Breytti gömlu iðnaðarhúsnæði í hlýlegt heimili Svana Lovísa Kristjánsdóttir skrifar 17. október 2016 20:00 Birna Harðardóttir. Glamour/Rakel Tómas Í sögufrægu húsi við Vesturgötuna búa nýgiftu hjónin Birna Harðardóttir og Haraldur Einarsson ásamt börnum. Heimilið ber þess vott að hér býr einstök smekkdama með gott auga fyrir smáatriðum og litavali. Eftir skamman tíma stefna hjónin þó í sveitina þar sem þau munu gerast kúabændur við Urriðafoss og verður sveitabýlið hennar Birnu án efa eitt það smekklegasta. Glamour fór í heimsókn til Birnu í ágústblaðinu og hér má sjá afraksturinn. Segðu okkur aðeins frá sjálfri þér? Ég er nýgift tveggja barna móðir sem býr í miðbæ Reykjavíkur. Ég er menntuð sem viðskiptafræðingur og lauk meistaragráðu í stjórnun og stefnumótun fyrir rétt rúmlega ári. Ég hef sérstaklega gaman af því að hafa snyrtilegt og fallegt í kringum mig. Ég hef mikinn áhuga á fallegri hönnun, þá aðallega húsmunum og fatnaði. Ég hef snúist í kringum það áhugmál síðan ég var krakki auk hreyfingar og heilsu. Sagan segir að ég hafi byrjað að kaupa í búið um fermingu og fyllt bæði bílskúr og háaloft foreldra minna af góssi.Hvað hafið þið fjölskyldan búið hér lengi? Við keyptum íbúðina fyrir tveimur árum en fluttum ekki inn fyrr en fyrir tæplega ári.Segðu okkur aðeins frá íbúðinni og hvaða framkvæmdir var farið í? Gaman er að segja frá því að íbúðin hefur mikla sögu því þetta var einu sinni Búnaðarbankinn. Hann var rændur fyrir um 20 árum og er það eina óupplýsta bankaránið hérlendis. Íbúðin er á jarðhæð og er 90 fermetrar, hún er þriggja herbergja og hefur sérinngang og aukna lofthæð. Við stóðum í framkvæmdum frá september 2014 fram í mars 2016. Í íbúðinni er allt nýtt, alveg frá rafmagni og pípulögnum upp í innréttingar, tæki og gólfefni. Framhlið íbúðarinnar er meira að segja ný.Er eitthvað sem þú hefðir viljað gera öðruvísi?Nei, ég get ekki sagt það. Ég er rosalega ánægð með útkomuna og allt sem við völdum hér inn.Fékkstu aðstoð fagaðila við hönnun íbúðarinnar? Þegar það var ekkert hér nema steypan fengum við Rut Kára til þess að koma og fara yfir rýmin með okkur. Það var alveg frábært að fá hugmyndir frá henni og stækka í leiðinni hugmyndabankann. Hún kom með margar frábærar hugmyndir sem við notuðum í bland við okkar eigin.Hvað er besta ráðið sem þú gætir gefið þeim sem eru á leið í framkvæmdir á heimilinu? Ég myndi segja að skipulag sé númer 1, 2 og 3. Ef það þarf að sérsmíða innréttingar eða sérpanta eitthvað eins og til dæmis flísar þá getur það tekið allt upp í 10 vikur. Ekki vanmeta tímann sem tekur að hanna og velja rétt inn í hvert og eitt rými, með tilliti til þarfa og kostnaðar. Getur þú lýst stílnum þínum í nokkrum orðum?Hann er mjög hrár, grófur og skandinavískur. Ég er mjög hrifin af stórum hlutum, vasar og kertastjakar þurfa að vera frekar stórir og myndverk líka.Hver er uppáhaldsstaðurinn á heimilinu?Eldhúsið er uppáhaldsstaðurinn, það er alveg frábært að geta brasað eitthvað í eldhúsinu en á sama tíma talað við þann sem er í stofunni. Baðherbergið fylgir samt sem áður fast á eftir. Að vera í sturtu er eins og að vera í spa, veggflísarnar búa til svo góða stemningu.En uppáhaldshluturinn? Kaffivélin er uppáhaldshluturinn minn hér inni. Hún er í raun þriðja barnið mitt eða annar eiginmaður, enda hugsa ég rosalega vel um hana. Hér get ég fengið cappuccino, espresso og americano með því að ýta á einn takka og kaffihúsin eiga ekki breik. Bekkurinn er einnig í uppáhaldi. Ég lét smíða hann, mágur tengdamóður minnar er rosalega fær og smíðaði hann eftir málum og orðum. Marshallinn kemur einnig sterkur inn, ég fékk hann í jólagjöf frá manninum mínum. Hann býr ekki bara til góð partí heldur verða húsverkin einnig svo mikið skemmtilegri þegar hann lætur í sér heyra.Hvaðan færðu innblástur fyrir heimilið? Héðan og þaðan, ég fylgi svolítið eigin sannfæringu. Ég ligg ekki mikið inni á heimilisbloggum eða Pinterest. Ég kaupi frekar það sem mér finnst fallegt hverju sinni.Endurspeglast fatastíllinn þinn á heimilinu á einhvern hátt? Já, ég reyni að velja mér fallegar flíkur og vanda valið í stað þess að kaupa í miklu magni. Sama má segja um húsgögn, ég leitast frekar eftir því kaupa klassíska hönnun sem stenst tímans tönn. Jarðlitir og grófleiki eru einkennandi fyrir mig, líka í fatavali.Veggirnir eru grámálaðir sem gefur hlýlegt yfirbragð.Hver er uppáhaldsflíkin þín og skór? Gráu Billibi-skórnir eru sérstaklega í uppáhaldi núna, maðurinn minn kom mér á óvart með þeim um daginn. Einnig eru svörtu kögurskórnir frá Bianco alltaf í uppáhaldi, þeir passa við allt og gera einföld dress smart. Ljósi blazer jakkinn úr Evu er hinn fullkomni blazer að mínu mati, sniðið á honum er mjög klæðilegt. Loðskinnið yfir jakkann er síðan frá Feldi. Ég fór og hitti Heiðar sem á Feld mjög tímanlega fyrir brúðkaup, ég sagði honum hvað ég vildi og hann fór í málið. Útkoman var þessi glæsilegi feldur sem ég get haft á nokkra vegu.Hvað er á döfinni? Ég held áfram að koma litlu fyrirtæki á laggirnar í ferðaþjónustu, það heitir Reykjavík Baytrips. Við gerum út á lúxus einkaferðir fyrir smærri hópa um Faxaflóann á opnum og flottum sportbát. Síðan eru miklar breytingar í vændum hjá fjölskyldunni á Vesturgötu. Að loknum þingstörfum hjá Halla ætlum við að taka nýja stefnu og gerast bændur með kýr á Urriðafossi. Þar ætlum við að ganga til liðs við tengdaforeldra mína.Fer það vel saman að vera með kúabú og eiga hreint og fallegt heimili með tveimur börnum? Ég vissi ekki að það væri hægt fyrr en ég kom heim til tengdaforeldra minna. Þau eiga fimm börn og gullfallegt heimili. Vissulega er það meiri vinna, þetta snýst allt saman um skipulag og samvinnu. Mikilvægt er að koma ekki á fjósafötum inn og þrífa stígvélin vel. Það er vel hægt að vera snyrtilegur og vel til hafður þótt maður vinni í sveit og í kringum kýr.Besta ráðið til að halda heimilinu fínu? Ég myndi segja að það væri að ganga frá eftir sig og börnin jafnóðum. Ef það tekst þá þarf maður ekki að eyða heilu dögunum í tiltekt. Ég tala nú ekki um hvað manni líður vel þegar það er alltaf hreint og fínt í kringum mann.Borðstofan er opin.Svefnherbergið.Gangurinn og bekkurinn umtalaði. Glamour Heimili Mest lesið Cruel Intentions aftur á skjáinn Glamour Stjörnurnar elska RMS Glamour Vor í lofti Glamour Hvernig skal gera fullkomna smokey förðun í leigubíl Glamour 5 ástæður til að fagna komu H&M til Íslands Glamour Kim komin í smellubuxur Glamour Lifandi gínur í sumarfjöri Gottu Glamour 19 ára Kate Moss auglýsir nýjan ilm Calvin Klein Glamour Emma Watson sigraði fyrstu kynlausu MTV verðlaunin Glamour Gisele trylltist í stúkunni þegar sigurinn var í höfn Glamour
Í sögufrægu húsi við Vesturgötuna búa nýgiftu hjónin Birna Harðardóttir og Haraldur Einarsson ásamt börnum. Heimilið ber þess vott að hér býr einstök smekkdama með gott auga fyrir smáatriðum og litavali. Eftir skamman tíma stefna hjónin þó í sveitina þar sem þau munu gerast kúabændur við Urriðafoss og verður sveitabýlið hennar Birnu án efa eitt það smekklegasta. Glamour fór í heimsókn til Birnu í ágústblaðinu og hér má sjá afraksturinn. Segðu okkur aðeins frá sjálfri þér? Ég er nýgift tveggja barna móðir sem býr í miðbæ Reykjavíkur. Ég er menntuð sem viðskiptafræðingur og lauk meistaragráðu í stjórnun og stefnumótun fyrir rétt rúmlega ári. Ég hef sérstaklega gaman af því að hafa snyrtilegt og fallegt í kringum mig. Ég hef mikinn áhuga á fallegri hönnun, þá aðallega húsmunum og fatnaði. Ég hef snúist í kringum það áhugmál síðan ég var krakki auk hreyfingar og heilsu. Sagan segir að ég hafi byrjað að kaupa í búið um fermingu og fyllt bæði bílskúr og háaloft foreldra minna af góssi.Hvað hafið þið fjölskyldan búið hér lengi? Við keyptum íbúðina fyrir tveimur árum en fluttum ekki inn fyrr en fyrir tæplega ári.Segðu okkur aðeins frá íbúðinni og hvaða framkvæmdir var farið í? Gaman er að segja frá því að íbúðin hefur mikla sögu því þetta var einu sinni Búnaðarbankinn. Hann var rændur fyrir um 20 árum og er það eina óupplýsta bankaránið hérlendis. Íbúðin er á jarðhæð og er 90 fermetrar, hún er þriggja herbergja og hefur sérinngang og aukna lofthæð. Við stóðum í framkvæmdum frá september 2014 fram í mars 2016. Í íbúðinni er allt nýtt, alveg frá rafmagni og pípulögnum upp í innréttingar, tæki og gólfefni. Framhlið íbúðarinnar er meira að segja ný.Er eitthvað sem þú hefðir viljað gera öðruvísi?Nei, ég get ekki sagt það. Ég er rosalega ánægð með útkomuna og allt sem við völdum hér inn.Fékkstu aðstoð fagaðila við hönnun íbúðarinnar? Þegar það var ekkert hér nema steypan fengum við Rut Kára til þess að koma og fara yfir rýmin með okkur. Það var alveg frábært að fá hugmyndir frá henni og stækka í leiðinni hugmyndabankann. Hún kom með margar frábærar hugmyndir sem við notuðum í bland við okkar eigin.Hvað er besta ráðið sem þú gætir gefið þeim sem eru á leið í framkvæmdir á heimilinu? Ég myndi segja að skipulag sé númer 1, 2 og 3. Ef það þarf að sérsmíða innréttingar eða sérpanta eitthvað eins og til dæmis flísar þá getur það tekið allt upp í 10 vikur. Ekki vanmeta tímann sem tekur að hanna og velja rétt inn í hvert og eitt rými, með tilliti til þarfa og kostnaðar. Getur þú lýst stílnum þínum í nokkrum orðum?Hann er mjög hrár, grófur og skandinavískur. Ég er mjög hrifin af stórum hlutum, vasar og kertastjakar þurfa að vera frekar stórir og myndverk líka.Hver er uppáhaldsstaðurinn á heimilinu?Eldhúsið er uppáhaldsstaðurinn, það er alveg frábært að geta brasað eitthvað í eldhúsinu en á sama tíma talað við þann sem er í stofunni. Baðherbergið fylgir samt sem áður fast á eftir. Að vera í sturtu er eins og að vera í spa, veggflísarnar búa til svo góða stemningu.En uppáhaldshluturinn? Kaffivélin er uppáhaldshluturinn minn hér inni. Hún er í raun þriðja barnið mitt eða annar eiginmaður, enda hugsa ég rosalega vel um hana. Hér get ég fengið cappuccino, espresso og americano með því að ýta á einn takka og kaffihúsin eiga ekki breik. Bekkurinn er einnig í uppáhaldi. Ég lét smíða hann, mágur tengdamóður minnar er rosalega fær og smíðaði hann eftir málum og orðum. Marshallinn kemur einnig sterkur inn, ég fékk hann í jólagjöf frá manninum mínum. Hann býr ekki bara til góð partí heldur verða húsverkin einnig svo mikið skemmtilegri þegar hann lætur í sér heyra.Hvaðan færðu innblástur fyrir heimilið? Héðan og þaðan, ég fylgi svolítið eigin sannfæringu. Ég ligg ekki mikið inni á heimilisbloggum eða Pinterest. Ég kaupi frekar það sem mér finnst fallegt hverju sinni.Endurspeglast fatastíllinn þinn á heimilinu á einhvern hátt? Já, ég reyni að velja mér fallegar flíkur og vanda valið í stað þess að kaupa í miklu magni. Sama má segja um húsgögn, ég leitast frekar eftir því kaupa klassíska hönnun sem stenst tímans tönn. Jarðlitir og grófleiki eru einkennandi fyrir mig, líka í fatavali.Veggirnir eru grámálaðir sem gefur hlýlegt yfirbragð.Hver er uppáhaldsflíkin þín og skór? Gráu Billibi-skórnir eru sérstaklega í uppáhaldi núna, maðurinn minn kom mér á óvart með þeim um daginn. Einnig eru svörtu kögurskórnir frá Bianco alltaf í uppáhaldi, þeir passa við allt og gera einföld dress smart. Ljósi blazer jakkinn úr Evu er hinn fullkomni blazer að mínu mati, sniðið á honum er mjög klæðilegt. Loðskinnið yfir jakkann er síðan frá Feldi. Ég fór og hitti Heiðar sem á Feld mjög tímanlega fyrir brúðkaup, ég sagði honum hvað ég vildi og hann fór í málið. Útkoman var þessi glæsilegi feldur sem ég get haft á nokkra vegu.Hvað er á döfinni? Ég held áfram að koma litlu fyrirtæki á laggirnar í ferðaþjónustu, það heitir Reykjavík Baytrips. Við gerum út á lúxus einkaferðir fyrir smærri hópa um Faxaflóann á opnum og flottum sportbát. Síðan eru miklar breytingar í vændum hjá fjölskyldunni á Vesturgötu. Að loknum þingstörfum hjá Halla ætlum við að taka nýja stefnu og gerast bændur með kýr á Urriðafossi. Þar ætlum við að ganga til liðs við tengdaforeldra mína.Fer það vel saman að vera með kúabú og eiga hreint og fallegt heimili með tveimur börnum? Ég vissi ekki að það væri hægt fyrr en ég kom heim til tengdaforeldra minna. Þau eiga fimm börn og gullfallegt heimili. Vissulega er það meiri vinna, þetta snýst allt saman um skipulag og samvinnu. Mikilvægt er að koma ekki á fjósafötum inn og þrífa stígvélin vel. Það er vel hægt að vera snyrtilegur og vel til hafður þótt maður vinni í sveit og í kringum kýr.Besta ráðið til að halda heimilinu fínu? Ég myndi segja að það væri að ganga frá eftir sig og börnin jafnóðum. Ef það tekst þá þarf maður ekki að eyða heilu dögunum í tiltekt. Ég tala nú ekki um hvað manni líður vel þegar það er alltaf hreint og fínt í kringum mann.Borðstofan er opin.Svefnherbergið.Gangurinn og bekkurinn umtalaði.
Glamour Heimili Mest lesið Cruel Intentions aftur á skjáinn Glamour Stjörnurnar elska RMS Glamour Vor í lofti Glamour Hvernig skal gera fullkomna smokey förðun í leigubíl Glamour 5 ástæður til að fagna komu H&M til Íslands Glamour Kim komin í smellubuxur Glamour Lifandi gínur í sumarfjöri Gottu Glamour 19 ára Kate Moss auglýsir nýjan ilm Calvin Klein Glamour Emma Watson sigraði fyrstu kynlausu MTV verðlaunin Glamour Gisele trylltist í stúkunni þegar sigurinn var í höfn Glamour