Syndir sonanna Friðrika Benónýsdóttir skrifar 28. október 2016 12:30 Bækur Villisumar Guðmundur Óskarsson JPV útgáfa 2016 125 bls. Guðmundur Óskarsson hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir aðra skáldsögu sína, Bankster, sem út kom árið 2009. Síðan hefur lítið frá honum heyrst en nú sendir hann frá sér sína þriðju skáldsögu, Villisumar, þar sem umfjöllunarefnið er örlagaríkt sumar í samskiptum föður og sonar á síðustu öld. Rammi sögunnar er ferðalag sonarins á efri árum til að vera viðstaddur yfirlitssýningu á verkum listmálarans föður síns í borginni Y þar sem þeir feðgar höfðu dvalið hið örlagaríka sumar þegar sonurinn var rétt kominn með hvolpavitið. Á ferð sinni rifjar hann upp þetta sumar og þær afleiðingar sem það hafði á líf hans um leið og hann gefur lesanda lágmarksupplýsingar um núverandi stöðu sína í lífinu. Samskipti feðganna eru í forgrunni, sem og borgin franska sem var sögusvið örlaganna og aðeins lítillega tæpt á aðdraganda og eftirmála dvalarinnar í borginni Y. Þetta er harmleikur með hefðbundnu sniði, þroskasaga drengsins og uppgjör við föðurinn. Allt saman frekar fyrirsjáanlegt og klisjukennt en styrkur Guðmundar sem höfundar felst í ritfærni hans og rödd. Málfarið er kröftugt, óvænt og algjörlega hans og bygging sögunnar er haganleg, upplýsingum miðlað í hæfilegum skömmtum til að halda lesanda við efnið. Lýsingar á umhverfi og andrúmslofti eru sterkar og sannfærandi, lesandinn skynjar hið framandi umhverfi með drengnum, finnur lyktina og heyrir frönskuna hljóma, sér hina sérstæðu og framandlegu aukakaraktera með hans augum, svitnar með honum og stynur. Saga þeirra feðga nær hins vegar ekki tökum á lesandanum, þeir eru laust dregnir og klisjukenndir karakterar sem við þekkjum úr ótal slíkum sögum frá ýmsum tímum og löndum. Hvörf sögunnar eru frekar ósannfærandi og þá kannski fyrst og fremst vegna skorts á undirbyggingu. Verra er þó að þessar tvær aðalpersónur öðlast í raun ekkert líf í huga lesandans og honum er eiginlega slétt sama um örlög þeirra. Hefur heyrt af þeim einum of oft áður. Það er eilíft deiluefni hvort sagan sem slík skipti máli þegar rætt er um gildi bókmenntaverka, hvort það sé ekki yfirhöfuð alltaf verið að segja sömu sögurnar og bók verði því aðeins góð að höfundurinn skrifi hana vel og hafi einstaka rödd. Fyrir þá sem aðhyllast þá skoðun og líta fyrst og fremst á bókmenntir útfrá stíllegu sjónarmiði er Villisumar mikill fengur og ljóst að hér er kominn höfundur sem sker sig úr fjöldanum hvað ritfærni varðar. Fyrir okkur hin sem viljum láta heillast af sögunni sem sögð er af slíkri ritfærni er hún því miður vonbrigði.Niðurstaða: Afspyrnu vel stíluð saga sem líður fyrir slappa persónusköpun og alltof kunnuglega sögu.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. október. Bókmenntir Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Bækur Villisumar Guðmundur Óskarsson JPV útgáfa 2016 125 bls. Guðmundur Óskarsson hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir aðra skáldsögu sína, Bankster, sem út kom árið 2009. Síðan hefur lítið frá honum heyrst en nú sendir hann frá sér sína þriðju skáldsögu, Villisumar, þar sem umfjöllunarefnið er örlagaríkt sumar í samskiptum föður og sonar á síðustu öld. Rammi sögunnar er ferðalag sonarins á efri árum til að vera viðstaddur yfirlitssýningu á verkum listmálarans föður síns í borginni Y þar sem þeir feðgar höfðu dvalið hið örlagaríka sumar þegar sonurinn var rétt kominn með hvolpavitið. Á ferð sinni rifjar hann upp þetta sumar og þær afleiðingar sem það hafði á líf hans um leið og hann gefur lesanda lágmarksupplýsingar um núverandi stöðu sína í lífinu. Samskipti feðganna eru í forgrunni, sem og borgin franska sem var sögusvið örlaganna og aðeins lítillega tæpt á aðdraganda og eftirmála dvalarinnar í borginni Y. Þetta er harmleikur með hefðbundnu sniði, þroskasaga drengsins og uppgjör við föðurinn. Allt saman frekar fyrirsjáanlegt og klisjukennt en styrkur Guðmundar sem höfundar felst í ritfærni hans og rödd. Málfarið er kröftugt, óvænt og algjörlega hans og bygging sögunnar er haganleg, upplýsingum miðlað í hæfilegum skömmtum til að halda lesanda við efnið. Lýsingar á umhverfi og andrúmslofti eru sterkar og sannfærandi, lesandinn skynjar hið framandi umhverfi með drengnum, finnur lyktina og heyrir frönskuna hljóma, sér hina sérstæðu og framandlegu aukakaraktera með hans augum, svitnar með honum og stynur. Saga þeirra feðga nær hins vegar ekki tökum á lesandanum, þeir eru laust dregnir og klisjukenndir karakterar sem við þekkjum úr ótal slíkum sögum frá ýmsum tímum og löndum. Hvörf sögunnar eru frekar ósannfærandi og þá kannski fyrst og fremst vegna skorts á undirbyggingu. Verra er þó að þessar tvær aðalpersónur öðlast í raun ekkert líf í huga lesandans og honum er eiginlega slétt sama um örlög þeirra. Hefur heyrt af þeim einum of oft áður. Það er eilíft deiluefni hvort sagan sem slík skipti máli þegar rætt er um gildi bókmenntaverka, hvort það sé ekki yfirhöfuð alltaf verið að segja sömu sögurnar og bók verði því aðeins góð að höfundurinn skrifi hana vel og hafi einstaka rödd. Fyrir þá sem aðhyllast þá skoðun og líta fyrst og fremst á bókmenntir útfrá stíllegu sjónarmiði er Villisumar mikill fengur og ljóst að hér er kominn höfundur sem sker sig úr fjöldanum hvað ritfærni varðar. Fyrir okkur hin sem viljum láta heillast af sögunni sem sögð er af slíkri ritfærni er hún því miður vonbrigði.Niðurstaða: Afspyrnu vel stíluð saga sem líður fyrir slappa persónusköpun og alltof kunnuglega sögu.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. október.
Bókmenntir Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira