Hamilton: Ég er bjartsýnn á góða ræsingu Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 23. október 2016 06:00 Lewis Hamilton var ánægður með ráspólinn í dag. Vísir/Getty Lewis Hamilton hóf lokasprettinn í eltingarleiknum við liðsfélaga sinn í heimsmeistarakeppni ökumanna með því að tryggja sér ráspól í Texas í gær. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? „Ég vil þakka liðinu fyrir frábæra vinnu um helgina. Ég vil líka þakka áhorfendum sem komu í dag. Ég heyrði í þeim á inn-hringnum. Ég er glaður að ná mínum fyrsta ráspól hér í dag. Auðvitað hef ég unnið mikið í ræsingunni minni á undanförnum vikum. Ég er bjartsýnn á góða ræsingu á morgun,“ sagði Hamilton eftir tímatökuna þar sem hann setti hraðasta hring sem ekinn hefur verið um brautina. „Lewis var fljótastur í fyrsta þriðjung hér í dag. Ég fann mig betur í hinum þriðjungunm. Þannig var það bara,“ sagði Nico Rosberg eftir tímatökuna. „Max leið betur á mjúku dekkjunum í gær. Við bjuggumst því við að þetta færi svona. Við erum með gott bil í Ferrari og við munum gera árás í ræsingunni,“ sagði Daniel Ricciardo eftir tímatökuna. „Hraðinn okkar var góður þangað til það kom að tíamtökunni. Við hittum ekki á að vera á brautinni á réttum tíma. Ég var utan aksturslínu í gegnum síðustu beygjuna sem er afar mikilvæg. Það var Renault bíll að þvælast fyrir okkur enn aftur. Vonandi verður þeim refsað fyrir þetta,“ sagði Jenson Button sem varð 19. í dag á McLaren bílnum. „Þetta var alltaf að fara að vera erfið keppni. Við lentum í smá vandræðum í gær. Hlutir voru að losna af bílnum sem spilaði illa með uppsetninguna okkar fyrir daginn í dag. Við vitum hvað við þurfum að bæta en auðvitað er þetta svekkjandi á heimavelli,“ sagði Romain Grosjean á Haas, sem ræsir 17. á morgun. „Þeir höfðu áhyggjur af því að ég hefði skemmt vélina með því að slökkva ekki á henni strax. Eftir að hafa fengið orð í eyra frá liðinu þá mun ég slökkva á henni strax næst,“ sagði Pascal Wehrlein sem ræsir 20. á Manor á morgun. „Ég náði öllu út úr bílnum. Ég vissi ekki af umferðinni, ég held þeir hafi litið á atvikið og ákveðið að það verði ekki gripið til frekari aðgerða. Kannski var Jenson [Button] að kvarta yfir einhverju öðru. Ég er sáttur við 15. sætið ég held að við hefðum ekki geta komist mikið hærra,“ sagði Jolyon Palmer sem varð 15. í dag á Renault bílnum. Formúla Tengdar fréttir Mercedes fljótastir á föstudegi í Bandaríkjunum Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir bandaríska kappaksturinn sem fram fer um helgina í Austin, Texas. Nico Rosberg á Mercedes varð fljótastur á seinni æfingunni. 21. október 2016 21:15 Hamilton: Ég mun gefa allt í síðustu fjórar keppnirnar Lewis Hamilton hefur lofað að "gefa allt“ í síðustu fjórar keppnir tímabilsins. Hann ætlar sér að reyna að minnka bilið í liðsfélaga sinn, Nico Rosberg. 18. október 2016 22:30 Hamilton á ráspól í Bandaríkjunum Lewis Hamitlon á Mercedes var fljótastur í tímatökunni fyrir bandaríska kappaksturinn sem fram fer á morgun. Nico Rosberg á Mercedes varð annar og Daniel Ricciardo á Red Bull þriðji. 22. október 2016 19:04 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Lewis Hamilton hóf lokasprettinn í eltingarleiknum við liðsfélaga sinn í heimsmeistarakeppni ökumanna með því að tryggja sér ráspól í Texas í gær. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? „Ég vil þakka liðinu fyrir frábæra vinnu um helgina. Ég vil líka þakka áhorfendum sem komu í dag. Ég heyrði í þeim á inn-hringnum. Ég er glaður að ná mínum fyrsta ráspól hér í dag. Auðvitað hef ég unnið mikið í ræsingunni minni á undanförnum vikum. Ég er bjartsýnn á góða ræsingu á morgun,“ sagði Hamilton eftir tímatökuna þar sem hann setti hraðasta hring sem ekinn hefur verið um brautina. „Lewis var fljótastur í fyrsta þriðjung hér í dag. Ég fann mig betur í hinum þriðjungunm. Þannig var það bara,“ sagði Nico Rosberg eftir tímatökuna. „Max leið betur á mjúku dekkjunum í gær. Við bjuggumst því við að þetta færi svona. Við erum með gott bil í Ferrari og við munum gera árás í ræsingunni,“ sagði Daniel Ricciardo eftir tímatökuna. „Hraðinn okkar var góður þangað til það kom að tíamtökunni. Við hittum ekki á að vera á brautinni á réttum tíma. Ég var utan aksturslínu í gegnum síðustu beygjuna sem er afar mikilvæg. Það var Renault bíll að þvælast fyrir okkur enn aftur. Vonandi verður þeim refsað fyrir þetta,“ sagði Jenson Button sem varð 19. í dag á McLaren bílnum. „Þetta var alltaf að fara að vera erfið keppni. Við lentum í smá vandræðum í gær. Hlutir voru að losna af bílnum sem spilaði illa með uppsetninguna okkar fyrir daginn í dag. Við vitum hvað við þurfum að bæta en auðvitað er þetta svekkjandi á heimavelli,“ sagði Romain Grosjean á Haas, sem ræsir 17. á morgun. „Þeir höfðu áhyggjur af því að ég hefði skemmt vélina með því að slökkva ekki á henni strax. Eftir að hafa fengið orð í eyra frá liðinu þá mun ég slökkva á henni strax næst,“ sagði Pascal Wehrlein sem ræsir 20. á Manor á morgun. „Ég náði öllu út úr bílnum. Ég vissi ekki af umferðinni, ég held þeir hafi litið á atvikið og ákveðið að það verði ekki gripið til frekari aðgerða. Kannski var Jenson [Button] að kvarta yfir einhverju öðru. Ég er sáttur við 15. sætið ég held að við hefðum ekki geta komist mikið hærra,“ sagði Jolyon Palmer sem varð 15. í dag á Renault bílnum.
Formúla Tengdar fréttir Mercedes fljótastir á föstudegi í Bandaríkjunum Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir bandaríska kappaksturinn sem fram fer um helgina í Austin, Texas. Nico Rosberg á Mercedes varð fljótastur á seinni æfingunni. 21. október 2016 21:15 Hamilton: Ég mun gefa allt í síðustu fjórar keppnirnar Lewis Hamilton hefur lofað að "gefa allt“ í síðustu fjórar keppnir tímabilsins. Hann ætlar sér að reyna að minnka bilið í liðsfélaga sinn, Nico Rosberg. 18. október 2016 22:30 Hamilton á ráspól í Bandaríkjunum Lewis Hamitlon á Mercedes var fljótastur í tímatökunni fyrir bandaríska kappaksturinn sem fram fer á morgun. Nico Rosberg á Mercedes varð annar og Daniel Ricciardo á Red Bull þriðji. 22. október 2016 19:04 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Mercedes fljótastir á föstudegi í Bandaríkjunum Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir bandaríska kappaksturinn sem fram fer um helgina í Austin, Texas. Nico Rosberg á Mercedes varð fljótastur á seinni æfingunni. 21. október 2016 21:15
Hamilton: Ég mun gefa allt í síðustu fjórar keppnirnar Lewis Hamilton hefur lofað að "gefa allt“ í síðustu fjórar keppnir tímabilsins. Hann ætlar sér að reyna að minnka bilið í liðsfélaga sinn, Nico Rosberg. 18. október 2016 22:30
Hamilton á ráspól í Bandaríkjunum Lewis Hamitlon á Mercedes var fljótastur í tímatökunni fyrir bandaríska kappaksturinn sem fram fer á morgun. Nico Rosberg á Mercedes varð annar og Daniel Ricciardo á Red Bull þriðji. 22. október 2016 19:04