Tesla hættir smíði aflminnstu 60D útgáfu Model X Finnur Thorlacius skrifar 11. október 2016 09:42 Tesla Model X. Rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla hefur ákveðið að hætta framleiðslu aflminnstu og skammdrægustu útgáfu Model X bíls síns með 60D rafhlöðunum og verður nú sú aflminnsta af 75D-gerð. Það hækkar verulega verð ódýrustu útgáfu bílsins og er lægsta verðið nú 85.500 dollarar í stað 74.000 dollara áður. Líklega liggur dræm sala 60D útgáfunnar að baki þeirri ákvörðun að hætta framleiðslunni. Áfram verður þó hægt að kaupa Model S bílinn með 60D rafhlöðunum og kostar sá bíll 66.000 dollara og virðist næg eftirspurn vera í þá útgáfu hans og er hann ódýrasti bíll sem kaupa má frá Tesla. Tesla, eins og margur annar bílaframleiðandinn, vill selja fleiri bíla en það gerir nú og fækka þeim útgáfum bíla sinna sem seljast treglega og leggja fremur áherslu á þá bílgerðir sem seljast vel. Því er þetta kunnuglegt mynstur og ætti ekki að vekja furðu margra. Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent
Rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla hefur ákveðið að hætta framleiðslu aflminnstu og skammdrægustu útgáfu Model X bíls síns með 60D rafhlöðunum og verður nú sú aflminnsta af 75D-gerð. Það hækkar verulega verð ódýrustu útgáfu bílsins og er lægsta verðið nú 85.500 dollarar í stað 74.000 dollara áður. Líklega liggur dræm sala 60D útgáfunnar að baki þeirri ákvörðun að hætta framleiðslunni. Áfram verður þó hægt að kaupa Model S bílinn með 60D rafhlöðunum og kostar sá bíll 66.000 dollara og virðist næg eftirspurn vera í þá útgáfu hans og er hann ódýrasti bíll sem kaupa má frá Tesla. Tesla, eins og margur annar bílaframleiðandinn, vill selja fleiri bíla en það gerir nú og fækka þeim útgáfum bíla sinna sem seljast treglega og leggja fremur áherslu á þá bílgerðir sem seljast vel. Því er þetta kunnuglegt mynstur og ætti ekki að vekja furðu margra.
Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent