Hamilton: Ég er bjartsýnn á góða ræsingu Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 23. október 2016 06:00 Lewis Hamilton var ánægður með ráspólinn í dag. Vísir/Getty Lewis Hamilton hóf lokasprettinn í eltingarleiknum við liðsfélaga sinn í heimsmeistarakeppni ökumanna með því að tryggja sér ráspól í Texas í gær. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? „Ég vil þakka liðinu fyrir frábæra vinnu um helgina. Ég vil líka þakka áhorfendum sem komu í dag. Ég heyrði í þeim á inn-hringnum. Ég er glaður að ná mínum fyrsta ráspól hér í dag. Auðvitað hef ég unnið mikið í ræsingunni minni á undanförnum vikum. Ég er bjartsýnn á góða ræsingu á morgun,“ sagði Hamilton eftir tímatökuna þar sem hann setti hraðasta hring sem ekinn hefur verið um brautina. „Lewis var fljótastur í fyrsta þriðjung hér í dag. Ég fann mig betur í hinum þriðjungunm. Þannig var það bara,“ sagði Nico Rosberg eftir tímatökuna. „Max leið betur á mjúku dekkjunum í gær. Við bjuggumst því við að þetta færi svona. Við erum með gott bil í Ferrari og við munum gera árás í ræsingunni,“ sagði Daniel Ricciardo eftir tímatökuna. „Hraðinn okkar var góður þangað til það kom að tíamtökunni. Við hittum ekki á að vera á brautinni á réttum tíma. Ég var utan aksturslínu í gegnum síðustu beygjuna sem er afar mikilvæg. Það var Renault bíll að þvælast fyrir okkur enn aftur. Vonandi verður þeim refsað fyrir þetta,“ sagði Jenson Button sem varð 19. í dag á McLaren bílnum. „Þetta var alltaf að fara að vera erfið keppni. Við lentum í smá vandræðum í gær. Hlutir voru að losna af bílnum sem spilaði illa með uppsetninguna okkar fyrir daginn í dag. Við vitum hvað við þurfum að bæta en auðvitað er þetta svekkjandi á heimavelli,“ sagði Romain Grosjean á Haas, sem ræsir 17. á morgun. „Þeir höfðu áhyggjur af því að ég hefði skemmt vélina með því að slökkva ekki á henni strax. Eftir að hafa fengið orð í eyra frá liðinu þá mun ég slökkva á henni strax næst,“ sagði Pascal Wehrlein sem ræsir 20. á Manor á morgun. „Ég náði öllu út úr bílnum. Ég vissi ekki af umferðinni, ég held þeir hafi litið á atvikið og ákveðið að það verði ekki gripið til frekari aðgerða. Kannski var Jenson [Button] að kvarta yfir einhverju öðru. Ég er sáttur við 15. sætið ég held að við hefðum ekki geta komist mikið hærra,“ sagði Jolyon Palmer sem varð 15. í dag á Renault bílnum. Formúla Tengdar fréttir Mercedes fljótastir á föstudegi í Bandaríkjunum Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir bandaríska kappaksturinn sem fram fer um helgina í Austin, Texas. Nico Rosberg á Mercedes varð fljótastur á seinni æfingunni. 21. október 2016 21:15 Hamilton: Ég mun gefa allt í síðustu fjórar keppnirnar Lewis Hamilton hefur lofað að "gefa allt“ í síðustu fjórar keppnir tímabilsins. Hann ætlar sér að reyna að minnka bilið í liðsfélaga sinn, Nico Rosberg. 18. október 2016 22:30 Hamilton á ráspól í Bandaríkjunum Lewis Hamitlon á Mercedes var fljótastur í tímatökunni fyrir bandaríska kappaksturinn sem fram fer á morgun. Nico Rosberg á Mercedes varð annar og Daniel Ricciardo á Red Bull þriðji. 22. október 2016 19:04 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Sjá meira
Lewis Hamilton hóf lokasprettinn í eltingarleiknum við liðsfélaga sinn í heimsmeistarakeppni ökumanna með því að tryggja sér ráspól í Texas í gær. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? „Ég vil þakka liðinu fyrir frábæra vinnu um helgina. Ég vil líka þakka áhorfendum sem komu í dag. Ég heyrði í þeim á inn-hringnum. Ég er glaður að ná mínum fyrsta ráspól hér í dag. Auðvitað hef ég unnið mikið í ræsingunni minni á undanförnum vikum. Ég er bjartsýnn á góða ræsingu á morgun,“ sagði Hamilton eftir tímatökuna þar sem hann setti hraðasta hring sem ekinn hefur verið um brautina. „Lewis var fljótastur í fyrsta þriðjung hér í dag. Ég fann mig betur í hinum þriðjungunm. Þannig var það bara,“ sagði Nico Rosberg eftir tímatökuna. „Max leið betur á mjúku dekkjunum í gær. Við bjuggumst því við að þetta færi svona. Við erum með gott bil í Ferrari og við munum gera árás í ræsingunni,“ sagði Daniel Ricciardo eftir tímatökuna. „Hraðinn okkar var góður þangað til það kom að tíamtökunni. Við hittum ekki á að vera á brautinni á réttum tíma. Ég var utan aksturslínu í gegnum síðustu beygjuna sem er afar mikilvæg. Það var Renault bíll að þvælast fyrir okkur enn aftur. Vonandi verður þeim refsað fyrir þetta,“ sagði Jenson Button sem varð 19. í dag á McLaren bílnum. „Þetta var alltaf að fara að vera erfið keppni. Við lentum í smá vandræðum í gær. Hlutir voru að losna af bílnum sem spilaði illa með uppsetninguna okkar fyrir daginn í dag. Við vitum hvað við þurfum að bæta en auðvitað er þetta svekkjandi á heimavelli,“ sagði Romain Grosjean á Haas, sem ræsir 17. á morgun. „Þeir höfðu áhyggjur af því að ég hefði skemmt vélina með því að slökkva ekki á henni strax. Eftir að hafa fengið orð í eyra frá liðinu þá mun ég slökkva á henni strax næst,“ sagði Pascal Wehrlein sem ræsir 20. á Manor á morgun. „Ég náði öllu út úr bílnum. Ég vissi ekki af umferðinni, ég held þeir hafi litið á atvikið og ákveðið að það verði ekki gripið til frekari aðgerða. Kannski var Jenson [Button] að kvarta yfir einhverju öðru. Ég er sáttur við 15. sætið ég held að við hefðum ekki geta komist mikið hærra,“ sagði Jolyon Palmer sem varð 15. í dag á Renault bílnum.
Formúla Tengdar fréttir Mercedes fljótastir á föstudegi í Bandaríkjunum Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir bandaríska kappaksturinn sem fram fer um helgina í Austin, Texas. Nico Rosberg á Mercedes varð fljótastur á seinni æfingunni. 21. október 2016 21:15 Hamilton: Ég mun gefa allt í síðustu fjórar keppnirnar Lewis Hamilton hefur lofað að "gefa allt“ í síðustu fjórar keppnir tímabilsins. Hann ætlar sér að reyna að minnka bilið í liðsfélaga sinn, Nico Rosberg. 18. október 2016 22:30 Hamilton á ráspól í Bandaríkjunum Lewis Hamitlon á Mercedes var fljótastur í tímatökunni fyrir bandaríska kappaksturinn sem fram fer á morgun. Nico Rosberg á Mercedes varð annar og Daniel Ricciardo á Red Bull þriðji. 22. október 2016 19:04 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Sjá meira
Mercedes fljótastir á föstudegi í Bandaríkjunum Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir bandaríska kappaksturinn sem fram fer um helgina í Austin, Texas. Nico Rosberg á Mercedes varð fljótastur á seinni æfingunni. 21. október 2016 21:15
Hamilton: Ég mun gefa allt í síðustu fjórar keppnirnar Lewis Hamilton hefur lofað að "gefa allt“ í síðustu fjórar keppnir tímabilsins. Hann ætlar sér að reyna að minnka bilið í liðsfélaga sinn, Nico Rosberg. 18. október 2016 22:30
Hamilton á ráspól í Bandaríkjunum Lewis Hamitlon á Mercedes var fljótastur í tímatökunni fyrir bandaríska kappaksturinn sem fram fer á morgun. Nico Rosberg á Mercedes varð annar og Daniel Ricciardo á Red Bull þriðji. 22. október 2016 19:04