þó ekki miklu varðandi sókn manna í fjöllinn því nokkur umferð var á vinsælustu stöðunum eins og Bröttubrekku, Holtavörðuheiði, Skjaldbreið og á svæðinu í kringum Laugarvatn. Ekki eru þó miklar fréttir af aflabrögðum á þessum fjölförnu stöðum og lítið sást af fugli þó að nokkrir hafi náð í nokkrar. Bestu veiðina voru skyttur að gera á austur og norðausturlandi, í það minnsta þær skyttur sem við höfum haft fregnir af og hafa veiðimenn verið að fá þetta 5-15 fugla eftir daginn. Það sást rjúpa þó víða en hún var afskaplega stygg í veðrinu sem var engan veginn það sem rjúpnaskyttur sækjast eftir. Það sem gleður vafalaust marga er að þeir sem hafa verið heppnir og veitt ágætlega eru duglegir að láta vita af því að þar sem því magni sem þeir þurfa í jólamatinn sé náð verði byssunni lagt og ekki fleiri rjúpur veiddar. Það er óhætt að fullyrða að stærstur hluti rjúpnaskytta veiðir fyrir sig í kannski eitthvað í nærfjölskyldu en það nær þó sem betur fer ekki þeirri magnveiði sem þekkt var hér áður. Veiðimenn eru hvattir sem fyrr að gæta hófsemi við veiðarnar og veiða ekki meira en þeir þurfa. Þrjár helgar eru nú eftir til að ná í jólamatinn. Mest lesið Misvísandi skilaboð frá LV varðandi útboð og hækkanir Veiði Federal skotin loksins fáanleg aftur á Íslandi Veiði Með 47 rjúpur um opnunarhelgina Veiði Metsumar í Stóru Laxá - 795 laxar á land Veiði Síðasta skemmtikvöld SVFR Veiði Tarantino tók maríulaxinn í Hítará Veiði Sprenging í umsóknum um Elliðaárnar Veiði Hnúðlax farin að veiðast víða Veiði Ágætis rjúpnaveiði en skilyrðin erfið Veiði Beituveiðimenn staðnir að verki á Þingvöllum Veiði
Fyrsta veiðihelgin í rjúpu er afstaðinn og þrátt fyrir að veðrið hafi verið leiðinlegt fóru margir á fjöll til að freista þess að ná í jólamatinn. Það slapp varla nokkurt landssvæði undan roki og rigningu alla helgina en það breytti þó ekki miklu varðandi sókn manna í fjöllinn því nokkur umferð var á vinsælustu stöðunum eins og Bröttubrekku, Holtavörðuheiði, Skjaldbreið og á svæðinu í kringum Laugarvatn. Ekki eru þó miklar fréttir af aflabrögðum á þessum fjölförnu stöðum og lítið sást af fugli þó að nokkrir hafi náð í nokkrar. Bestu veiðina voru skyttur að gera á austur og norðausturlandi, í það minnsta þær skyttur sem við höfum haft fregnir af og hafa veiðimenn verið að fá þetta 5-15 fugla eftir daginn. Það sást rjúpa þó víða en hún var afskaplega stygg í veðrinu sem var engan veginn það sem rjúpnaskyttur sækjast eftir. Það sem gleður vafalaust marga er að þeir sem hafa verið heppnir og veitt ágætlega eru duglegir að láta vita af því að þar sem því magni sem þeir þurfa í jólamatinn sé náð verði byssunni lagt og ekki fleiri rjúpur veiddar. Það er óhætt að fullyrða að stærstur hluti rjúpnaskytta veiðir fyrir sig í kannski eitthvað í nærfjölskyldu en það nær þó sem betur fer ekki þeirri magnveiði sem þekkt var hér áður. Veiðimenn eru hvattir sem fyrr að gæta hófsemi við veiðarnar og veiða ekki meira en þeir þurfa. Þrjár helgar eru nú eftir til að ná í jólamatinn.
Mest lesið Misvísandi skilaboð frá LV varðandi útboð og hækkanir Veiði Federal skotin loksins fáanleg aftur á Íslandi Veiði Með 47 rjúpur um opnunarhelgina Veiði Metsumar í Stóru Laxá - 795 laxar á land Veiði Síðasta skemmtikvöld SVFR Veiði Tarantino tók maríulaxinn í Hítará Veiði Sprenging í umsóknum um Elliðaárnar Veiði Hnúðlax farin að veiðast víða Veiði Ágætis rjúpnaveiði en skilyrðin erfið Veiði Beituveiðimenn staðnir að verki á Þingvöllum Veiði