Hörður Björgvin: Aldrei liðið jafn vel Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. október 2016 19:03 Herði Björgvini hefur vegnað vel hjá Bristol City. vísir/hanna „Það er alltaf jafn gaman að koma heim og hitta hópinn og liðsfélagana. Þetta er sterkur hópur og alltaf gaman að spila landsleiki með þeim,“ sagði Hörður Björgvin Magnússon í samtali við Tómas Þór Þórðarson á æfingu íslenska landsliðsins í Egilshöll í kvöld. Þetta er fyrsta æfing liðsins fyrir heimaleikina gegn Finnlandi og Tyrklandi í undankeppni HM 2018. „Ég er búinn að sjá eitthvað af Finnunum og Tyrkjunum. Það vantar einhverja leikmenn hjá þeim eins og hjá okkur. Ég veit að þetta verða erfiðir leikir,“ sagði Hörður um andstæðingana. Varnarmaðurinn gekk í raðir enska B-deildarliðsins Bristol City eftir EM í Frakklandi í sumar. Hörður kann vel við sig hjá félaginu enda hefur það byrjað tímabilið af krafti og situr í 5. sæti B-deildarinnar eftir 11 umferðir. „Mér hefur aldrei liðið jafn vel. Þeir tóku vel á móti mér og þetta var bara eins og að koma heim til sín. Ég held að það sé ástæðan fyrir því að mér og liðinu gengur svona vel, hvað liðsheildin er góð,“ sagði Hörður sem hefur leikið hverja einustu mínútu á tímabilinu og skorað eitt mark. Hann segir að gengi Bristol City sé umfram væntingar. „Það eru mjög margir nýir leikmenn og ekki búist við því að við yrðum í toppsætunum svona snemma. Þetta gengur vel og vonandi höldum við áfram að spila svona.“ Ein stærsta ástæðan fyrir góðu gengi Bristol City er frammistaða framherjans Tammys Abraham. Þessi 19 ára strákur er lánsmaður frá Chelsea og hefur slegið í gegn með Bristol City og skorað átta mörk í deildinni. „Þetta er ótrúlegt. Við misstum okkar markaskorara [Jonathan Kodjia] til Aston Villa. Það var sárt því mér fannst gaman að spila með honum. En við fengum þennan unga og efnilega leikmann, hann skoraði í fyrsta leiknum, öðrum og þriðja og komst í gang,“ sagði Hörður um Abraham sem hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína. Sjálfur segist Hörður aldrei hafa verið betri. „Ég er í toppstandi og mér líður vel, er að spila vel og þjálfarinn er ánægður með sem og stuðningsmennirnir,“ sagði Hörður sem hefur leikið sex A-landsleiki. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Sjá meira
„Það er alltaf jafn gaman að koma heim og hitta hópinn og liðsfélagana. Þetta er sterkur hópur og alltaf gaman að spila landsleiki með þeim,“ sagði Hörður Björgvin Magnússon í samtali við Tómas Þór Þórðarson á æfingu íslenska landsliðsins í Egilshöll í kvöld. Þetta er fyrsta æfing liðsins fyrir heimaleikina gegn Finnlandi og Tyrklandi í undankeppni HM 2018. „Ég er búinn að sjá eitthvað af Finnunum og Tyrkjunum. Það vantar einhverja leikmenn hjá þeim eins og hjá okkur. Ég veit að þetta verða erfiðir leikir,“ sagði Hörður um andstæðingana. Varnarmaðurinn gekk í raðir enska B-deildarliðsins Bristol City eftir EM í Frakklandi í sumar. Hörður kann vel við sig hjá félaginu enda hefur það byrjað tímabilið af krafti og situr í 5. sæti B-deildarinnar eftir 11 umferðir. „Mér hefur aldrei liðið jafn vel. Þeir tóku vel á móti mér og þetta var bara eins og að koma heim til sín. Ég held að það sé ástæðan fyrir því að mér og liðinu gengur svona vel, hvað liðsheildin er góð,“ sagði Hörður sem hefur leikið hverja einustu mínútu á tímabilinu og skorað eitt mark. Hann segir að gengi Bristol City sé umfram væntingar. „Það eru mjög margir nýir leikmenn og ekki búist við því að við yrðum í toppsætunum svona snemma. Þetta gengur vel og vonandi höldum við áfram að spila svona.“ Ein stærsta ástæðan fyrir góðu gengi Bristol City er frammistaða framherjans Tammys Abraham. Þessi 19 ára strákur er lánsmaður frá Chelsea og hefur slegið í gegn með Bristol City og skorað átta mörk í deildinni. „Þetta er ótrúlegt. Við misstum okkar markaskorara [Jonathan Kodjia] til Aston Villa. Það var sárt því mér fannst gaman að spila með honum. En við fengum þennan unga og efnilega leikmann, hann skoraði í fyrsta leiknum, öðrum og þriðja og komst í gang,“ sagði Hörður um Abraham sem hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína. Sjálfur segist Hörður aldrei hafa verið betri. „Ég er í toppstandi og mér líður vel, er að spila vel og þjálfarinn er ánægður með sem og stuðningsmennirnir,“ sagði Hörður sem hefur leikið sex A-landsleiki.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Sjá meira