Bökuðu tvíburaköku fyrir Gleðibankann Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 2. október 2016 10:15 Svanhildur Dóra, Svanhildur Margrét, Heiðrún og Valgerður Birna hittust fyrst allar í 1. bekk Hlíðaskóla. Mynd/Brynhildur Þegar auglýst var kökukeppni í félagsmiðstöðinni í Hlíðaskóla lögðu þær Heiðrún, Svanhildur Dóra, Svanhildur Margrét og Valgerður Birna á ráðin, bökuðu og hönnuðu. Afraksturinn var skemmtileg og skrýtin kaka sem var líka mjög góð á bragðið. En hvernig kaka? SD: Þetta er kaka með hálfpartinn tveimur hausum, tvíburakaka. H: Á botninum er marens, svo súkkulaðikrem og rjómi með bláum matarlit og ávöxtum. Þar ofan á eru svampbotnar sem líta út eins og smábörn sem eru græn og appelsínugul á litinn. V: Svo tókum við piparkökuform og tókum út úr kökunum og svissuðum litum svo það var komin græn stjarna í appelsínugula svampbotninn og appelsínugul í þann græna. H: Og svo settum við fullt af gúmmíi og nammi og kökuskrauti og piparkökum frá síðustu jólum á hliðarnar. SM: Og þá var komin marenskaka með smábarnaandlitum! Hvernig gekk að vera fjórar saman að baka? SD: Það gekk bara vel. Ég þeytti rjóma og skreytti. H: Það var æðislegt. Mér finnst gaman að baka með vinum mínum. Og mér er alveg sama hvort við vinnum eða ekki. V: Það gekk frekar vel. Við vorum ekki alltaf sammála í byrjun en svo komumst við að niðurstöðu með lýðræði. Hvað eruð þið búnar að vera vinkonur lengi? SM: Mjög lengi. Við Heiðrún vorum saman í leikskóla og Valgerður B. og Svanhildur D. líka. Við hittumst allar í 1. bekk í Hlíðaskóla, en urðum samt ekki alveg strax vinkonur. Ætlið þið að verða bakarar þegar þið verðið stórar? H og SM: Ég veit ekki. V: Maður veit aldrei??Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. október 2016. Lífið Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Gagnrýni „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ Lífið Eva sýnir giftingahringinn Lífið Fleiri fréttir Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Ómótstæðilegur núðluréttur á fimm mínútum Andlát ungrar leikkonu skekur Suður-Kóreu Norah Jones með sumartónleika í Hörpu Stjörnulífið: Ástin í algleymingi og fáklæddar ofurskvísur Bryan Adams til Íslands Sjá meira
Þegar auglýst var kökukeppni í félagsmiðstöðinni í Hlíðaskóla lögðu þær Heiðrún, Svanhildur Dóra, Svanhildur Margrét og Valgerður Birna á ráðin, bökuðu og hönnuðu. Afraksturinn var skemmtileg og skrýtin kaka sem var líka mjög góð á bragðið. En hvernig kaka? SD: Þetta er kaka með hálfpartinn tveimur hausum, tvíburakaka. H: Á botninum er marens, svo súkkulaðikrem og rjómi með bláum matarlit og ávöxtum. Þar ofan á eru svampbotnar sem líta út eins og smábörn sem eru græn og appelsínugul á litinn. V: Svo tókum við piparkökuform og tókum út úr kökunum og svissuðum litum svo það var komin græn stjarna í appelsínugula svampbotninn og appelsínugul í þann græna. H: Og svo settum við fullt af gúmmíi og nammi og kökuskrauti og piparkökum frá síðustu jólum á hliðarnar. SM: Og þá var komin marenskaka með smábarnaandlitum! Hvernig gekk að vera fjórar saman að baka? SD: Það gekk bara vel. Ég þeytti rjóma og skreytti. H: Það var æðislegt. Mér finnst gaman að baka með vinum mínum. Og mér er alveg sama hvort við vinnum eða ekki. V: Það gekk frekar vel. Við vorum ekki alltaf sammála í byrjun en svo komumst við að niðurstöðu með lýðræði. Hvað eruð þið búnar að vera vinkonur lengi? SM: Mjög lengi. Við Heiðrún vorum saman í leikskóla og Valgerður B. og Svanhildur D. líka. Við hittumst allar í 1. bekk í Hlíðaskóla, en urðum samt ekki alveg strax vinkonur. Ætlið þið að verða bakarar þegar þið verðið stórar? H og SM: Ég veit ekki. V: Maður veit aldrei??Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. október 2016.
Lífið Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Gagnrýni „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ Lífið Eva sýnir giftingahringinn Lífið Fleiri fréttir Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Ómótstæðilegur núðluréttur á fimm mínútum Andlát ungrar leikkonu skekur Suður-Kóreu Norah Jones með sumartónleika í Hörpu Stjörnulífið: Ástin í algleymingi og fáklæddar ofurskvísur Bryan Adams til Íslands Sjá meira