Taka upp heimildamynd um víkingaklappið Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 2. október 2016 21:00 Tökulið frá Bretlandi er á landinu þessa dagana til að taka upp heimildamynd um víkingaklappið sem íslenskir stuðningsmenn landsliðsins í fótbolta gerðu heimsfrægt á EM í sumar. Leikstjórinn, David Schofield, kom í dag til landsins ásamt fjögurra manna tökuliði. Hann hefur langað að vita meira um klappið góða frá því að hann horfði á íslenska landsliðið sigra það enska á EM í sumar. „Þetta er mjög einstakt og eitthvað sem maður myndi ekki sjá á enskum fótboltaleik. Eining fólksins og samkennd er mjög sérstök og ég vil komast að meiru um þetta,” segir David en hann verður hér á landinu fram á miðvikudag og vonast til að hitta fjölbreyttan hóp Íslendinga á þeim tíma, sem segja honum frá þeirra upplifun af klappinu. „Við myndum margt mismunandi fólk, við tökum upp með miklum stuðningsmanni í íslensku treyjunni, krakka hérna á fótboltavelli í dag, kraftakarl og við myndum líka íslenska fjölskyldu. Ég ætla að mynda sjómenn á morgun og ýmislegt annað.“ Tökunum mun ljúka á því að David myndar stóran hóp fólks að gera víkingaklappið saman. David hvetur því alla sem sem hafa áhuga á að taka þátt en tökurnar munu fara fram að Rauðhólum í Heiðmörk klukkan sex á þriðjudag. Mest lesið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Tökulið frá Bretlandi er á landinu þessa dagana til að taka upp heimildamynd um víkingaklappið sem íslenskir stuðningsmenn landsliðsins í fótbolta gerðu heimsfrægt á EM í sumar. Leikstjórinn, David Schofield, kom í dag til landsins ásamt fjögurra manna tökuliði. Hann hefur langað að vita meira um klappið góða frá því að hann horfði á íslenska landsliðið sigra það enska á EM í sumar. „Þetta er mjög einstakt og eitthvað sem maður myndi ekki sjá á enskum fótboltaleik. Eining fólksins og samkennd er mjög sérstök og ég vil komast að meiru um þetta,” segir David en hann verður hér á landinu fram á miðvikudag og vonast til að hitta fjölbreyttan hóp Íslendinga á þeim tíma, sem segja honum frá þeirra upplifun af klappinu. „Við myndum margt mismunandi fólk, við tökum upp með miklum stuðningsmanni í íslensku treyjunni, krakka hérna á fótboltavelli í dag, kraftakarl og við myndum líka íslenska fjölskyldu. Ég ætla að mynda sjómenn á morgun og ýmislegt annað.“ Tökunum mun ljúka á því að David myndar stóran hóp fólks að gera víkingaklappið saman. David hvetur því alla sem sem hafa áhuga á að taka þátt en tökurnar munu fara fram að Rauðhólum í Heiðmörk klukkan sex á þriðjudag.
Mest lesið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira