Kjarasamningar foreldra Hildur Björnsdóttir skrifar 21. október 2016 07:00 Í júlímánuði tók ég við nýju starfi. Ég tilheyri nú tiltekinni starfsstétt og laun mín taka mið af kjarasamningum. Laun fólks í minni stöðu voru á dögunum hækkuð um 35%. En ekki mín laun. Nei. Launahækkunin nær eingöngu til þeirra sem hefja störf eftir gildistöku samninganna. Ég er í fæðingarorlofi. Starf mitt er að annast nýfædda dóttur mína. Launin eru orlofsgreiðslur. Kjarasamningarnir eru nýjar reglur um hámarksgreiðslur úr fæðingarorlofssjóði. Hugsið ykkur aðra kjarasamninga – ef hið sama kæmi upp hjá hjúkrunarfræðingum. Eða kennurum. Að eingöngu nýliðar fengju hækkanir. Það myndu allir sjá óréttlætið. Einhverjir hafa fært fyrir því rök að með reglunum sé ungbörnum mismunað. Þannig fái börn fædd fyrir gildistöku reglnanna ekki sama rétt og börn fædd stuttu síðar - rétt til að njóta foreldra sinna fyrstu mánuði ævinnar. Þeim feðrum sem nýta rétt sinn til töku fæðingarorlofs fer fækkandi. Það kemur kannski ekki á óvart þegar launamunur kynjanna er enn talsverður. Það er verra að sjá af karlalaunum en kvennalaunum. Hækkun á hámarksgreiðslum úr fæðingarorlofssjóði er jákvætt skref í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna. Með breytingunni má vona að fleiri fjölskyldur sjái hag í því að feður taki orlof með nýfæddum börnum sínum, enda hafi það ekki jafn neikvæðar fjárhagslegar afleiðingar og áður. Það er þó fráleitt að breytingin taki ekki einnig mið af foreldrum sem enn eiga inni orlof vegna ungbarna fæddra stuttu fyrir gildistökuna. Slíkt myndi aldrei líðast um kjarasamninga annarra starfsstétta. Þessu þarf að breyta.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Í júlímánuði tók ég við nýju starfi. Ég tilheyri nú tiltekinni starfsstétt og laun mín taka mið af kjarasamningum. Laun fólks í minni stöðu voru á dögunum hækkuð um 35%. En ekki mín laun. Nei. Launahækkunin nær eingöngu til þeirra sem hefja störf eftir gildistöku samninganna. Ég er í fæðingarorlofi. Starf mitt er að annast nýfædda dóttur mína. Launin eru orlofsgreiðslur. Kjarasamningarnir eru nýjar reglur um hámarksgreiðslur úr fæðingarorlofssjóði. Hugsið ykkur aðra kjarasamninga – ef hið sama kæmi upp hjá hjúkrunarfræðingum. Eða kennurum. Að eingöngu nýliðar fengju hækkanir. Það myndu allir sjá óréttlætið. Einhverjir hafa fært fyrir því rök að með reglunum sé ungbörnum mismunað. Þannig fái börn fædd fyrir gildistöku reglnanna ekki sama rétt og börn fædd stuttu síðar - rétt til að njóta foreldra sinna fyrstu mánuði ævinnar. Þeim feðrum sem nýta rétt sinn til töku fæðingarorlofs fer fækkandi. Það kemur kannski ekki á óvart þegar launamunur kynjanna er enn talsverður. Það er verra að sjá af karlalaunum en kvennalaunum. Hækkun á hámarksgreiðslum úr fæðingarorlofssjóði er jákvætt skref í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna. Með breytingunni má vona að fleiri fjölskyldur sjái hag í því að feður taki orlof með nýfæddum börnum sínum, enda hafi það ekki jafn neikvæðar fjárhagslegar afleiðingar og áður. Það er þó fráleitt að breytingin taki ekki einnig mið af foreldrum sem enn eiga inni orlof vegna ungbarna fæddra stuttu fyrir gildistökuna. Slíkt myndi aldrei líðast um kjarasamninga annarra starfsstétta. Þessu þarf að breyta.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun