Balenciaga boðar endurkomu axlapúðanna Ritstjórn skrifar 3. október 2016 13:00 Glamour/Getty Það var gaman að sjá sýningu tískuhússins Balenciaga á tískuvikunni í París um helgina en um var að ræða aðra sýningu yfirhönnuðarins Demna Gvasalia undir þessu fornfræga merki. Gvasalia hefur vakið athygli og eftirtekt fyrir eitt heitasta merki síðasta árs, Vétements, en honum tekst á fágaðan máta að blanda saman hátísku og götustísku með nýstárlegum leiðum. Hér eru trendin sett, það er á hreinu. Meðal þess sem Gvasalia setti á tískupallinn voru yfirhafnir með risavöxnum öxlum, stígvél með pinnahælum sem voru samsett við buxurnar, kjólar með klaufum og áberandi mitti. Sýningin snerist að miklu leyti um efni: leður, latex, plast og spandex. Fylgihlutirnir voru á sínum stað og að þessu sinni í stærri kantinum. Sýningin snerist að miklu leyti um að para saman andstæður eins og kristallaðist í hári og förðun fyrirsætanna. Allt mjög minimalíst en neglur fyrirsætnana eldrauðar með demöntum. Heillandi bleikur litur.Skemmtileg litasamsetning. Glamour Tíska Mest lesið Leyfðu skollitaða hárinu að njóta sín Glamour Dóttir Cindy Crawford stígur sín fyrstu skref á tískupallinum Glamour Vinsælasta myndin á tískuvikunni í París Glamour Bella Hadid og The Weeknd hittust enn og aftur á tískupallinum Glamour Áhorf á Keeping up with the Kardashians aldrei verið minna Glamour Hedi Slimane á förum frá Saint Laurent? Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour Kenzo hannar línu fyrir H&M Glamour Marokkósk páskaveisla að hætti Oddnýjar Glamour Elísabet Bretadrottning á fremsta bekk Glamour
Það var gaman að sjá sýningu tískuhússins Balenciaga á tískuvikunni í París um helgina en um var að ræða aðra sýningu yfirhönnuðarins Demna Gvasalia undir þessu fornfræga merki. Gvasalia hefur vakið athygli og eftirtekt fyrir eitt heitasta merki síðasta árs, Vétements, en honum tekst á fágaðan máta að blanda saman hátísku og götustísku með nýstárlegum leiðum. Hér eru trendin sett, það er á hreinu. Meðal þess sem Gvasalia setti á tískupallinn voru yfirhafnir með risavöxnum öxlum, stígvél með pinnahælum sem voru samsett við buxurnar, kjólar með klaufum og áberandi mitti. Sýningin snerist að miklu leyti um efni: leður, latex, plast og spandex. Fylgihlutirnir voru á sínum stað og að þessu sinni í stærri kantinum. Sýningin snerist að miklu leyti um að para saman andstæður eins og kristallaðist í hári og förðun fyrirsætanna. Allt mjög minimalíst en neglur fyrirsætnana eldrauðar með demöntum. Heillandi bleikur litur.Skemmtileg litasamsetning.
Glamour Tíska Mest lesið Leyfðu skollitaða hárinu að njóta sín Glamour Dóttir Cindy Crawford stígur sín fyrstu skref á tískupallinum Glamour Vinsælasta myndin á tískuvikunni í París Glamour Bella Hadid og The Weeknd hittust enn og aftur á tískupallinum Glamour Áhorf á Keeping up with the Kardashians aldrei verið minna Glamour Hedi Slimane á förum frá Saint Laurent? Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour Kenzo hannar línu fyrir H&M Glamour Marokkósk páskaveisla að hætti Oddnýjar Glamour Elísabet Bretadrottning á fremsta bekk Glamour