Sendiherra Íslands gefur danska fótboltalandsliðinu góð ráð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2016 19:15 Vísir/Samsett mynd Íslenska fótboltalandsliðið hefur aldrei verið ofar á FIFA-listanum en þessi misserin og Danir horfa nú öfundaraugum á velgengi íslenska liðsins á meðan danska liðið hrynur niður styrkleikalistann. Ísland var í 27. sæti á síðasta lista, 19 sætum ofar en Danir, en fer væntanlega upp í 21. sæti á næsta lista. Danir detta aftur á móti niður um fjögur sæti eða alla leið í 50. sætið. Danir verða því væntanlega 29 sætum á eftir Íslandi á nýjum FIFA-lista. Politiken fjallar um íslenska landsliðið og ber saman ferðalag Íslands og Danmerkur á FIFA-listanum þar sem Danir hafa farið úr 11. sæti niður í það 50. en Íslendingar úr 112. sæti upp í það 21. Íslenska landsliðið er taplaust á toppi síns riðils í undankeppninni en Danir eru í 4. sæti í sínum riðli og hafa tapað tveimur af fyrstu þremur leikjum sínum. Benedikt Jónsson, Sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn, mætti á leik Dana og Svartfellinga í undankeppni þar sem Danir töpuðu 1-0. Politiken nýtti tækifærið og fékk hans mat á gengi landsliðanna tveggja. „Ég varð fyrir vonbrigðum með leikinn í gær. Kannski er vandamálið að þið einblínið of mikið á of fáa leikmenn. Lýsendurnir tala nánast bara um Christian Eriksen,“ sagði Benedikt Jónsson en hann viðurkenndi um leið að hafa ekki meira vit á fótboltanum en að hafa leikið sér með boltann þegar hann var strákur. Blaðamaður Politiken spurði Benedikt um hvaða ráð hann gæti gefið danska landsliðinu í fótbolta? „Það eru ellefu leikmenn í liði. Íslenska leiðin er að einblína á allt liðið en ekki einstaklingana,“ sagði Benedikt en er hann bjartsýnn á það að Ísland komist á HM í fyrsta sinn? „Það eru bara nokkrir leikir búnir og það er erfitt að spá fyrir um það núna. Það voru samt ekki margir sem bjuggust við því að Ísland kæmist til Frakklands. Þeir eru í erfiðum riðli með Króatíu, Tyrklandi og Úkraínu en af hverju ekki?,“ sagði Benedikt. Það má finna viðtalið við hann og umfjöllunina hér. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Tyrkir fengu „mikilvæga kennslustund í fótbolta“ frá Íslandi Tyrkneskir fjölmiðlar heillast af íslenska landsliðinu sem er búið að pakka Tyrkjum saman tvisvar sinnum á tveimur árum. 10. október 2016 09:00 „Hefðum ekki unnið Ísland þó við hefðum spilað til morguns“ Fyrrverandi landsliðsmaður Tyrklands var hrifinn af spilamennsku Íslands en langt frá því að vera sáttur með sína menn. 10. október 2016 08:00 Strákarnir okkar aldrei verið ofar á heimslistanum Íslenska fótboltalandsliðið bætir eigið met frá því eftir EM og er áfram langbesta liðið á Norðurlöndum. 12. október 2016 08:00 Eiður ánægður með strákana en skýtur létt á Alfreð fyrir brasilíska hornfánadansinn "Ég lærði af þeim besta,“ svaraði Alfreð markahæsta leikmanni íslenska landsliðsins frá upphafi. 10. október 2016 09:45 Drillo vill fá Lars til bjargar: „Hann er þjálfarinn sem Noregur þarf á að halda“ Norska landsliðið hefur sjaldan verið verið slakara og er þjálfarinn valtur í sessi. 13. október 2016 09:00 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Sjá meira
Íslenska fótboltalandsliðið hefur aldrei verið ofar á FIFA-listanum en þessi misserin og Danir horfa nú öfundaraugum á velgengi íslenska liðsins á meðan danska liðið hrynur niður styrkleikalistann. Ísland var í 27. sæti á síðasta lista, 19 sætum ofar en Danir, en fer væntanlega upp í 21. sæti á næsta lista. Danir detta aftur á móti niður um fjögur sæti eða alla leið í 50. sætið. Danir verða því væntanlega 29 sætum á eftir Íslandi á nýjum FIFA-lista. Politiken fjallar um íslenska landsliðið og ber saman ferðalag Íslands og Danmerkur á FIFA-listanum þar sem Danir hafa farið úr 11. sæti niður í það 50. en Íslendingar úr 112. sæti upp í það 21. Íslenska landsliðið er taplaust á toppi síns riðils í undankeppninni en Danir eru í 4. sæti í sínum riðli og hafa tapað tveimur af fyrstu þremur leikjum sínum. Benedikt Jónsson, Sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn, mætti á leik Dana og Svartfellinga í undankeppni þar sem Danir töpuðu 1-0. Politiken nýtti tækifærið og fékk hans mat á gengi landsliðanna tveggja. „Ég varð fyrir vonbrigðum með leikinn í gær. Kannski er vandamálið að þið einblínið of mikið á of fáa leikmenn. Lýsendurnir tala nánast bara um Christian Eriksen,“ sagði Benedikt Jónsson en hann viðurkenndi um leið að hafa ekki meira vit á fótboltanum en að hafa leikið sér með boltann þegar hann var strákur. Blaðamaður Politiken spurði Benedikt um hvaða ráð hann gæti gefið danska landsliðinu í fótbolta? „Það eru ellefu leikmenn í liði. Íslenska leiðin er að einblína á allt liðið en ekki einstaklingana,“ sagði Benedikt en er hann bjartsýnn á það að Ísland komist á HM í fyrsta sinn? „Það eru bara nokkrir leikir búnir og það er erfitt að spá fyrir um það núna. Það voru samt ekki margir sem bjuggust við því að Ísland kæmist til Frakklands. Þeir eru í erfiðum riðli með Króatíu, Tyrklandi og Úkraínu en af hverju ekki?,“ sagði Benedikt. Það má finna viðtalið við hann og umfjöllunina hér.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Tyrkir fengu „mikilvæga kennslustund í fótbolta“ frá Íslandi Tyrkneskir fjölmiðlar heillast af íslenska landsliðinu sem er búið að pakka Tyrkjum saman tvisvar sinnum á tveimur árum. 10. október 2016 09:00 „Hefðum ekki unnið Ísland þó við hefðum spilað til morguns“ Fyrrverandi landsliðsmaður Tyrklands var hrifinn af spilamennsku Íslands en langt frá því að vera sáttur með sína menn. 10. október 2016 08:00 Strákarnir okkar aldrei verið ofar á heimslistanum Íslenska fótboltalandsliðið bætir eigið met frá því eftir EM og er áfram langbesta liðið á Norðurlöndum. 12. október 2016 08:00 Eiður ánægður með strákana en skýtur létt á Alfreð fyrir brasilíska hornfánadansinn "Ég lærði af þeim besta,“ svaraði Alfreð markahæsta leikmanni íslenska landsliðsins frá upphafi. 10. október 2016 09:45 Drillo vill fá Lars til bjargar: „Hann er þjálfarinn sem Noregur þarf á að halda“ Norska landsliðið hefur sjaldan verið verið slakara og er þjálfarinn valtur í sessi. 13. október 2016 09:00 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Sjá meira
Tyrkir fengu „mikilvæga kennslustund í fótbolta“ frá Íslandi Tyrkneskir fjölmiðlar heillast af íslenska landsliðinu sem er búið að pakka Tyrkjum saman tvisvar sinnum á tveimur árum. 10. október 2016 09:00
„Hefðum ekki unnið Ísland þó við hefðum spilað til morguns“ Fyrrverandi landsliðsmaður Tyrklands var hrifinn af spilamennsku Íslands en langt frá því að vera sáttur með sína menn. 10. október 2016 08:00
Strákarnir okkar aldrei verið ofar á heimslistanum Íslenska fótboltalandsliðið bætir eigið met frá því eftir EM og er áfram langbesta liðið á Norðurlöndum. 12. október 2016 08:00
Eiður ánægður með strákana en skýtur létt á Alfreð fyrir brasilíska hornfánadansinn "Ég lærði af þeim besta,“ svaraði Alfreð markahæsta leikmanni íslenska landsliðsins frá upphafi. 10. október 2016 09:45
Drillo vill fá Lars til bjargar: „Hann er þjálfarinn sem Noregur þarf á að halda“ Norska landsliðið hefur sjaldan verið verið slakara og er þjálfarinn valtur í sessi. 13. október 2016 09:00