Ford Raptor 450 hestöfl og með 691 Nm tog Finnur Thorlacius skrifar 4. október 2016 16:30 Ford F-150 raptor árgerð 2017. Kraftaútgáfa Ford F-150 heitir Raptor og hefur verið framleiddur frá árinu 2009. Hann hefur hingað til verið í boði með 5,4 eða 6,2 lítra V8 vélum, 310 og 411 hestöfl. Nýjasta gerð Raptor verður hinsvegar með miklu minni en samt mun öflugri vél. Það er 3,5 lítra V6 EcoBoost vél sem tengist 10 gíra sjálfskiptingu, en eldri gerð bílsins var með ansi úrelt 6 gíra sjálfskiptingu. Nýja vélin togar 691 Nm og dugar til að draga allt að 3.628 kg farm. Þessi nýja gerð Ford F-150 Raptor var fyrst kynnt á bílasýningunni í Detroit í fyrra, en nú er bíllinn fyrst að koma á markað. Ford F-150 Raptor af eldri gerðinni kostaði um 42.000 dollara en Ford hefur ekki gefið upp verð nýja bílsins. Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent
Kraftaútgáfa Ford F-150 heitir Raptor og hefur verið framleiddur frá árinu 2009. Hann hefur hingað til verið í boði með 5,4 eða 6,2 lítra V8 vélum, 310 og 411 hestöfl. Nýjasta gerð Raptor verður hinsvegar með miklu minni en samt mun öflugri vél. Það er 3,5 lítra V6 EcoBoost vél sem tengist 10 gíra sjálfskiptingu, en eldri gerð bílsins var með ansi úrelt 6 gíra sjálfskiptingu. Nýja vélin togar 691 Nm og dugar til að draga allt að 3.628 kg farm. Þessi nýja gerð Ford F-150 Raptor var fyrst kynnt á bílasýningunni í Detroit í fyrra, en nú er bíllinn fyrst að koma á markað. Ford F-150 Raptor af eldri gerðinni kostaði um 42.000 dollara en Ford hefur ekki gefið upp verð nýja bílsins.
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent