Getur enn fengið gullskóinn í Svíþjóð þrátt fyrir að spila núna í allt öðru landi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2016 09:00 Viðar Örn Kjartansson. Vísir/Getty Viðar Örn Kjartansson hefur verið leikmaður ísraelska liðsins Maccabi Tel Aviv síðan í lok ágúst en getur engu að síður kallað sig sænskan meistara. Viðar Örn skoraði 14 mörk í 19 leikjum með Malmö FF í sænsku úrvalsdeildinni áður en hann var seldur til Tel Aviv. Malmö-liðið var á toppnum þegar Viðar fór og í vikunni tókst Kára Árnasyni og félögum sínum að landa sænska meistaratitlinum. „Já, það gleymist kannski aðeins að ég hafi orðið meistari og ég myndi segja að ég eigi einhvern þátt í meistaratitlinum,“ sagði Viðar Örn Kjartansson í samtali við Guðmund Hilmarsson í Morgunblaðinu í dag. „Það er gaman að hafa átt þátt í meistaratitlinum. Malmö er að mínu viti langsterkasta liðið í deildinni og verðskuldar titilinn," bætti Viðar við. Hann fær gullmedalíuna þegar landsliðið hittist næst en Kári Árnason ætlar að koma með hana með sér. Það sem er kannski enn athyglisverðara er að Viðar Örn er ennþá markahæsti leikmaður sænsku deildarinnar þótt að hann sé ekki búinn að spila í deildinni síðan í ágústmánuði. Viðar var með fjögurra marka forystu á markalistanum eftir að hafa tryggt Malmö FF 1-0 sigur á GIF Sundsvall í lokaleiknum sínum 28. ágúst. Viktor Prodell var þá í öðru sæti með tíu mörk og hann er enn í öðru sæti en nú kominn með 13 mörk. Viktor Prodell hefur skorað einu marki minna en Viðar alveg eins og John Owoeri hjá BK Häcken. „Það yrði ansi gaman ef það gerðist. Þegar ég fór í ágúst þá óraði mig ekki fyrir því að ég gæti endað sem markahæsti leikmaður deildarinnar en nú er ágætis möguleiki á því. Það yrði hreint ekki leiðinlegt að fá gullskó í annað skiptið á þremur árum," sagði Viðar í viðtalinu en hann varð markakóngur með Valerenga í norsku deildinni sumarið 2014 þegar hann skoraði 25 mörk í 29 leikjum. „Núna er maður kannski aðeins farinn að hugsa um tvö til þrjú dauðafæri sem maður brenndi af og að hafa ekki verið á markaskónum til að byrja með," sagði Viðar. Hann skoraði ekki í sex fyrstu deildarleikjum sínum með Malmö en fór svo í gang og skoraði 14 mörk í síðustu 13 leikjunum. Tvær umferðir eru eftir í sænsku úrvalsdeildinni og augu Íslendinga verða þar á næstu mönnum á eftir Viðari á markalistanum. Það verður spennandi að sjá hvort að honum takist að halda toppsætinu og vinna gullskóinn í Svíþjóð. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Sport Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Handbolti Fleiri fréttir Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Sjá meira
Viðar Örn Kjartansson hefur verið leikmaður ísraelska liðsins Maccabi Tel Aviv síðan í lok ágúst en getur engu að síður kallað sig sænskan meistara. Viðar Örn skoraði 14 mörk í 19 leikjum með Malmö FF í sænsku úrvalsdeildinni áður en hann var seldur til Tel Aviv. Malmö-liðið var á toppnum þegar Viðar fór og í vikunni tókst Kára Árnasyni og félögum sínum að landa sænska meistaratitlinum. „Já, það gleymist kannski aðeins að ég hafi orðið meistari og ég myndi segja að ég eigi einhvern þátt í meistaratitlinum,“ sagði Viðar Örn Kjartansson í samtali við Guðmund Hilmarsson í Morgunblaðinu í dag. „Það er gaman að hafa átt þátt í meistaratitlinum. Malmö er að mínu viti langsterkasta liðið í deildinni og verðskuldar titilinn," bætti Viðar við. Hann fær gullmedalíuna þegar landsliðið hittist næst en Kári Árnason ætlar að koma með hana með sér. Það sem er kannski enn athyglisverðara er að Viðar Örn er ennþá markahæsti leikmaður sænsku deildarinnar þótt að hann sé ekki búinn að spila í deildinni síðan í ágústmánuði. Viðar var með fjögurra marka forystu á markalistanum eftir að hafa tryggt Malmö FF 1-0 sigur á GIF Sundsvall í lokaleiknum sínum 28. ágúst. Viktor Prodell var þá í öðru sæti með tíu mörk og hann er enn í öðru sæti en nú kominn með 13 mörk. Viktor Prodell hefur skorað einu marki minna en Viðar alveg eins og John Owoeri hjá BK Häcken. „Það yrði ansi gaman ef það gerðist. Þegar ég fór í ágúst þá óraði mig ekki fyrir því að ég gæti endað sem markahæsti leikmaður deildarinnar en nú er ágætis möguleiki á því. Það yrði hreint ekki leiðinlegt að fá gullskó í annað skiptið á þremur árum," sagði Viðar í viðtalinu en hann varð markakóngur með Valerenga í norsku deildinni sumarið 2014 þegar hann skoraði 25 mörk í 29 leikjum. „Núna er maður kannski aðeins farinn að hugsa um tvö til þrjú dauðafæri sem maður brenndi af og að hafa ekki verið á markaskónum til að byrja með," sagði Viðar. Hann skoraði ekki í sex fyrstu deildarleikjum sínum með Malmö en fór svo í gang og skoraði 14 mörk í síðustu 13 leikjunum. Tvær umferðir eru eftir í sænsku úrvalsdeildinni og augu Íslendinga verða þar á næstu mönnum á eftir Viðari á markalistanum. Það verður spennandi að sjá hvort að honum takist að halda toppsætinu og vinna gullskóinn í Svíþjóð.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Sport Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Handbolti Fleiri fréttir Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn