Scion merki Toyota endanlega aflagt Finnur Thorlacius skrifar 25. október 2016 14:33 Nú hefur þessu merki verið lagt af hendi Toyota. Dagurinn í dag markar þau tímamót hjá Toyota að vera síðasti dagur Scion merkisins sem Toyota stofnaði árið 2003. Merki Scion var stofnað til að höfða til yngri kynslóðarinnar í Bandaríkjunum en líklega er hægt að segja að það hafi aldrei tekist. Alls seldust bílar Scion í 1,2 milljónum eintaka í Bandaríkjunum, en Scion bílar voru einungis markaðssettir þarlendis. Mest seldist af Scion bílum árið 2006, eða 173.000 bílar. Salan var komin niður í ríflega 45.000 bíla árið 2010, en var 56.000 bílar í fyrra. Toyota reyndi að blása í glæðurnar með nýjum Scion tC bíl árið 2011, en salan tók engan veginn við sér og því var ákvörðun Toyota auðveld. Alls hafa 5 bílgerðir Scion bíla verið framleiddir en þeir sem enn eru í framleiðslu munu nú fá Toyota merkið. Það eru bílarnir FR-S, iA og iM og munu þeir héðan á frá bera nöfnin Toyota 86, Yaris iA og Corolla iM. Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent
Dagurinn í dag markar þau tímamót hjá Toyota að vera síðasti dagur Scion merkisins sem Toyota stofnaði árið 2003. Merki Scion var stofnað til að höfða til yngri kynslóðarinnar í Bandaríkjunum en líklega er hægt að segja að það hafi aldrei tekist. Alls seldust bílar Scion í 1,2 milljónum eintaka í Bandaríkjunum, en Scion bílar voru einungis markaðssettir þarlendis. Mest seldist af Scion bílum árið 2006, eða 173.000 bílar. Salan var komin niður í ríflega 45.000 bíla árið 2010, en var 56.000 bílar í fyrra. Toyota reyndi að blása í glæðurnar með nýjum Scion tC bíl árið 2011, en salan tók engan veginn við sér og því var ákvörðun Toyota auðveld. Alls hafa 5 bílgerðir Scion bíla verið framleiddir en þeir sem enn eru í framleiðslu munu nú fá Toyota merkið. Það eru bílarnir FR-S, iA og iM og munu þeir héðan á frá bera nöfnin Toyota 86, Yaris iA og Corolla iM.
Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent