Sænska landsliðið er komið upp í fyrsta sætið í sínum riðli í undankeppni HM 2018 eftir öruggan 3-0 heimasigur á Búlgörum í kvöld.
Svíar eru enn taplausir í riðlinum og hafa sjö stig af níu mögulegum alveg eins og íslenska landsliðið. Það er margt mjög líkt með byrjun Íslands og Svíþjóðar í þessari undankeppni.
Lars Lagerbäck, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, er kominn inn í þjálfarateymi Svía og mun þar aðstoða landsliðsþjálfarann Janne Andersson.
Mörk Svía í kvöld skoruðu þeir Ola Toivonen, Oscar Hiljemark og Victor Lindelöf en staðan var 2-0 í hálfleik.
Svíar gerðu jafntefli við Hollendinga á heimavelli í fyrsta leik en unnu svo Lúxemborg fyrir þremur dögum.
Svíar eru í fyrsta sæti riðilsins ásamt Frökkum sem unnu 1-0 útisigur á Hollendingum í kvöld. Hollendingar sitja eftir með fjögur stig en allar þjóðirnar voru með jafnmörg stig fyrir leiki kvöldsins.
Lars Lagerbäck að hafa góð áhrif á sænska landsliðið | 3-0 sigur í kvöld | Sjáðu mörkin
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mest lesið


Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens
Enski boltinn



Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda
Íslenski boltinn

„Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“
Enski boltinn




Schumacher orðinn afi
Formúla 1