Zayn hannar fyrir Versace Ritstjórn skrifar 12. október 2016 13:00 Mynd/Getty Fyrrum One Direction söngvarinn Zayn kemur til með að hanna línu fyrir Versus Versace, undirmerki Versace. Þetta tilkynnti hann ásamt Donatellu Versace, yfirhönnuði Versace, í dag. Hann mun einnig sitja fyrir í tveimur auglýsingaherferðum fyrir merkið. Versus Versace hefur verið án yfirhönnuðar frá því að Anthony Vaccarello var ráðinn til Saint Laurent fyrr á þessu ári. Það er óhætt að segja að Zayn uppfylli ímynd merkisins en það dregur mikinn innblástur frá rokktónlist og er svarti liturinn oftast áberandi sem og leður. Línan mun heita Zayn x Versus og verður kynnt fyrir aðdáendum næsta vor. Miðað við hvernig fatastíl söngvarinn er með þá efumst við ekki um að samvinnuverkefnið muni slá í gegn. Svo er auðvitað líka spurning hvort að hann fái einhverja hjálp frá kærustunni, Gigi Hadid. Mest lesið "Einhvers staðar er einhver sem ákveður að borga honum hærri laun en mér.“ Glamour ZARA opnar í Smáralind á ný Glamour Tískufyrirmyndin Díana prinsessa Glamour Vogue mælir með Hrím, Noodle Station og Kiosk Glamour Cara Delevingne gengin til liðs við Puma Glamour Lily-Rose Depp er með puttana á púlsinum Glamour Frank Ocean snýr aftur í nýrri auglýsingaherferð Calvin Klein Glamour Geislaði í hvítum draumakjól Glamour Tvær fléttur eru betri en ein Glamour Fimm frábær lituð dagkrem Glamour
Fyrrum One Direction söngvarinn Zayn kemur til með að hanna línu fyrir Versus Versace, undirmerki Versace. Þetta tilkynnti hann ásamt Donatellu Versace, yfirhönnuði Versace, í dag. Hann mun einnig sitja fyrir í tveimur auglýsingaherferðum fyrir merkið. Versus Versace hefur verið án yfirhönnuðar frá því að Anthony Vaccarello var ráðinn til Saint Laurent fyrr á þessu ári. Það er óhætt að segja að Zayn uppfylli ímynd merkisins en það dregur mikinn innblástur frá rokktónlist og er svarti liturinn oftast áberandi sem og leður. Línan mun heita Zayn x Versus og verður kynnt fyrir aðdáendum næsta vor. Miðað við hvernig fatastíl söngvarinn er með þá efumst við ekki um að samvinnuverkefnið muni slá í gegn. Svo er auðvitað líka spurning hvort að hann fái einhverja hjálp frá kærustunni, Gigi Hadid.
Mest lesið "Einhvers staðar er einhver sem ákveður að borga honum hærri laun en mér.“ Glamour ZARA opnar í Smáralind á ný Glamour Tískufyrirmyndin Díana prinsessa Glamour Vogue mælir með Hrím, Noodle Station og Kiosk Glamour Cara Delevingne gengin til liðs við Puma Glamour Lily-Rose Depp er með puttana á púlsinum Glamour Frank Ocean snýr aftur í nýrri auglýsingaherferð Calvin Klein Glamour Geislaði í hvítum draumakjól Glamour Tvær fléttur eru betri en ein Glamour Fimm frábær lituð dagkrem Glamour