Prófdagur Logi Bergmann skrifar 29. október 2016 07:00 Ég þekkti einu sinni mann sem tók ekki mark á skoðanakönnunum af því að hann var aldrei með í þeim. Hann hafði að vísu þá reglu að svara ekki í símann á kvöldin, en sá ekkert samhengi þarna á milli. Allar skoðanakannanir sem féllu ekki að skoðunum hans voru bara bull. Ég veit ekki hvort ég þarf að taka það fram að þessi maður er vitleysingur. En hann er ekki einn. Ef eitthvað væri að marka skoðanakannanir á útvarpi Sögu þá væri Flokkur heimilanna í góðum málum að ljúka fyrsta kjörtímabili sínu með hreinan meirihluta. Og Sturla Jónsson, réttkjörinn forseti, væri langt kominn með að banna verðtryggingu og fella niður tolla á vörubílum. Þessar kannanir eru eins og upphitun fyrir landsleik. Jújú, voða áhugavert, en nú erum við hætt að nenna að hlusta á einhverja sérfræðinga spá í spilin og viljum bara að þetta fari að byrja. Mér hefur alltaf fundist kosningar stórkostlega skemmtilegt fyrirbæri. Það er kannski ekki að marka, því mér finnst allt sem er stórt, óreglulegt og líklegt til að fara úr böndunum skemmtilegt. Þannig hef ég til dæmis gaman af því að taka próf, þótt mér hafi í raun aldrei þótt sérlega skemmtilegt að læra. Og kosningar eru soltið eins og maður sé að fara ólesinn í próf. Maður svarar fyrst því sem maður er alveg viss um og svona reynir að giska rétt á restina og bíður svo spenntur eftir einkunnum.Engin rétt svör Munurinn á prófi og kosningum er hins vegar að það er ekkert rétt svar. Það er engin allsherjarniðurstaða sem gefur þér hærri einkunn. Í besta falli hafa fleiri svarað prófinu á sama hátt og þú en þeir sem gerðu það ekki höfðu ekki endilega rangt fyrir sér. Það virðist erfitt fyrir suma að sætta sig við þetta. Ákveðinn hópur kemur alltaf fram og frekjast yfir því að einhverjir hafi fengið rétt á þessu prófi, fyrir röng svör. Það verði helst að taka prófið aftur, því þetta geti bara ekki staðist. Þau hafi verið að læra í allan vetur og mætt í alla tímana og svo komi bara þessi niðurstaða. Það sem er furðulegast við þetta er að oft eru þetta helstu talsmenn lýðræðis sem eru allra reiðastir. Þeir sem tala hæst um rétt fólksins til að kjósa, eiga oft erfiðast með að sætta sig við niðurstöðuna hjá þessu sama fólki. Það er reyndar fyndið en líka dapurlegt. Við höfum komið okkur upp ákveðnu kerfi hér. Við kjósum og svo er mynduð stjórn. Svo verður hún óvinsæl, venjulega af því að hún gerir ekki allt fyrir alla, og þá vill fólk bara að hún víki. Það vill fá að taka prófið aftur.Velja sjálf Stundum held ég að pólitík líkist því helst að velja morgunmat fyrir illa sofið og úrillt barn. Allt sem maður tekur til er ómögulegt og það vill alltaf fá það sem er ekki til. Ég á slatta af börnum og lærði það fyrir löngu að þegar þau fara öfugt framúr, þá er best að leyfa þeim að velja sjálf. Þá geta þau að minnsta kosti ekki kvartað undan því sem þau völdu sjálf. Það á kannski ekki alveg eins vel við kjósendur, því ótrúlega mörgum tekst að verða gríðarlega ósáttir við það sem þeir kusu alveg sjálfir. En í dag tökum við prófið, lesin sem ólesin. Ég ætla að taka það og ég get lofað því að hvernig sem fer þá ætla ég að sætta mig við niðurstöðuna. Þetta verður það sem „við kusum yfir okkur“ og þá verður það bara að vera þannig. Þrátt fyrir allt er lýðræðið nefnilega sjúklega meiriháttar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Logi Bergmann Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ég þekkti einu sinni mann sem tók ekki mark á skoðanakönnunum af því að hann var aldrei með í þeim. Hann hafði að vísu þá reglu að svara ekki í símann á kvöldin, en sá ekkert samhengi þarna á milli. Allar skoðanakannanir sem féllu ekki að skoðunum hans voru bara bull. Ég veit ekki hvort ég þarf að taka það fram að þessi maður er vitleysingur. En hann er ekki einn. Ef eitthvað væri að marka skoðanakannanir á útvarpi Sögu þá væri Flokkur heimilanna í góðum málum að ljúka fyrsta kjörtímabili sínu með hreinan meirihluta. Og Sturla Jónsson, réttkjörinn forseti, væri langt kominn með að banna verðtryggingu og fella niður tolla á vörubílum. Þessar kannanir eru eins og upphitun fyrir landsleik. Jújú, voða áhugavert, en nú erum við hætt að nenna að hlusta á einhverja sérfræðinga spá í spilin og viljum bara að þetta fari að byrja. Mér hefur alltaf fundist kosningar stórkostlega skemmtilegt fyrirbæri. Það er kannski ekki að marka, því mér finnst allt sem er stórt, óreglulegt og líklegt til að fara úr böndunum skemmtilegt. Þannig hef ég til dæmis gaman af því að taka próf, þótt mér hafi í raun aldrei þótt sérlega skemmtilegt að læra. Og kosningar eru soltið eins og maður sé að fara ólesinn í próf. Maður svarar fyrst því sem maður er alveg viss um og svona reynir að giska rétt á restina og bíður svo spenntur eftir einkunnum.Engin rétt svör Munurinn á prófi og kosningum er hins vegar að það er ekkert rétt svar. Það er engin allsherjarniðurstaða sem gefur þér hærri einkunn. Í besta falli hafa fleiri svarað prófinu á sama hátt og þú en þeir sem gerðu það ekki höfðu ekki endilega rangt fyrir sér. Það virðist erfitt fyrir suma að sætta sig við þetta. Ákveðinn hópur kemur alltaf fram og frekjast yfir því að einhverjir hafi fengið rétt á þessu prófi, fyrir röng svör. Það verði helst að taka prófið aftur, því þetta geti bara ekki staðist. Þau hafi verið að læra í allan vetur og mætt í alla tímana og svo komi bara þessi niðurstaða. Það sem er furðulegast við þetta er að oft eru þetta helstu talsmenn lýðræðis sem eru allra reiðastir. Þeir sem tala hæst um rétt fólksins til að kjósa, eiga oft erfiðast með að sætta sig við niðurstöðuna hjá þessu sama fólki. Það er reyndar fyndið en líka dapurlegt. Við höfum komið okkur upp ákveðnu kerfi hér. Við kjósum og svo er mynduð stjórn. Svo verður hún óvinsæl, venjulega af því að hún gerir ekki allt fyrir alla, og þá vill fólk bara að hún víki. Það vill fá að taka prófið aftur.Velja sjálf Stundum held ég að pólitík líkist því helst að velja morgunmat fyrir illa sofið og úrillt barn. Allt sem maður tekur til er ómögulegt og það vill alltaf fá það sem er ekki til. Ég á slatta af börnum og lærði það fyrir löngu að þegar þau fara öfugt framúr, þá er best að leyfa þeim að velja sjálf. Þá geta þau að minnsta kosti ekki kvartað undan því sem þau völdu sjálf. Það á kannski ekki alveg eins vel við kjósendur, því ótrúlega mörgum tekst að verða gríðarlega ósáttir við það sem þeir kusu alveg sjálfir. En í dag tökum við prófið, lesin sem ólesin. Ég ætla að taka það og ég get lofað því að hvernig sem fer þá ætla ég að sætta mig við niðurstöðuna. Þetta verður það sem „við kusum yfir okkur“ og þá verður það bara að vera þannig. Þrátt fyrir allt er lýðræðið nefnilega sjúklega meiriháttar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun