Lífsógnandi sjúkdómar Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar 19. október 2016 07:00 Margir greinast með lífsógnandi sjúkdóm allt of snemma á æviferlinum. Þegar slíkt hendir upplifir fólk sorg, söknuð eftir því sem var, kvíða og vanmátt. Margir upplifa þegar þeir fá ógnandi sjúkdómsgreiningu að þeir séu sviptir sjálfræði, ekki ólíkt því sem fólk skynjar við ótímabært andlát ástvinar. Skyndilega er lífið gjörbreytt án þess að maður ráði neinu. Þá er mikilvægt að fá að vera við stjórnvölinn þar sem því verður við komið, m.a. í sjálfu lækningaferlinu. Af reynslu minni af samskiptum við fólk í slíkum aðstæðum sé ég þrennt sem ekki má svipta neinn. Það er trúin, vonin og kærleikurinn. Þegar lífi okkar og heilsu er ögrað reynist mörgum styrkur að eiga trú á æðri mátt og margur kemst einmitt til trúar í þeim aðstæðum. Þegar faðir minn greindist með ólæknandi sjúkdóm á besta aldri og ég fór með honum að hitta lækni til að fá niðurstöður greiningar þá hafði læknirinn þann háttinn á í stað þess að ræða ítarlega um framvindu sjúkdómsins að hann spurði: Bolli, hvers nýtur þú best í lífinu? Hann svaraði: Ég nýt þess að hlusta á tónlist, fara í leikhús, lesa góðar bækur og vera með fólkinu mínu. Þá horfði læknirinn á hann með mikilli hlýju og sagði: Gerðu mikið af þessu öllu. Ég verð þessum lækni alltaf þakklát hvernig hann efldi föður minn í voninni og lífsfegurðinni í þessu þjáningarfulla samtali. Loks tel ég að allir sem lifa skyndilegt heilsuleysi hafi ríka þörf fyrir samkennd og skapandi kærleika. Ef samskiptavandi ríkir í fjölskyldum er fátt brýnna en að ganga til verka og leyfa nýrri sátt að fæðast þannig að dagarnir sem eftir eru séu fullir af tilgangi, því það er ein af frumþörfum mannsins.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Hrönn Bolladóttir Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun
Margir greinast með lífsógnandi sjúkdóm allt of snemma á æviferlinum. Þegar slíkt hendir upplifir fólk sorg, söknuð eftir því sem var, kvíða og vanmátt. Margir upplifa þegar þeir fá ógnandi sjúkdómsgreiningu að þeir séu sviptir sjálfræði, ekki ólíkt því sem fólk skynjar við ótímabært andlát ástvinar. Skyndilega er lífið gjörbreytt án þess að maður ráði neinu. Þá er mikilvægt að fá að vera við stjórnvölinn þar sem því verður við komið, m.a. í sjálfu lækningaferlinu. Af reynslu minni af samskiptum við fólk í slíkum aðstæðum sé ég þrennt sem ekki má svipta neinn. Það er trúin, vonin og kærleikurinn. Þegar lífi okkar og heilsu er ögrað reynist mörgum styrkur að eiga trú á æðri mátt og margur kemst einmitt til trúar í þeim aðstæðum. Þegar faðir minn greindist með ólæknandi sjúkdóm á besta aldri og ég fór með honum að hitta lækni til að fá niðurstöður greiningar þá hafði læknirinn þann háttinn á í stað þess að ræða ítarlega um framvindu sjúkdómsins að hann spurði: Bolli, hvers nýtur þú best í lífinu? Hann svaraði: Ég nýt þess að hlusta á tónlist, fara í leikhús, lesa góðar bækur og vera með fólkinu mínu. Þá horfði læknirinn á hann með mikilli hlýju og sagði: Gerðu mikið af þessu öllu. Ég verð þessum lækni alltaf þakklát hvernig hann efldi föður minn í voninni og lífsfegurðinni í þessu þjáningarfulla samtali. Loks tel ég að allir sem lifa skyndilegt heilsuleysi hafi ríka þörf fyrir samkennd og skapandi kærleika. Ef samskiptavandi ríkir í fjölskyldum er fátt brýnna en að ganga til verka og leyfa nýrri sátt að fæðast þannig að dagarnir sem eftir eru séu fullir af tilgangi, því það er ein af frumþörfum mannsins.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.