Eyðilegging Þorbjörn Þórðarson skrifar 25. október 2016 07:00 Megintilgangur með stjórnarskrá er að mæla fyrir um skipulag og verksvið æðstu stofnana ríkisins og marka valdi þeirra ramma eða umgjörð en hún er líka brjóstvörn borgarans gegn átroðningi ríkisvaldsins eða annarra borgara því hún geymir ákveðin grundvallarréttindi. Réttarheimspekingar á Vesturlöndum hafa dregið fram stöðugleika og varðveislu stöðugleika í stjórnkerfinu meðal mikilvægustu eiginleikanna sem stjórnarskrá þarf að búa yfir í réttarríki. Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands var samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1944. Í sjötíu og tvö ár hefur hún þannig veðrast og verið skýrð og túlkuð með mikilvægum dómafordæmum Hæstaréttar Íslands. Þannig hefur þessi æðsti dómstóll þjóðarinnar og eiginlegur stjórnlagadómstóll landsins fyllt og skýrt æðstu réttarheimildina með túlkunum þegar upp hefur komið ágreiningur um grundvallarréttindi. Stjórnarskráin hefur þannig öðlast rótfestu með fyllingu tímans. Rótfesta af þessu tagi er mjög mikilvægur eiginleiki sem stjórnarskrár í réttarríkjum þurfa að búa yfir. Dómstólar gegna mikilvægu hlutverki við að ákvarða inntak stjórnarskrárákvæða líkt og að framan greinir. Þannig er mikið af réttindum í stjórnarskránni sem koma ekki beinlínis fram í texta hennar. Eitt skýrasta og nærtækasta dæmið um þetta er frægur dómur Hæstaréttar, Öryrkjadómur hinn fyrri. Í þeim dómi beitti Hæstiréttur svokallaðri samræmisskýringu á jafnræðisreglu stjórnarskrár og ákvæði hennar um réttindi til aðstoðar vegna sjúkleika og komst að þeirri niðurstöðu að lög frá Alþingi sem fólu í sér skerðingu örorkubóta vegna tekna maka gengju í berhögg við þessi ákvæði þegar þau væru skýrð saman. Þannig var stjórnarskráin útvörður hagsmunagæslu þeirra sem minnst mega sín í samfélaginu þegar löggjafinn ætlaði að meiða þennan tiltekna þjóðfélagshóp með skerðingu bóta. Gildandi stjórnarskrá er ekki fullkomið skjal. Við þurfum að endurskoða kaflann um forsetann og setja ákvæði um auðlindir, framsal valds til alþjóðlegra stofnana og þröskuld atkvæðisbærra manna til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um tiltekin lög samþykkt á Alþingi. Af ástæðum sem ekki verða raktar til tímaskorts heldur miklu fremur til aðgerða- og afstöðuleysis fyrrverandi forsætisráðherra tókst Alþingi ekki að ljúka gerð frumvarps til breytinga á stjórnarskránni á síðastliðnu kjörtímabili. Það er afar mikilvægt að nýtt þing ljúki þeirri vinnu á sömu forsendum og lagt var upp með. Ef stefna Pírata og vinstriflokkanna sem vilja kollvarpa stjórnarskránni verður ofan á og gildandi stjórnarskrá verður eyðilögð þá er hætt við því að margra ára flækjustig fyrir íslenskum dómstólum taki við. Í þessum dómsmálum verða átök um túlkun og fara þarf í flóknar samanburðar- og samræmisskýringar á textum gildandi stjórnarskrár og þeirrar nýju. Mikilvæg dómafordæmi Hæstaréttar Íslands munu útvatnast og við þurfum að byrja á hálfgerðum núllpunkti. Við verðum að afstýra því stórslysi sem er í vændum með því að standa vörð um æðstu réttarheimild íslensks réttar en ljúka þeim leiðangri sem er hafinn. Að uppfæra hana með breytingum sem almenn sátt er um í íslensku samfélagi.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun
Megintilgangur með stjórnarskrá er að mæla fyrir um skipulag og verksvið æðstu stofnana ríkisins og marka valdi þeirra ramma eða umgjörð en hún er líka brjóstvörn borgarans gegn átroðningi ríkisvaldsins eða annarra borgara því hún geymir ákveðin grundvallarréttindi. Réttarheimspekingar á Vesturlöndum hafa dregið fram stöðugleika og varðveislu stöðugleika í stjórnkerfinu meðal mikilvægustu eiginleikanna sem stjórnarskrá þarf að búa yfir í réttarríki. Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands var samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1944. Í sjötíu og tvö ár hefur hún þannig veðrast og verið skýrð og túlkuð með mikilvægum dómafordæmum Hæstaréttar Íslands. Þannig hefur þessi æðsti dómstóll þjóðarinnar og eiginlegur stjórnlagadómstóll landsins fyllt og skýrt æðstu réttarheimildina með túlkunum þegar upp hefur komið ágreiningur um grundvallarréttindi. Stjórnarskráin hefur þannig öðlast rótfestu með fyllingu tímans. Rótfesta af þessu tagi er mjög mikilvægur eiginleiki sem stjórnarskrár í réttarríkjum þurfa að búa yfir. Dómstólar gegna mikilvægu hlutverki við að ákvarða inntak stjórnarskrárákvæða líkt og að framan greinir. Þannig er mikið af réttindum í stjórnarskránni sem koma ekki beinlínis fram í texta hennar. Eitt skýrasta og nærtækasta dæmið um þetta er frægur dómur Hæstaréttar, Öryrkjadómur hinn fyrri. Í þeim dómi beitti Hæstiréttur svokallaðri samræmisskýringu á jafnræðisreglu stjórnarskrár og ákvæði hennar um réttindi til aðstoðar vegna sjúkleika og komst að þeirri niðurstöðu að lög frá Alþingi sem fólu í sér skerðingu örorkubóta vegna tekna maka gengju í berhögg við þessi ákvæði þegar þau væru skýrð saman. Þannig var stjórnarskráin útvörður hagsmunagæslu þeirra sem minnst mega sín í samfélaginu þegar löggjafinn ætlaði að meiða þennan tiltekna þjóðfélagshóp með skerðingu bóta. Gildandi stjórnarskrá er ekki fullkomið skjal. Við þurfum að endurskoða kaflann um forsetann og setja ákvæði um auðlindir, framsal valds til alþjóðlegra stofnana og þröskuld atkvæðisbærra manna til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um tiltekin lög samþykkt á Alþingi. Af ástæðum sem ekki verða raktar til tímaskorts heldur miklu fremur til aðgerða- og afstöðuleysis fyrrverandi forsætisráðherra tókst Alþingi ekki að ljúka gerð frumvarps til breytinga á stjórnarskránni á síðastliðnu kjörtímabili. Það er afar mikilvægt að nýtt þing ljúki þeirri vinnu á sömu forsendum og lagt var upp með. Ef stefna Pírata og vinstriflokkanna sem vilja kollvarpa stjórnarskránni verður ofan á og gildandi stjórnarskrá verður eyðilögð þá er hætt við því að margra ára flækjustig fyrir íslenskum dómstólum taki við. Í þessum dómsmálum verða átök um túlkun og fara þarf í flóknar samanburðar- og samræmisskýringar á textum gildandi stjórnarskrár og þeirrar nýju. Mikilvæg dómafordæmi Hæstaréttar Íslands munu útvatnast og við þurfum að byrja á hálfgerðum núllpunkti. Við verðum að afstýra því stórslysi sem er í vændum með því að standa vörð um æðstu réttarheimild íslensks réttar en ljúka þeim leiðangri sem er hafinn. Að uppfæra hana með breytingum sem almenn sátt er um í íslensku samfélagi.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun