16 hlutir sem bara besta vinkona þín myndi segja þér um óléttu og fæðingar Hallgerður Hallgrímsdóttir skrifar 4. október 2016 20:00 Hallgerður Hallgrímsdóttir ÓléttaÞessi einstaka lífsreynsla er að sjálfsögðu unaðsleg. Þú umbreytist í frjósemisgyðju sem auðgar mannkynið með áframhaldi af genum þínum og tryggir að einhver verði til staðar til að borga elliheimilin og lífeyrinn fyrir okkur með framtíðarsköttunum sínum. Svo er hitt:1. Meltingin fer í köku. Ef þú ert ekki með brjóstsviða allan sólarhringinn og síropandi þá eru örugglega með hægðatregðu og síprumpandi. Rennie og sódavatn (ekki kolsýrt kjaftæði heldur með alvöru sóda) eru nýju bestu vinir þínir ásamt öllum þeim öldruðu heyrnleysingjum sem þú getur fundið til að standa nálægt og kenna um prumpið.2. Slímtappi. Flettu því upp. Ég mæli með YouTube.3. Það verður sparkað ítrekað í klofið á þér. Innan frá. Þú reynir kannski að halda aftur af viðbrögðunum ef þú ert á mikilvægum fundi.4. Piss. Endalaust piss.5. Ef þú elskar skósafnið þitt þá er ég með vondar fréttir. Um helmingur kvenna fer upp um skóstærð. Kannski muntu aldrei nenna aftur í háu hælana hvort eð er.6. Óléttunaflar eru líka óhugnanlegir á manni sjálfum.7. Útferð. Þvílíkt og annað eins! Annaðhvort breytast óléttar konur tímabundið í snigla eða einhverstaðar er vel geymd rennibraut fyrir berrassaðar bumbur. Manstu eftir litlu ofurþunnu dömubindunum (e. pantiliners) sem þú vissir aldrei til hvers voru? Settu þau í körfuna.8. Stærri píka. Ég held að það verði næsta heita píkulúkkið í lýtaaðgerðabransanum.9. Og þig langar að raka þessa nýju stóru píku? Þá spái ég að næsta fjárfesting þín verði handhægur spegill.10. Hver hefði haldið að það væri svona gott að liggja á maganum? Fagkonuráð: Fara niður í Nauthólsvík og grafa bumbuholu í sandinn. Ekki gleyma að gera brjóstaholur líka ef þau eru í stærðarmetingi við kúlunaFæðingÞetta er alveg hægt sko. Að minnsta kosti oftast. Við erum spendýr og ég held að við fáar aðrar aðstæður en fæðingu og brjóstagjöf verði það okkur jafn skýrt. Kýrskýrt jafnvel.11. Rifin píka. Þegar konur segjast ekki hafa rifnað í sinni fyrstu fæðingu þá er það yfirleitt kjaftæði. Það sem þær meina er að þær rifnuðu ekki það mikið að það þurfti að endurskilgreina leiðina sem kúkurinn fer. Og já, það er hægt að rifna það mikið. Eintóm gleði.12. Var ég búin að tala eitthvað um kúk? Flestar konur kúka í fæðingunni. Sem þýðir að þegar þú gerir það mun ljósmóðirin ekki erfa það við þig í eina sekúndu. Líklegast verður þér líka fullkomlega sama. Ef þú einu sinni tekur eftir því. Hvað manninum þínum, konu eða öðrum stuðningsaðilum finnst er svo annað mál. Þau geta dílað við það, þú ert að fæða barn.13. Æla. Vinkona þín, ógleðin, gæti snúið aftur núna. Guð blessi fólkið sem þrífur spítala landsins.14. Vonandi mun á einhverjum tímapunkti hellast yfir þig sú tilfinning að þú þurfir að kúka kúk lífs þíns. Kúkur lífs þíns er barn. Nú er loksins kominn tími til að „kúka“ því út. Það er eiginlega bara frekar geggjað.15. Barnið er komið út! Til hamingju. Nú þarftu að fæða fylgjuna. Svo gæti ljósmóðirin þurft að „nudda“ legið utanfrá til að það skreppi almennilega saman. Þú varst að enda við að vinna þrekvirki lífs þíns og allt í einu er þjálfaður heilbrigðisstarfsmaður að kýla þig ákveðið í magann, og það áður en líffærin þín hafa fengið tækifæri til að raða sér á rétta staði. Að lokum þarftu að liggja kyrr á meðan heilögustu líkamspörtunum þínum er tjaslað saman aftur með nál og tvinna.16. Hin heilaga píka, ásamt nærliggjandi götum og vöðvum, verður aum. Helaum. Hugsaðu til mín þegar þú nærð í trölladömubindið sem þú hafðir af forsjálni hellt vatni í og stungið í frystinn. Fáðu þér sæti. Hallgerður Hallgrímsdóttir er fastur pistlahöfundur í Glamour en þessi pistill er úr septemberblaðinu. Hún er verkefnastjóri og myndlistarmaður og hefur sýnt ljósmyndir sínar víða um heim. Hún býr og starfar í Reykjavík en flýr reglulega út á land eða úr landi, oftast með fleiri en eina myndavél um hálsinn. Glamour pennar Mest lesið Stjörnurnar skemmtu sér á Wimbeldon Glamour Allt er vænt sem vel er grænt Glamour Tekur við af systur sinni sem andlit Max Mara Glamour Kim og Kanye munu eyða þakkagjörðarhátíðinni á spítalanum Glamour Best klæddu konur vikunnar Glamour Hárstjörnur heimsækja Ísland Glamour Að verða móðir gjörbreytir lífinu og sjálfsmyndinni Glamour Heitustu förðunartrendin á tískuvikunni í New York Glamour "Af hverju erum við að búa til þessi skrímsli?“ Glamour ANTM kveður skjáinn Glamour
ÓléttaÞessi einstaka lífsreynsla er að sjálfsögðu unaðsleg. Þú umbreytist í frjósemisgyðju sem auðgar mannkynið með áframhaldi af genum þínum og tryggir að einhver verði til staðar til að borga elliheimilin og lífeyrinn fyrir okkur með framtíðarsköttunum sínum. Svo er hitt:1. Meltingin fer í köku. Ef þú ert ekki með brjóstsviða allan sólarhringinn og síropandi þá eru örugglega með hægðatregðu og síprumpandi. Rennie og sódavatn (ekki kolsýrt kjaftæði heldur með alvöru sóda) eru nýju bestu vinir þínir ásamt öllum þeim öldruðu heyrnleysingjum sem þú getur fundið til að standa nálægt og kenna um prumpið.2. Slímtappi. Flettu því upp. Ég mæli með YouTube.3. Það verður sparkað ítrekað í klofið á þér. Innan frá. Þú reynir kannski að halda aftur af viðbrögðunum ef þú ert á mikilvægum fundi.4. Piss. Endalaust piss.5. Ef þú elskar skósafnið þitt þá er ég með vondar fréttir. Um helmingur kvenna fer upp um skóstærð. Kannski muntu aldrei nenna aftur í háu hælana hvort eð er.6. Óléttunaflar eru líka óhugnanlegir á manni sjálfum.7. Útferð. Þvílíkt og annað eins! Annaðhvort breytast óléttar konur tímabundið í snigla eða einhverstaðar er vel geymd rennibraut fyrir berrassaðar bumbur. Manstu eftir litlu ofurþunnu dömubindunum (e. pantiliners) sem þú vissir aldrei til hvers voru? Settu þau í körfuna.8. Stærri píka. Ég held að það verði næsta heita píkulúkkið í lýtaaðgerðabransanum.9. Og þig langar að raka þessa nýju stóru píku? Þá spái ég að næsta fjárfesting þín verði handhægur spegill.10. Hver hefði haldið að það væri svona gott að liggja á maganum? Fagkonuráð: Fara niður í Nauthólsvík og grafa bumbuholu í sandinn. Ekki gleyma að gera brjóstaholur líka ef þau eru í stærðarmetingi við kúlunaFæðingÞetta er alveg hægt sko. Að minnsta kosti oftast. Við erum spendýr og ég held að við fáar aðrar aðstæður en fæðingu og brjóstagjöf verði það okkur jafn skýrt. Kýrskýrt jafnvel.11. Rifin píka. Þegar konur segjast ekki hafa rifnað í sinni fyrstu fæðingu þá er það yfirleitt kjaftæði. Það sem þær meina er að þær rifnuðu ekki það mikið að það þurfti að endurskilgreina leiðina sem kúkurinn fer. Og já, það er hægt að rifna það mikið. Eintóm gleði.12. Var ég búin að tala eitthvað um kúk? Flestar konur kúka í fæðingunni. Sem þýðir að þegar þú gerir það mun ljósmóðirin ekki erfa það við þig í eina sekúndu. Líklegast verður þér líka fullkomlega sama. Ef þú einu sinni tekur eftir því. Hvað manninum þínum, konu eða öðrum stuðningsaðilum finnst er svo annað mál. Þau geta dílað við það, þú ert að fæða barn.13. Æla. Vinkona þín, ógleðin, gæti snúið aftur núna. Guð blessi fólkið sem þrífur spítala landsins.14. Vonandi mun á einhverjum tímapunkti hellast yfir þig sú tilfinning að þú þurfir að kúka kúk lífs þíns. Kúkur lífs þíns er barn. Nú er loksins kominn tími til að „kúka“ því út. Það er eiginlega bara frekar geggjað.15. Barnið er komið út! Til hamingju. Nú þarftu að fæða fylgjuna. Svo gæti ljósmóðirin þurft að „nudda“ legið utanfrá til að það skreppi almennilega saman. Þú varst að enda við að vinna þrekvirki lífs þíns og allt í einu er þjálfaður heilbrigðisstarfsmaður að kýla þig ákveðið í magann, og það áður en líffærin þín hafa fengið tækifæri til að raða sér á rétta staði. Að lokum þarftu að liggja kyrr á meðan heilögustu líkamspörtunum þínum er tjaslað saman aftur með nál og tvinna.16. Hin heilaga píka, ásamt nærliggjandi götum og vöðvum, verður aum. Helaum. Hugsaðu til mín þegar þú nærð í trölladömubindið sem þú hafðir af forsjálni hellt vatni í og stungið í frystinn. Fáðu þér sæti. Hallgerður Hallgrímsdóttir er fastur pistlahöfundur í Glamour en þessi pistill er úr septemberblaðinu. Hún er verkefnastjóri og myndlistarmaður og hefur sýnt ljósmyndir sínar víða um heim. Hún býr og starfar í Reykjavík en flýr reglulega út á land eða úr landi, oftast með fleiri en eina myndavél um hálsinn.
Glamour pennar Mest lesið Stjörnurnar skemmtu sér á Wimbeldon Glamour Allt er vænt sem vel er grænt Glamour Tekur við af systur sinni sem andlit Max Mara Glamour Kim og Kanye munu eyða þakkagjörðarhátíðinni á spítalanum Glamour Best klæddu konur vikunnar Glamour Hárstjörnur heimsækja Ísland Glamour Að verða móðir gjörbreytir lífinu og sjálfsmyndinni Glamour Heitustu förðunartrendin á tískuvikunni í New York Glamour "Af hverju erum við að búa til þessi skrímsli?“ Glamour ANTM kveður skjáinn Glamour