DHL lætur smíða eigin rafmagnssendibíla Finnur Thorlacius skrifar 11. október 2016 09:25 Rafmagnsbílafloti DH sem meðal annars inniheldur rafmagnshjól. Við lítinn fögnuð Volkswagen hefur DHL tekið þá stefnu að útbúa sendibíla þeirra eigin rafmagnsdrifrás í stað þess að kaupa slíka bíla tilbúna af Volkswagen. Volkswagen getur kennt fyrri eigin ákvörðunum um þessa þróun, en fyrirtækið hafði óskað eftir framleiðslu þeirra en fékk neitun frá Volkswagen. Því hefur DHL tekið þá ákvörðun að standa að því sjálft. Það reyndist DHL fremur auðvelt að útvista sjálft þeim breytingum á bílunum sem gerir þá rafdrifna og hefur keypt þá þjónustu af öðru fyrirtæki, þ.e. Bosch. Í dag framleiða bílaframleiðendur aðeins 20% af íhlutum í bíla sína en árið 1980 var það hlutfall 45%. Því reyndist það ekki flókið fyrir DHL að semja við Bosch sem sér um að útbúa bíla DHL rafmagnsdrifrás, en bílana sjálfa kaupa þeir hráa af Volkswagen. DHL er með 1.000 sendibíla sem ganga fyrir rafmagni en ætla að framleiða allt að 5.000 slíka bíla á ári og jafnvel selja þá einnig til annarra kaupenda. Þessir bílar eiga að endast í 16 ár og er þeim ekið 60 klukkutíma í viku að meðaltali. Bílar þessir heita StreetScooter og eru með 280 kúbikfeta flutningsrými og geta borið um 1 tonn af vörum. Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent
Við lítinn fögnuð Volkswagen hefur DHL tekið þá stefnu að útbúa sendibíla þeirra eigin rafmagnsdrifrás í stað þess að kaupa slíka bíla tilbúna af Volkswagen. Volkswagen getur kennt fyrri eigin ákvörðunum um þessa þróun, en fyrirtækið hafði óskað eftir framleiðslu þeirra en fékk neitun frá Volkswagen. Því hefur DHL tekið þá ákvörðun að standa að því sjálft. Það reyndist DHL fremur auðvelt að útvista sjálft þeim breytingum á bílunum sem gerir þá rafdrifna og hefur keypt þá þjónustu af öðru fyrirtæki, þ.e. Bosch. Í dag framleiða bílaframleiðendur aðeins 20% af íhlutum í bíla sína en árið 1980 var það hlutfall 45%. Því reyndist það ekki flókið fyrir DHL að semja við Bosch sem sér um að útbúa bíla DHL rafmagnsdrifrás, en bílana sjálfa kaupa þeir hráa af Volkswagen. DHL er með 1.000 sendibíla sem ganga fyrir rafmagni en ætla að framleiða allt að 5.000 slíka bíla á ári og jafnvel selja þá einnig til annarra kaupenda. Þessir bílar eiga að endast í 16 ár og er þeim ekið 60 klukkutíma í viku að meðaltali. Bílar þessir heita StreetScooter og eru með 280 kúbikfeta flutningsrými og geta borið um 1 tonn af vörum.
Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent