Ljóðin kyrra hugann og gefa svigrúm Magnús Guðmundsson skrifar 20. október 2016 13:00 Þorsteinn frá Hamri hefur tekist á við ljóðið frá unga aldri og hann segir að það vilji nú ekki eldast af honum. Visir/Anton Brink Ljóðskáldið Þorsteinn frá Hamri sendi frá sér sína fyrstu ljóðabók, Í svörtum kufli, árið 1958 þá aðeins tvítugur að aldri. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar en fyrir skömmu sendi Þorsteinn frá sér ljóðabókina Núna, en það er hans tuttugasta og fyrsta ljóðabók. Að auki liggja eftir hann skáldsögur og þættir en ljóðið hefur þó alla tíð verið hans meginviðfangsefni og miðill. Á þessum árum hefur Þorsteinn fágað og mótað sinn stíl. Oft er haft á orði um ljóðlist Þorsteins að honum hafi tekist sérlega vel að bræða saman hina gömlu ljóðahefð og stílbrögð nýrrar aldar, ljóðmál módernismans. Það er sérstakt og forvitnilegt að í upphafi nýju ljóðabókarinnar er að finna einkar fallega áritun skáldsins sem minnir helst á ljóðrænt manifesto yfir einstakt ævistarf.Ljóð okkar, þau eru líðan okkar hverju sinni,og hafa sér til afbötunar að hugsanlega finniaðrir fyrir einhverju svipuðu um líkt leyti. Lækir streymdu án afláts þótt á vegi þeirra yrðuvöð og flúðir. Við fórum ung að dæmi þeirra. Og höldum uppteknum hætti. Eins þótt okkurgruni að sumra lækjanna sjái nú lítil merki. Aðspurður út í efni áletrunarinnar segir Þorsteinn: „Já, ég hef alltaf verið dálítið spurður út í þetta og fannst því ágætt að svara því þarna í upphafi. Þetta er nú tilfellið. Við sem erum að setja saman ljóð, þetta er líðan okkar þá stundina. Þetta vill nú ekki eldast af manni þó svo maður sé að nálgast áttrætt,“ segir Þorsteinn af stóískri ró og samþykkir að taka smá spjall um bókina en bætir við að hann sé nú ekki mikill málskrafsmaður um sjálfan sig. „En það er nú bara vegna þess að sumu getur maður engu svarað og það er nú einu sinni þannig þegar maður er búinn að ganga frá bók, þá þykist maður vera búinn að segja það sem maður ætlaði. Svo er þetta í annarra höndum eftir það.“ Aðspurður hvort hann stingi penna á blað í kjölfar þess að vera búinn að senda frá sér bók þá segir Þorsteinn það ekki vera. „Nei, ég er meira að segja oft dálítið úti í vindinum. Þannig að yfirleitt kemur svolítið hlé hjá mér þegar ég er búinn að senda frá mér.“Yrkisefnin í Núna eru fjölbreytt og Þorsteinn tekur undir að þarna sé ákveðin hreyfing á milli tímaskeiða. „Já, ég kannast við það. Ég held að það sé bara eitthvað sem fylgir aldrinum að hugurinn hvarflar yfir farinn veg. Svo er nútíminn eins og hann er; dálítið óræður og allt að því hættulegur. Fyrirgangsmikill. Svo sjálfsagt bregður fyrir þarna hjá mér því sem líkja má við draugaganginn í gamla daga. Þegar menn gátu vakið upp drauga en komu þeim ekki niður aftur. Tæknin er komin með frumkvæðið og það stríðir á marga í nútímanum. Tæknin sem átti að vera til þæginda hefur gert lífið flóknara og margt ófyrirsjáanlegt.“ Þorsteinn hefur í ljóðum sínum oft sótt mikið í íslenskan bókmennta- og menningararf og á því er engin undantekning að þessu sinni. „Já, það hefur oft verið talað um það að ég hafi verið mikið með vísanir í bókmenntir og sögu en ég held að það hafi nú frekar dregið úr því.“ Í þessu samhengi er forvitnilegt að skoða stöðu menningararfsins í samtímanum og Þorsteinn segir að það sé ekki laust við að oft sé talað niður til fyrri tíma í dag. „Það er svolítið hættulegt. Við eigum ekki að tala niður til þeirra kynslóða sem gáfu okkur lífið ef ég má nota það orðalag.“ Þorsteinn segir að hann kappkosti nú alltaf að fylgjast með í bókmenntunum þó svo það sé nú erfitt að fylgjast með öllu. „Það er margt sem að manni ber. Þessa stundina er ég með kærkomnar nýjungar á náttborðinu. Bækur Gyrðis, Guðmundar Óskarssonar, Guðmundar Andra og Eyþórs Árnasonar. Þetta er allt góð lesning. En ljóðið er góð hvíld frá asa samtímans. Þau kyrra hugann og gefa svigrúm.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. október. Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Ljóðskáldið Þorsteinn frá Hamri sendi frá sér sína fyrstu ljóðabók, Í svörtum kufli, árið 1958 þá aðeins tvítugur að aldri. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar en fyrir skömmu sendi Þorsteinn frá sér ljóðabókina Núna, en það er hans tuttugasta og fyrsta ljóðabók. Að auki liggja eftir hann skáldsögur og þættir en ljóðið hefur þó alla tíð verið hans meginviðfangsefni og miðill. Á þessum árum hefur Þorsteinn fágað og mótað sinn stíl. Oft er haft á orði um ljóðlist Þorsteins að honum hafi tekist sérlega vel að bræða saman hina gömlu ljóðahefð og stílbrögð nýrrar aldar, ljóðmál módernismans. Það er sérstakt og forvitnilegt að í upphafi nýju ljóðabókarinnar er að finna einkar fallega áritun skáldsins sem minnir helst á ljóðrænt manifesto yfir einstakt ævistarf.Ljóð okkar, þau eru líðan okkar hverju sinni,og hafa sér til afbötunar að hugsanlega finniaðrir fyrir einhverju svipuðu um líkt leyti. Lækir streymdu án afláts þótt á vegi þeirra yrðuvöð og flúðir. Við fórum ung að dæmi þeirra. Og höldum uppteknum hætti. Eins þótt okkurgruni að sumra lækjanna sjái nú lítil merki. Aðspurður út í efni áletrunarinnar segir Þorsteinn: „Já, ég hef alltaf verið dálítið spurður út í þetta og fannst því ágætt að svara því þarna í upphafi. Þetta er nú tilfellið. Við sem erum að setja saman ljóð, þetta er líðan okkar þá stundina. Þetta vill nú ekki eldast af manni þó svo maður sé að nálgast áttrætt,“ segir Þorsteinn af stóískri ró og samþykkir að taka smá spjall um bókina en bætir við að hann sé nú ekki mikill málskrafsmaður um sjálfan sig. „En það er nú bara vegna þess að sumu getur maður engu svarað og það er nú einu sinni þannig þegar maður er búinn að ganga frá bók, þá þykist maður vera búinn að segja það sem maður ætlaði. Svo er þetta í annarra höndum eftir það.“ Aðspurður hvort hann stingi penna á blað í kjölfar þess að vera búinn að senda frá sér bók þá segir Þorsteinn það ekki vera. „Nei, ég er meira að segja oft dálítið úti í vindinum. Þannig að yfirleitt kemur svolítið hlé hjá mér þegar ég er búinn að senda frá mér.“Yrkisefnin í Núna eru fjölbreytt og Þorsteinn tekur undir að þarna sé ákveðin hreyfing á milli tímaskeiða. „Já, ég kannast við það. Ég held að það sé bara eitthvað sem fylgir aldrinum að hugurinn hvarflar yfir farinn veg. Svo er nútíminn eins og hann er; dálítið óræður og allt að því hættulegur. Fyrirgangsmikill. Svo sjálfsagt bregður fyrir þarna hjá mér því sem líkja má við draugaganginn í gamla daga. Þegar menn gátu vakið upp drauga en komu þeim ekki niður aftur. Tæknin er komin með frumkvæðið og það stríðir á marga í nútímanum. Tæknin sem átti að vera til þæginda hefur gert lífið flóknara og margt ófyrirsjáanlegt.“ Þorsteinn hefur í ljóðum sínum oft sótt mikið í íslenskan bókmennta- og menningararf og á því er engin undantekning að þessu sinni. „Já, það hefur oft verið talað um það að ég hafi verið mikið með vísanir í bókmenntir og sögu en ég held að það hafi nú frekar dregið úr því.“ Í þessu samhengi er forvitnilegt að skoða stöðu menningararfsins í samtímanum og Þorsteinn segir að það sé ekki laust við að oft sé talað niður til fyrri tíma í dag. „Það er svolítið hættulegt. Við eigum ekki að tala niður til þeirra kynslóða sem gáfu okkur lífið ef ég má nota það orðalag.“ Þorsteinn segir að hann kappkosti nú alltaf að fylgjast með í bókmenntunum þó svo það sé nú erfitt að fylgjast með öllu. „Það er margt sem að manni ber. Þessa stundina er ég með kærkomnar nýjungar á náttborðinu. Bækur Gyrðis, Guðmundar Óskarssonar, Guðmundar Andra og Eyþórs Árnasonar. Þetta er allt góð lesning. En ljóðið er góð hvíld frá asa samtímans. Þau kyrra hugann og gefa svigrúm.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. október.
Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira