Strákarnir okkar aldrei verið ofar á heimslistanum Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. október 2016 08:00 Strákarnir okkar eru sem fyrr langbestir á Norðurlöndum og nú betri en Tyrkir. vísir/ernir Íslenska landsliðið í fótbolta verður í 21. sæti á heimslista FIFA þegar nýr listi verður birtur á fimmtudaginn í næstu viku. Það stekkur upp um sex sæti en á síðasta lista var Ísland númer 27 á listanum. Sem fyrr er það spænski tölfræðingurinn Alexis Martín sem reiknar út stöðu 60 efstu liðanna og birtir niðurstöðuna á undan FIFA á Twitter-síðu sinni, en Spánverjanum skeikar aldrei um eitt stig. Strákarnir okkar hafa aldrei verið ofar á listanum en þeir bæta eigið met um eitt sæti. Ísland stökk upp um tólf sæti eftir Evrópumótið í Frakklandi þar sem það kom allri álfunni á óvart og endaði á meðal átta efstu, en eftir EM í Frakklandi var Ísland í 22. sæti. Íslenska liðið fór aðeins að síga niður listann eftir EM en það var í 27. sæti þegar kom að síðustu landsleikjaviku sem kláraðist formlega í gær. Þar innbyrtu strákarnir okkar tvo sigra á Finnum og Tyrkjum og skjótast nú upp um sex sæti.Þegar Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson tóku við íslenska landsliðinu var það í miklum vandræðum og fór neðst niður í 131. sæti heimslistans. Tvíeykið Lars og Heimir kom liðinu í 22. sætið með frábærum árangri á EM en nú er Heimir búinn að gera enn betur og ná bestu stöðu á listanum í sögu landsliðsins. Sem fyrr eru strákarnir okkar konungar norðursins en þeir eru ekki bara efstir af Norðurlandaþjóðunum heldur langefstir. Svíar fara upp um tvö sæti og sitja í 39. sæti en Danir fara niður um sex sæti og eru í 50. sæti á nýjum lista. Noregur, sem var í 70. sæti á síðasta lista, og Finnar, sem voru númer 85, eru ekki á topp 60 frekar en Færeyingar. Ísland er einnig orðið næst besta liðið í I-riðli undankeppni HM 2018 en á meðan okkar menn fara upp um sex sæti fara Tyrkir niður um fjögur í 25. sæti. Tyrkland var í 21. sæti fyrir síðustu landsleikjaviku en íslenska liðið skýst nú upp fyrir Tyrki eftir glæsilegan 2-0 sigur á þeim.Króatía er sem fyrr efst af liðunum í riðli Íslands. Króatíska liðið er í 16. sæti heimslistans og mætir Íslandi í byrjun nóvember í uppgjöri um efsta sæti riðilsins í undankeppni HM 2018. Úkraína er í 29. sæti en Kósóvó og Finnland eru ekki á meðal 60 efstu liða heimslistans. Argentína heldur toppsætinu en Þjóðverjar taka annað sætið af Belgum sem falla niður í það fjórða. Brasilía heldur áfram að sækja í sig veðrið en Brassar fara upp um eitt sæti í það þriðja. England heldur sinni stöðu í 12. sæti heimslistans.Topp tíu: 1. Argentína 2. Þýskaland 3. Brasilía 4. Belgía 5. Kólumbía 6. Síle 7. Frakkland 8. Portúgal 9. Úrúgvæ 10. SpánnEste es el TOP-60 del Ranking FIFA que será publicado el próximo 20 de octubre. Para vosotros siempre lo mejor y antes que nadie ;-) pic.twitter.com/ttev62nGca— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) October 12, 2016 HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Tyrkir fengu „mikilvæga kennslustund í fótbolta“ frá Íslandi Tyrkneskir fjölmiðlar heillast af íslenska landsliðinu sem er búið að pakka Tyrkjum saman tvisvar sinnum á tveimur árum. 10. október 2016 09:00 „Hefðum ekki unnið Ísland þó við hefðum spilað til morguns“ Fyrrverandi landsliðsmaður Tyrklands var hrifinn af spilamennsku Íslands en langt frá því að vera sáttur með sína menn. 10. október 2016 08:00 Eiður ánægður með strákana en skýtur létt á Alfreð fyrir brasilíska hornfánadansinn "Ég lærði af þeim besta,“ svaraði Alfreð markahæsta leikmanni íslenska landsliðsins frá upphafi. 10. október 2016 09:45 Umfjöllun og myndir: Ísland - Tyrkland 2-0 | Strákarnir hver öðrum betri í sannfærandi sigri Ísland vann frábæran sigur á Tyrkjum í undankeppni Heimsmeistaramótsins á Laugardalsvellinum í kvöld. Lokatölur urðu 2-0 og komu bæði mörkin í fyrri hálfleik. 9. október 2016 20:30 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Sjá meira
Íslenska landsliðið í fótbolta verður í 21. sæti á heimslista FIFA þegar nýr listi verður birtur á fimmtudaginn í næstu viku. Það stekkur upp um sex sæti en á síðasta lista var Ísland númer 27 á listanum. Sem fyrr er það spænski tölfræðingurinn Alexis Martín sem reiknar út stöðu 60 efstu liðanna og birtir niðurstöðuna á undan FIFA á Twitter-síðu sinni, en Spánverjanum skeikar aldrei um eitt stig. Strákarnir okkar hafa aldrei verið ofar á listanum en þeir bæta eigið met um eitt sæti. Ísland stökk upp um tólf sæti eftir Evrópumótið í Frakklandi þar sem það kom allri álfunni á óvart og endaði á meðal átta efstu, en eftir EM í Frakklandi var Ísland í 22. sæti. Íslenska liðið fór aðeins að síga niður listann eftir EM en það var í 27. sæti þegar kom að síðustu landsleikjaviku sem kláraðist formlega í gær. Þar innbyrtu strákarnir okkar tvo sigra á Finnum og Tyrkjum og skjótast nú upp um sex sæti.Þegar Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson tóku við íslenska landsliðinu var það í miklum vandræðum og fór neðst niður í 131. sæti heimslistans. Tvíeykið Lars og Heimir kom liðinu í 22. sætið með frábærum árangri á EM en nú er Heimir búinn að gera enn betur og ná bestu stöðu á listanum í sögu landsliðsins. Sem fyrr eru strákarnir okkar konungar norðursins en þeir eru ekki bara efstir af Norðurlandaþjóðunum heldur langefstir. Svíar fara upp um tvö sæti og sitja í 39. sæti en Danir fara niður um sex sæti og eru í 50. sæti á nýjum lista. Noregur, sem var í 70. sæti á síðasta lista, og Finnar, sem voru númer 85, eru ekki á topp 60 frekar en Færeyingar. Ísland er einnig orðið næst besta liðið í I-riðli undankeppni HM 2018 en á meðan okkar menn fara upp um sex sæti fara Tyrkir niður um fjögur í 25. sæti. Tyrkland var í 21. sæti fyrir síðustu landsleikjaviku en íslenska liðið skýst nú upp fyrir Tyrki eftir glæsilegan 2-0 sigur á þeim.Króatía er sem fyrr efst af liðunum í riðli Íslands. Króatíska liðið er í 16. sæti heimslistans og mætir Íslandi í byrjun nóvember í uppgjöri um efsta sæti riðilsins í undankeppni HM 2018. Úkraína er í 29. sæti en Kósóvó og Finnland eru ekki á meðal 60 efstu liða heimslistans. Argentína heldur toppsætinu en Þjóðverjar taka annað sætið af Belgum sem falla niður í það fjórða. Brasilía heldur áfram að sækja í sig veðrið en Brassar fara upp um eitt sæti í það þriðja. England heldur sinni stöðu í 12. sæti heimslistans.Topp tíu: 1. Argentína 2. Þýskaland 3. Brasilía 4. Belgía 5. Kólumbía 6. Síle 7. Frakkland 8. Portúgal 9. Úrúgvæ 10. SpánnEste es el TOP-60 del Ranking FIFA que será publicado el próximo 20 de octubre. Para vosotros siempre lo mejor y antes que nadie ;-) pic.twitter.com/ttev62nGca— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) October 12, 2016
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Tyrkir fengu „mikilvæga kennslustund í fótbolta“ frá Íslandi Tyrkneskir fjölmiðlar heillast af íslenska landsliðinu sem er búið að pakka Tyrkjum saman tvisvar sinnum á tveimur árum. 10. október 2016 09:00 „Hefðum ekki unnið Ísland þó við hefðum spilað til morguns“ Fyrrverandi landsliðsmaður Tyrklands var hrifinn af spilamennsku Íslands en langt frá því að vera sáttur með sína menn. 10. október 2016 08:00 Eiður ánægður með strákana en skýtur létt á Alfreð fyrir brasilíska hornfánadansinn "Ég lærði af þeim besta,“ svaraði Alfreð markahæsta leikmanni íslenska landsliðsins frá upphafi. 10. október 2016 09:45 Umfjöllun og myndir: Ísland - Tyrkland 2-0 | Strákarnir hver öðrum betri í sannfærandi sigri Ísland vann frábæran sigur á Tyrkjum í undankeppni Heimsmeistaramótsins á Laugardalsvellinum í kvöld. Lokatölur urðu 2-0 og komu bæði mörkin í fyrri hálfleik. 9. október 2016 20:30 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Sjá meira
Tyrkir fengu „mikilvæga kennslustund í fótbolta“ frá Íslandi Tyrkneskir fjölmiðlar heillast af íslenska landsliðinu sem er búið að pakka Tyrkjum saman tvisvar sinnum á tveimur árum. 10. október 2016 09:00
„Hefðum ekki unnið Ísland þó við hefðum spilað til morguns“ Fyrrverandi landsliðsmaður Tyrklands var hrifinn af spilamennsku Íslands en langt frá því að vera sáttur með sína menn. 10. október 2016 08:00
Eiður ánægður með strákana en skýtur létt á Alfreð fyrir brasilíska hornfánadansinn "Ég lærði af þeim besta,“ svaraði Alfreð markahæsta leikmanni íslenska landsliðsins frá upphafi. 10. október 2016 09:45
Umfjöllun og myndir: Ísland - Tyrkland 2-0 | Strákarnir hver öðrum betri í sannfærandi sigri Ísland vann frábæran sigur á Tyrkjum í undankeppni Heimsmeistaramótsins á Laugardalsvellinum í kvöld. Lokatölur urðu 2-0 og komu bæði mörkin í fyrri hálfleik. 9. október 2016 20:30