Benz eykur enn forskotið á BMW Finnur Thorlacius skrifar 4. október 2016 12:00 Hatrömm barátta mun standa milli Benz og BMW út árið í heildarsölu. Allar líkur eru til þess að Mercedes Benz verði stærsti lúxusbílasali heims í ár og hrifsi þann titil af BMW sem haldið hefur honum í mörg ár. Sala Benz jókst um 12% í ágúst en sala BMW um 5%. Benz seldi 156.246 bíla í mánuðinum en BMW 142.554. Við það jókst munurinn milli fyrirtækjanna úr 30.442 bílum í 44.124. Benz hefur alls selt 1,32 milljón bíla í ár en BMW 1,28 milljón. Audi hefur selt 1,23 milljón bíla og vöxturinn þar á bæ var aðeins 2,9% í ágúst og 132.350 seldir bílar. Mercedes Benz naut gríðarmikillar sölu nýs E-Class bíls í ágúst, sem og góðri sölu í GLA og GLC bílunum og 25% vexti í sölu í Kína. Sala jeppa og jepplinga Benz jókst um 40% á milli ára í ágúst. Mikil eftirspurn er reyndar líka eftir BMW X3 jepplingnum og jókst sala hans um 30% í ágúst og um 9,9% og 11% í X4 og X5 bílunum. Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Innlent
Allar líkur eru til þess að Mercedes Benz verði stærsti lúxusbílasali heims í ár og hrifsi þann titil af BMW sem haldið hefur honum í mörg ár. Sala Benz jókst um 12% í ágúst en sala BMW um 5%. Benz seldi 156.246 bíla í mánuðinum en BMW 142.554. Við það jókst munurinn milli fyrirtækjanna úr 30.442 bílum í 44.124. Benz hefur alls selt 1,32 milljón bíla í ár en BMW 1,28 milljón. Audi hefur selt 1,23 milljón bíla og vöxturinn þar á bæ var aðeins 2,9% í ágúst og 132.350 seldir bílar. Mercedes Benz naut gríðarmikillar sölu nýs E-Class bíls í ágúst, sem og góðri sölu í GLA og GLC bílunum og 25% vexti í sölu í Kína. Sala jeppa og jepplinga Benz jókst um 40% á milli ára í ágúst. Mikil eftirspurn er reyndar líka eftir BMW X3 jepplingnum og jókst sala hans um 30% í ágúst og um 9,9% og 11% í X4 og X5 bílunum.
Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Innlent