Gítartónar Kristins innan um verk Valtýs Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 19. október 2016 10:00 Kristinn ætlar að frumflytja eitt af eigin verkum. Gítarleikarinn Kristinn Árnason heldur tónleika í Listasafni Íslands laugardaginn 22. október. Þeir hefjast klukkan 17. „Þetta eru einleikstónleikar. Ég verð í salnum uppi sem snýr að Tjörninni. Þar er yfirlitssýning á verkum Valtýs Péturssonar svo umhverfið er skemmtilegt,“ segir Kristinn ánægður. Á efnisskránni eru þrír þættir eftir Sanz, fúga eftir Bach, Pavane eftir Ravel og ýmis verk eftir Albeniz, Granados og Barrios. „Svo ætla ég að frumflytja eitt verk eftir sjálfan mig, það er eiginlega orðin hefð þegar ég held tónleika,“ segir Kristinn sem kveðst alltaf vera að semja. Tónleikarnir hefjast klukkan 17.00 og Kristinn kveðst búast við að þeir taki um það bil klukkutíma og kortér, með hléi. Svo farið sé yfir feril Kristins þá hefur hann haldið fjölda tónleika hér á landi og erlendis, bæði einn og sem þátttakandi í kammertónlist af ýmsu tagi. Hann hefur haldið einleikstónleika í Wigmore Hall í Lundúnum, Kammerzaal Concertgebouw í Amsterdam og Munch safninu í Ósló auk tónleika á Ítalíu, Spáni, Danmörku og Bandaríkjunum. Einnig hefur hann leikið inn á fjölda hljómdiska, spilað í útvarp og sjónvarp og starfað í leikhúsunum. Sex diskar með gítareinleik Kristins hafa komið út auk annarra diska. Diskur hans með verkum eftir Sor og Ponce hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin árið 1997 í flokki klassískra hljómdiska og að auki hefur hann fimm sinnum verið tilnefndur til sömu verðlauna. Þá hlaut hann verðlaun úr minningarsjóði Kristjáns Eldjárns árið 2007. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. október 2016. Menning Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Gítarleikarinn Kristinn Árnason heldur tónleika í Listasafni Íslands laugardaginn 22. október. Þeir hefjast klukkan 17. „Þetta eru einleikstónleikar. Ég verð í salnum uppi sem snýr að Tjörninni. Þar er yfirlitssýning á verkum Valtýs Péturssonar svo umhverfið er skemmtilegt,“ segir Kristinn ánægður. Á efnisskránni eru þrír þættir eftir Sanz, fúga eftir Bach, Pavane eftir Ravel og ýmis verk eftir Albeniz, Granados og Barrios. „Svo ætla ég að frumflytja eitt verk eftir sjálfan mig, það er eiginlega orðin hefð þegar ég held tónleika,“ segir Kristinn sem kveðst alltaf vera að semja. Tónleikarnir hefjast klukkan 17.00 og Kristinn kveðst búast við að þeir taki um það bil klukkutíma og kortér, með hléi. Svo farið sé yfir feril Kristins þá hefur hann haldið fjölda tónleika hér á landi og erlendis, bæði einn og sem þátttakandi í kammertónlist af ýmsu tagi. Hann hefur haldið einleikstónleika í Wigmore Hall í Lundúnum, Kammerzaal Concertgebouw í Amsterdam og Munch safninu í Ósló auk tónleika á Ítalíu, Spáni, Danmörku og Bandaríkjunum. Einnig hefur hann leikið inn á fjölda hljómdiska, spilað í útvarp og sjónvarp og starfað í leikhúsunum. Sex diskar með gítareinleik Kristins hafa komið út auk annarra diska. Diskur hans með verkum eftir Sor og Ponce hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin árið 1997 í flokki klassískra hljómdiska og að auki hefur hann fimm sinnum verið tilnefndur til sömu verðlauna. Þá hlaut hann verðlaun úr minningarsjóði Kristjáns Eldjárns árið 2007. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. október 2016.
Menning Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira