Aron Einar: Er víkingaklappið ekki orðið svolítið þreytt? Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. október 2016 08:30 Ef Ísland vinnur Finnland á Laugardalsvelli á morgun verða að teljast litlar líkur á því að landsliðsfyrirliðinn, Aron Einar Gunnarsson, muni leiða víkingaklapp eins og hann gerði á EM. „Er klappið ekki orðið svolítið þreytt?“ segir fyrirliðinn aðspurður um hvort að klappið yrði tekið í Dalnum. „Það hefði verið sterkur leikur að gera það fyrir framan enga áhorfendur í Úkraínu ef við hefðum unnið þann leik. Það hefði verið góð kynding,“ sagði Aron léttur. Strákarnir æfðu í rokinu á Laugardalsvelli í gær en á mánudag flúðu þeir inn í Egilshöll vegna veðurofsans. „Það er gott að vera kominn heim. Þetta verða tveir erfiðir og mismunandi leikir,“ segir Aron Einar sem mætir tæpur í landsleik eins og svo oft áður. „Ég er búinn að vera tæpur í svona fjögur ár. Ég tognaði aðeins í kálfanum fyrir hálfum mánuði og átti að vera frá í tvær vikur. Ég hefði getað spilað ef það væri leikur með Cardiff á morgun. Ég fékk að koma en var beðinn um að vera skynsamur. Þú þekkir mig. Ég verð með. Ég kem mér alltaf áfram á hausnum en það verður engin áhætta tekin.“ Aron tók því rólega á æfingu í gær en stefnir á að taka fullan þátt í dag. Hann segist ekkert finna fyrir meiðslunum. Strákarnir mæta í leikinn gegn Finnum á morgun og það er gerð sú krafa til liðsins að það vinni leikinn. „Við vitum það og gerum okkur grein fyrir þessari pressu. Við sýndum gegn Úkraínu að það var engin EM-þynnka í okkur,“ segir fyrirliðinn en hann ætlar sér að fá sex punkta úr leikjunum gegn Finnum og Tyrkjum. „Þetta eru tveir heimaleikir og það er mikilvægt að halda góðum dampi á heimavelli. Við setjum þá pressu á okkur að taka sex punkta í þessum leikjum.“ Sjá má viðtalið við Aron Einar í heild sinni hér að ofan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Björn: Horfir aldrei á fótbolta en missti ekki af leik með landsliðinu Björn Bergmann Sigurðarson er kominn aftur inn í A-landsliðshópinn eftir fimm ára fjarveru. 4. október 2016 11:37 Mest lesið Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Fleiri fréttir „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Sjá meira
Ef Ísland vinnur Finnland á Laugardalsvelli á morgun verða að teljast litlar líkur á því að landsliðsfyrirliðinn, Aron Einar Gunnarsson, muni leiða víkingaklapp eins og hann gerði á EM. „Er klappið ekki orðið svolítið þreytt?“ segir fyrirliðinn aðspurður um hvort að klappið yrði tekið í Dalnum. „Það hefði verið sterkur leikur að gera það fyrir framan enga áhorfendur í Úkraínu ef við hefðum unnið þann leik. Það hefði verið góð kynding,“ sagði Aron léttur. Strákarnir æfðu í rokinu á Laugardalsvelli í gær en á mánudag flúðu þeir inn í Egilshöll vegna veðurofsans. „Það er gott að vera kominn heim. Þetta verða tveir erfiðir og mismunandi leikir,“ segir Aron Einar sem mætir tæpur í landsleik eins og svo oft áður. „Ég er búinn að vera tæpur í svona fjögur ár. Ég tognaði aðeins í kálfanum fyrir hálfum mánuði og átti að vera frá í tvær vikur. Ég hefði getað spilað ef það væri leikur með Cardiff á morgun. Ég fékk að koma en var beðinn um að vera skynsamur. Þú þekkir mig. Ég verð með. Ég kem mér alltaf áfram á hausnum en það verður engin áhætta tekin.“ Aron tók því rólega á æfingu í gær en stefnir á að taka fullan þátt í dag. Hann segist ekkert finna fyrir meiðslunum. Strákarnir mæta í leikinn gegn Finnum á morgun og það er gerð sú krafa til liðsins að það vinni leikinn. „Við vitum það og gerum okkur grein fyrir þessari pressu. Við sýndum gegn Úkraínu að það var engin EM-þynnka í okkur,“ segir fyrirliðinn en hann ætlar sér að fá sex punkta úr leikjunum gegn Finnum og Tyrkjum. „Þetta eru tveir heimaleikir og það er mikilvægt að halda góðum dampi á heimavelli. Við setjum þá pressu á okkur að taka sex punkta í þessum leikjum.“ Sjá má viðtalið við Aron Einar í heild sinni hér að ofan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Björn: Horfir aldrei á fótbolta en missti ekki af leik með landsliðinu Björn Bergmann Sigurðarson er kominn aftur inn í A-landsliðshópinn eftir fimm ára fjarveru. 4. október 2016 11:37 Mest lesið Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Fleiri fréttir „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Sjá meira
Björn: Horfir aldrei á fótbolta en missti ekki af leik með landsliðinu Björn Bergmann Sigurðarson er kominn aftur inn í A-landsliðshópinn eftir fimm ára fjarveru. 4. október 2016 11:37