Áskorunin var að gera hennar útgáfu af laginu Seven Nation Army eftir hljómsveitina The White Stripes.
Greta tók vel í verkefnið og fór óhefðbundna leið í sinni útsetningu á laginu þar sem hún notaði fiðluna í stað tromma, strengja og annars undirspils.
Greta bregður sér meira að segja í hlutverk rappara þegar hún flytur hluta úr laginu, eitthvað sem hún hefur aldrei áður gert.
Tónlistarkonan gerði einnig myndband við lagið sem sjá má hér að neðan.