Top Gear þríeykið samt við sig – löng stikla Finnur Thorlacius skrifar 5. október 2016 14:44 Nú þegar rúmur mánuður er í sýningu fyrsta þáttar af “The Grand Tour”, hins nýja bílaþáttar gamla þríeykisins úr Top Gear, er við hæfi að sjá eitt atriði úr þáttunum og það ekki af styttri gerðinni. Hér má sjá, í 8 mínútu langri stiklu, þar sem James Corden úr The Late Late Show fer með þá Clarksons, Hammond og May á keppnsibraut í Willow Springs í Bandaríkjunum á Chevrolet Corvette bíl. Þar spyr hann þá félaga endalausra spurninga um leið og þeir aka hver í kapp við annan og bætist ein sekúnda við tíma þeirra við hvert rangt svar. Úr verður hin mesta skemmtan, en það er eins og fyrri daginn helst vegna þess að þeir þremenningar eru fremur snjallir til svara. Engin ástæða er til að uppljóstra um hver fór með sigur úr bítum í keppninni, en þessi stikla lofar góðu fyrir nýju þættina sem sýndir verða á Amazon Prime. Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent
Nú þegar rúmur mánuður er í sýningu fyrsta þáttar af “The Grand Tour”, hins nýja bílaþáttar gamla þríeykisins úr Top Gear, er við hæfi að sjá eitt atriði úr þáttunum og það ekki af styttri gerðinni. Hér má sjá, í 8 mínútu langri stiklu, þar sem James Corden úr The Late Late Show fer með þá Clarksons, Hammond og May á keppnsibraut í Willow Springs í Bandaríkjunum á Chevrolet Corvette bíl. Þar spyr hann þá félaga endalausra spurninga um leið og þeir aka hver í kapp við annan og bætist ein sekúnda við tíma þeirra við hvert rangt svar. Úr verður hin mesta skemmtan, en það er eins og fyrri daginn helst vegna þess að þeir þremenningar eru fremur snjallir til svara. Engin ástæða er til að uppljóstra um hver fór með sigur úr bítum í keppninni, en þessi stikla lofar góðu fyrir nýju þættina sem sýndir verða á Amazon Prime.
Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent