Heiðursverðlaun RIFF afhent í tíunda skiptið Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 3. október 2016 10:00 Deepa Mehta hlýtur heiðursverðlaun RIFF í ár fyrir æviframlag sitt til kvikmyndagerðar. Mynd/Justine Ellul Heiðursverðlaun Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, RIFF, verða afhent í tíunda sinn í dag. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhendir indversk-kanadísku kvikmyndagerðarkonunni Deepa Mehta verðlaunin við hátíðlega athöfn í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. „Við veitum framúrskarandi kvikmyndaleikstjórum heiðursverðlaun á hverju ári á RIFF og höfum gert í tíu ár. Við bjóðum þeim til landsins og sýnum myndir þeirra auk þess sem þeir tala við áhorfendur,“ segir Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi RIFF, spurð út í heiðursverðlaun hátíðarinnar en Mehta hlýtur heiðursverðlaun RIFF fyrir æviframlag sitt til kvikmyndagerðar. „Þetta verður hátíðleg stund, sem fer fram í Ráðhúsi Reykjavíkur. Eitt af meginmarkmiðum hátíðarinnar er að varpa ljósi á nýja og framsækna kvikmyndalist, en við viljum einnig gera eldri verkum og höfundum þeirra skil. Það er mikilvægt að þekkja hina umfangsmiklu og fjölbreyttu sögu kvikmyndalistarinnar líka,“ segir Hrönn. Mehta er stödd hér á landi sem heiðursgestur en hún er meðal virtustu kvikmyndagerðarkvenna okkar tíma. Og hefur áralanga reynslu í bransanum. „Hún er í fremstu röð og mjög spennt fyrir að skoða landið með hugsanlega tökustaði í huga,“ segir Hrönn. Mehta fundaði með kynsystrum sínum hér á landi á afmælisfundi WIFT-samtakanna um helgina en þau voru einmitt stofnuð á RIFF fyrir 10 árum. Í dag mun hún halda meistaraspjall í Norræna húsinu klukkan 13.00, þar sem hún ætlar að ræða kvikmyndaleikstjórn og aðferðir sínar í kvikmyndagerð.Hrönn Marinósdóttur, stjórnanda RIFF„Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir að koma,“ segir Hrönn og bætir við að þrjár kvikmyndir eftir Mehta verði sýndar á hátíðinni í ár en það eru Góðu strákarnir, Miðnæturbörnin og Birtingarmynd ofbeldis. Sú síðastnefnda var Evrópufrumsýnd á RIFF í gærkvöldi, en hún var heimsfrumsýnd fyrir aðeins þremur vikum á kvikmyndahátíðinni í Toronto og hefur hlotið mikla og verðskuldaða athygli. Myndin fjallar á nýstárlegan hátt um hina alræmdu hópnauðgun í Dehli árið 2012 og verður hún sýnd nokkrum sinnum á hátíðinni. „Einnig verða veitt önnur heiðursverðan á RIFF næstkomandi miðvikudag, en í ár hlýtur kvikmyndaleikstjórinn Darren Aronofsky heiðursverðlaun RIFF og verða þau afhent á miðvikudag af Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á Bessastöðum,“ segir Hrönn, ánægð með hátíðina í ár.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. október. RIFF Mest lesið Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Fleiri fréttir Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Sjá meira
Heiðursverðlaun Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, RIFF, verða afhent í tíunda sinn í dag. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhendir indversk-kanadísku kvikmyndagerðarkonunni Deepa Mehta verðlaunin við hátíðlega athöfn í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. „Við veitum framúrskarandi kvikmyndaleikstjórum heiðursverðlaun á hverju ári á RIFF og höfum gert í tíu ár. Við bjóðum þeim til landsins og sýnum myndir þeirra auk þess sem þeir tala við áhorfendur,“ segir Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi RIFF, spurð út í heiðursverðlaun hátíðarinnar en Mehta hlýtur heiðursverðlaun RIFF fyrir æviframlag sitt til kvikmyndagerðar. „Þetta verður hátíðleg stund, sem fer fram í Ráðhúsi Reykjavíkur. Eitt af meginmarkmiðum hátíðarinnar er að varpa ljósi á nýja og framsækna kvikmyndalist, en við viljum einnig gera eldri verkum og höfundum þeirra skil. Það er mikilvægt að þekkja hina umfangsmiklu og fjölbreyttu sögu kvikmyndalistarinnar líka,“ segir Hrönn. Mehta er stödd hér á landi sem heiðursgestur en hún er meðal virtustu kvikmyndagerðarkvenna okkar tíma. Og hefur áralanga reynslu í bransanum. „Hún er í fremstu röð og mjög spennt fyrir að skoða landið með hugsanlega tökustaði í huga,“ segir Hrönn. Mehta fundaði með kynsystrum sínum hér á landi á afmælisfundi WIFT-samtakanna um helgina en þau voru einmitt stofnuð á RIFF fyrir 10 árum. Í dag mun hún halda meistaraspjall í Norræna húsinu klukkan 13.00, þar sem hún ætlar að ræða kvikmyndaleikstjórn og aðferðir sínar í kvikmyndagerð.Hrönn Marinósdóttur, stjórnanda RIFF„Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir að koma,“ segir Hrönn og bætir við að þrjár kvikmyndir eftir Mehta verði sýndar á hátíðinni í ár en það eru Góðu strákarnir, Miðnæturbörnin og Birtingarmynd ofbeldis. Sú síðastnefnda var Evrópufrumsýnd á RIFF í gærkvöldi, en hún var heimsfrumsýnd fyrir aðeins þremur vikum á kvikmyndahátíðinni í Toronto og hefur hlotið mikla og verðskuldaða athygli. Myndin fjallar á nýstárlegan hátt um hina alræmdu hópnauðgun í Dehli árið 2012 og verður hún sýnd nokkrum sinnum á hátíðinni. „Einnig verða veitt önnur heiðursverðan á RIFF næstkomandi miðvikudag, en í ár hlýtur kvikmyndaleikstjórinn Darren Aronofsky heiðursverðlaun RIFF og verða þau afhent á miðvikudag af Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á Bessastöðum,“ segir Hrönn, ánægð með hátíðina í ár.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. október.
RIFF Mest lesið Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Fleiri fréttir Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Sjá meira