Heiðursverðlaun RIFF afhent í tíunda skiptið Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 3. október 2016 10:00 Deepa Mehta hlýtur heiðursverðlaun RIFF í ár fyrir æviframlag sitt til kvikmyndagerðar. Mynd/Justine Ellul Heiðursverðlaun Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, RIFF, verða afhent í tíunda sinn í dag. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhendir indversk-kanadísku kvikmyndagerðarkonunni Deepa Mehta verðlaunin við hátíðlega athöfn í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. „Við veitum framúrskarandi kvikmyndaleikstjórum heiðursverðlaun á hverju ári á RIFF og höfum gert í tíu ár. Við bjóðum þeim til landsins og sýnum myndir þeirra auk þess sem þeir tala við áhorfendur,“ segir Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi RIFF, spurð út í heiðursverðlaun hátíðarinnar en Mehta hlýtur heiðursverðlaun RIFF fyrir æviframlag sitt til kvikmyndagerðar. „Þetta verður hátíðleg stund, sem fer fram í Ráðhúsi Reykjavíkur. Eitt af meginmarkmiðum hátíðarinnar er að varpa ljósi á nýja og framsækna kvikmyndalist, en við viljum einnig gera eldri verkum og höfundum þeirra skil. Það er mikilvægt að þekkja hina umfangsmiklu og fjölbreyttu sögu kvikmyndalistarinnar líka,“ segir Hrönn. Mehta er stödd hér á landi sem heiðursgestur en hún er meðal virtustu kvikmyndagerðarkvenna okkar tíma. Og hefur áralanga reynslu í bransanum. „Hún er í fremstu röð og mjög spennt fyrir að skoða landið með hugsanlega tökustaði í huga,“ segir Hrönn. Mehta fundaði með kynsystrum sínum hér á landi á afmælisfundi WIFT-samtakanna um helgina en þau voru einmitt stofnuð á RIFF fyrir 10 árum. Í dag mun hún halda meistaraspjall í Norræna húsinu klukkan 13.00, þar sem hún ætlar að ræða kvikmyndaleikstjórn og aðferðir sínar í kvikmyndagerð.Hrönn Marinósdóttur, stjórnanda RIFF„Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir að koma,“ segir Hrönn og bætir við að þrjár kvikmyndir eftir Mehta verði sýndar á hátíðinni í ár en það eru Góðu strákarnir, Miðnæturbörnin og Birtingarmynd ofbeldis. Sú síðastnefnda var Evrópufrumsýnd á RIFF í gærkvöldi, en hún var heimsfrumsýnd fyrir aðeins þremur vikum á kvikmyndahátíðinni í Toronto og hefur hlotið mikla og verðskuldaða athygli. Myndin fjallar á nýstárlegan hátt um hina alræmdu hópnauðgun í Dehli árið 2012 og verður hún sýnd nokkrum sinnum á hátíðinni. „Einnig verða veitt önnur heiðursverðan á RIFF næstkomandi miðvikudag, en í ár hlýtur kvikmyndaleikstjórinn Darren Aronofsky heiðursverðlaun RIFF og verða þau afhent á miðvikudag af Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á Bessastöðum,“ segir Hrönn, ánægð með hátíðina í ár.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. október. RIFF Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Heiðursverðlaun Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, RIFF, verða afhent í tíunda sinn í dag. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhendir indversk-kanadísku kvikmyndagerðarkonunni Deepa Mehta verðlaunin við hátíðlega athöfn í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. „Við veitum framúrskarandi kvikmyndaleikstjórum heiðursverðlaun á hverju ári á RIFF og höfum gert í tíu ár. Við bjóðum þeim til landsins og sýnum myndir þeirra auk þess sem þeir tala við áhorfendur,“ segir Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi RIFF, spurð út í heiðursverðlaun hátíðarinnar en Mehta hlýtur heiðursverðlaun RIFF fyrir æviframlag sitt til kvikmyndagerðar. „Þetta verður hátíðleg stund, sem fer fram í Ráðhúsi Reykjavíkur. Eitt af meginmarkmiðum hátíðarinnar er að varpa ljósi á nýja og framsækna kvikmyndalist, en við viljum einnig gera eldri verkum og höfundum þeirra skil. Það er mikilvægt að þekkja hina umfangsmiklu og fjölbreyttu sögu kvikmyndalistarinnar líka,“ segir Hrönn. Mehta er stödd hér á landi sem heiðursgestur en hún er meðal virtustu kvikmyndagerðarkvenna okkar tíma. Og hefur áralanga reynslu í bransanum. „Hún er í fremstu röð og mjög spennt fyrir að skoða landið með hugsanlega tökustaði í huga,“ segir Hrönn. Mehta fundaði með kynsystrum sínum hér á landi á afmælisfundi WIFT-samtakanna um helgina en þau voru einmitt stofnuð á RIFF fyrir 10 árum. Í dag mun hún halda meistaraspjall í Norræna húsinu klukkan 13.00, þar sem hún ætlar að ræða kvikmyndaleikstjórn og aðferðir sínar í kvikmyndagerð.Hrönn Marinósdóttur, stjórnanda RIFF„Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir að koma,“ segir Hrönn og bætir við að þrjár kvikmyndir eftir Mehta verði sýndar á hátíðinni í ár en það eru Góðu strákarnir, Miðnæturbörnin og Birtingarmynd ofbeldis. Sú síðastnefnda var Evrópufrumsýnd á RIFF í gærkvöldi, en hún var heimsfrumsýnd fyrir aðeins þremur vikum á kvikmyndahátíðinni í Toronto og hefur hlotið mikla og verðskuldaða athygli. Myndin fjallar á nýstárlegan hátt um hina alræmdu hópnauðgun í Dehli árið 2012 og verður hún sýnd nokkrum sinnum á hátíðinni. „Einnig verða veitt önnur heiðursverðan á RIFF næstkomandi miðvikudag, en í ár hlýtur kvikmyndaleikstjórinn Darren Aronofsky heiðursverðlaun RIFF og verða þau afhent á miðvikudag af Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á Bessastöðum,“ segir Hrönn, ánægð með hátíðina í ár.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. október.
RIFF Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira